Vikan

Tölublað

Vikan - 22.04.1976, Blaðsíða 32

Vikan - 22.04.1976, Blaðsíða 32
að minnsta kosti verða einhverjum til góðs. Því næst gekk hún út til furstafrúarinnar, sem stóð undir laufföllnum trjánum á torginu. Hún hafði greinilega unun af því að hlusta á vandrseðalegar þakkir klausturstjóra svartmunkanna, en þeirri reglu tilheyrði St. Thomas Acquinuskirkjan. 10. kafli. Hinn óvænti gestur. Þetta var bjartur, kaldur morg- unn i janúarmánuði. Veikburða sólargeislar reyndu að vinna á grýlu- kertum, sem héngu niður úr þak- skeggjunum og fölleitir geislarnir endurspegluðust í ísilögðum poll- unum. Napur kuldinn gerði fólkið á götunni rauðnefjað, en það skundaði áfram glatt í bragði, ým- ist á gangstéttinni eða I rennu- steininum, ef svo bar við að inn- keyrsla í eitthvað af hinum glæstu húsum hamlaði för þess. Á Rue dc la Loi var ys og þys, en það voru fáir vagnar á ferli, nema hvað þrír stóðu fyrir framan hús dömuklæðskerans Leroy og annar hjá Hótel Nord. En götusalarnir létu hendur standa fram úr ermum. Maður ýtti handvagni á undan sér og bauð eldivið til sölu. Skammt undan var gömul kona með þykkt, blátt ullarsjal sveipað um höfuð sér að rogast með stóra skjólu og kall- aði. ,,Þurrkaðar plómur! Stórar, þurrkaðar plómur” Handan við götuna kallaði ung, falleg stúlka. „Heitar hnetur, heitar hnetur ” Og þarna var llka hnlfaslípari, sem sat við hverfisteininn, en ólundar- legur þjónn beið þar hjá. Marianne, sem var að koma út frá Leroy, staldraði við andartak og andaði að sér fersku loftinu. Inni í salarkynnum hins fræga dömu- klæðskera hafði ríkt eins konar vit- firring og andrúmsloftið verið kæf- andi. Hún hafði lært að meta þetta litríka götullf Parísarborgar, a|la þessa vegfarendur, rlka og glæsi- lega, fátæka og illa til reika, og svo voru það götusalarnir að fal- bjóða vörur sínar. Hún brosti að litla sótaranum, er hann gekk blístr- andi hjá og þegar hann leit á hana af opinskárri aðdáun blístraði hann enn hærra. Á meðan Fanny, þjónustustúlkan sem var með henni fór með stóra, ljósrauða öskju til ökumannsins, seildist Marianne I litla handtösku og sótti þangað lista, sem madame Talleyrand hafði fengið henni. Hún var þegar búin að sækja gervi- blómin til madamc Bonjour, hafði komið við hjá skósmiðnum Jacques, gimsteinasalanum Nitotí sambandi við lagfæringu á tveimur steinum, annar þeirra marglitur gimsteinn, en hinn grænblár og ógagnsær, en furstafrúin hafði mikið dálæti á þeim báðum. Svo hafði hún farið til Leroy til þess að spyrja um ballkjólinn, sem furstafrúin ætlaði að klæðast átjánda janúar, en þá var dansleikur hjá furstanum af Ncu- chatel. Nú sá hún sér til ánægju, að hún átti aðeins eftir að koma við hjá ,,La Reine d’Espagne”, til þess að athuga herðaslá úr hreysi- kattarskinni, en húsfreyja hennar beið eftir henni með mikilli óþreyju. Og svo að lokum á póst- húsið. Marianne brosti, þegar hún minntist hins leyndardómsfulla svips á andliti madame Talleyrand, er hún hafði fengið henni bréfið, sem var vandlega innsiglað og stökkt ilmvatni. Það átti raunar langa ferð fyrir höndum yfir illfæra vegi Frakklands og alla leið til Oralfjalla, en þvl var ætlað að hugga hertogann af San Carlos, sem var þar I útlegð. Hann hafði vlst gerst einum of ástleitinn við furstafrúna, er hann dvaldi hjá þeim hjónum að Chateau de Val- encay. Marianne var skemmt og dálltið upp með sér, að henni skyldi vera treyst fyrir þessu ástar- bréfi. Ekillinn hélt dyrunum opnum. Marianne braut saman listann og var I þann veginn að stíga upp I vagninn, þar sem Fanny beið hennar, þegar komið var laust 32 VIKAN 17. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.