Vikan

Tölublað

Vikan - 22.04.1976, Blaðsíða 28

Vikan - 22.04.1976, Blaðsíða 28
m nnréHi Við bjóðum SHANGRI —LA í tveimur mynstrum og sjö litaafbrigðum. SHANGRI-LA er heiti á bráðfallegum enskum rýjateppum, sem hlutu ^ 1. verðlaun ►ÆS á stærstu y teppasýningu \ Bretlands þessu ári. SHANGRI—LA fæst aðeins hjá okkur ÞAÐ SEM Á UNDAN ER KOMIÐ. Mariantie d'Asselnat dóttir enskrar aðalskonu og fransks aðals- manns, sem tekin voru af lífi í frönsku byltingunni, elst upp hjá móðursystur sinni í Englandi, geng- ur i hjónaband 17 ára viku eftir andlát frænku sinnar, drepur eigin- mann sinn í einvígi í brœði yfir því, að hann hafði lagt brúðkaups- nótt þeirra undir i spilum, flýr til Frakklands og lendir í margvisleg- um raunum á franskri grund, áður en Fouché lögreglustjón í Paris kemur henni til hjálpar og útvegar henni starf sem lagskona madame de Talleyrands, gegn því að Mari- anne, sem nú skal heita Maller- ousse. njósni fyrir sig um hagi þeirra hjóna og gesta þeirra. En svo virtist það skyndilega renna upp fyrir henni,og gleðin, sem fyrir andartaki síðan hafði skinið úr augum hennar, hvarf líkt og slökkt vseri á kerti. ,,Æ, nú þekki ég yður. Þér eruð lesari madame de Talleyrands. Ég þakka yður fyrir hugulsemina, en ég þarfnast einskis.” Hin kaldranalega rödd minnti Marianne á, að í þessu húsi var hún varla hærra skrifuð heldur en þjónustustúlka, en hún brosti og lét ekki slá sig út af laginu. ,,Yður finnst að svo auðvirðileg persóna og ég eigi ekkert með að bjóða furstafrúnni af Courlande aðstoð mína? Þér óskið þess heitast að cinhver hér skilji yður, en í yðar augum er ég ekki annað en þjón- ustustúlka. Og hvað er þjónustu- stúlka fyrir manneskju, sem hefur fjöldann allan af þeim á sínum snaerum...” ,,Eina vinkona mín er þjónustu- stúlka,” sagði hún hraðmxlt. ,,Það er Anja, fóstra mín...hún er eina manneskjan, sem ég treysti. En þér! Var yður ekki komið hingað fyrir tilstilli madame Sainte Croix? Hún er ekki annað en tnilliliður. Kannski hefur hún sent yður til furstafrúarinnar, en ég held að hún bcri fremur hag furstans fyrir brjósti sér.” Sér til hrellingar gerði Marianne sér grein fyrir því, að þessar grun- semdir yrðu henni crfiður Ijár í þúfu og hún minntist þess, að þegar hún átti fyrst tal við Tall- eyrand, þá hafði henni sjálfri dottið þetta sama I hug. Allt í cinu 28 VIKAN 17. TBL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.