Vikan

Tölublað

Vikan - 17.06.1976, Blaðsíða 4

Vikan - 17.06.1976, Blaðsíða 4
krapprót. Svo er það kochenille sem er „fornem" aðflutt lús frá Mexico, sem gefur vínrauðan lit. — Nú er líka tími> til að safna jurtum til litunar. Þær þarf helst að tína í vorgróandanum og framan af sumri í þurru veðri. Þurrka þær síðan í grisjupokum, þar sem loftræsting er ör, því þá þorna plönturnar og skrælna, án þess að þær tapi lit sínum. Séu þær hins vegar þurrkaðar í sól, fölna þær. — Ég veit, að þú hefur átt ekki ófrægari læriföðuren Guðmund Thorsteinsson (Mugg). Viltu segja mér eitthvað frá honum? — Það var hjá honum, sem ég fyrst lærði að fara með oliuliti, í skóla sem hann rak í Hellu- sundinu. Hann var dásamlegur maður og skemmtileg blanda af barni og heimsmanni. Hann átti ákaflega erfitt með að gagnrýna verk okkar nemendanna, vildi reyna að komast hjá því að særa okkur. Þetta var síðasti veturinn, sem hann kenndi og mér fannst þessi vetur hafa verið mér til mikillar uppörvunar og kynnin við hann ógleymanleg. — Vigdís, hvernig myndir þú sjálf skilgreina þinn stíl? — Ég hef kosið að kalla þetta ævintýrastíl, myndirnar sem ég síðast vinn úr kona fram í huga mér og það sem meira er, ég sé þær fyrir mér eins greinilega og að ég væri að horfa á kvikmynd. Stundum hefur þetta orðið svo mikil árátta að ég hef þurft að fara upp á nóttunni til að teikna. Ég man, að ég var einu sinni í mesta grandaleysi að ganga upp Hverfisgötuna og þá birtist mér mikil og skýr mynd af ,,Stóð ég úti í tunglsljósi". Ég flýtti mér heim til að koma sýninni á blað, en þá var myndin auðvitað tekin að óskýrast. Áður fyrr fór ég ekki svo út úr bænum að ég hefði ekki teikniblokkina við hendina, nokkrar stjörnur á lambagrasi eða titrandi fuglsvængur nægðu til að koma hugmyndafluginu af stað. Þetta myndofna teppi heitir Mosaik og er í eigu Listasafns is/ands. Stærsti vefstóll landsins stendur í vinnustofu Vigdísar uppi á efsta lofti í Barnaskóla Austur- bæjar. I honum óf Vigdís þau sögulegu teppi er nú hanga í fundarsal borgarstjórnar og væntanlega munu prýða ráðhús borgarinnar er það rís. Þegar við heimsóttum Vigdísi á vinnustof- una hittum við fyrir Eyjólf Eyfells listmálara þar sem hann var að þvo penslana sína frammi á gangi, en hann er næsti nágranni Vigdísar þarna á loftinu. Söguteppin óf Vigdís úr íslenskri ull og voru litirnir sem Álafossverksmiðjan gaf um 30. Ekki þótti Vigdísi það nóg. Hún rakti sundur sumar ^uni" er frum/egur myndvefnaður, gerður af Vigdísi fyrir nokkrum árum. hespurnar og tvinnaði saman einstaka þræði með öðrum lit og fékk hún með þessu móti fram um 160 litbrigði að meðtöldum sauðalit- um og jurtalitum. — Myndvefnaður auðkennist frá gobelin- vefnaði á því, að hann er eins á réttunni sem á röngunni og er frágangur hans geysileg nákvæmnisvinna. En hver er þá munurinn á íslenska glitvefnaðinum annars vegar og myndvefnaði hins vegar? — Íslenski glitvefnaðurinn er frábrugðinn glitvefnaði hinna norðurlandanna, þar sem hann er ofinn frá réttunni og snýr hún upp meðan hann er í vefnum. Glitvefnaður hinna norðurlandanna er kannski eitthvað áferðar- fallegri, en mér finnst sá íslenski skemmtilegri, því þar koma fram ójöfnur í vefnaðinum, þar sem litirnir eru tengdir saman og fyrir bragðið verður hann meira lifandi. Glitvefnaðurinn er talinn út eins og mynstur í sporum, en í myndvefnaði er mynstrið fyrst teiknað upp. Á Íslandi er ekki vitað um myndvefnað fyrr en á síðustu áratugum, en fyrir þrákelkni fáeinna kvenna í Noregi, sem lesið höfðu í gömlum heimildum, að á kirkjusetrinu Baldishol í mið-Noregi ætti að vera til mikið og myndofið teppi, fannst árið 1876 slitrur af þessum dýrgrip, sem talinn er vera frá 12. öld, en myndvefnaður er talin vera ævaforn listgrein og hafa myndtjöld verið notuð aftur í gráa forneskju til að skeyta hýbýii manna. Baldisholteppið mun upprunalega hafa verið lýsing í myndmáli á mánuðum ársins, eins- konar mánaðatal, en það eru aðeins tveir mánuðir sem varðveist hafa. Hafði verið rifið af stranga þessum og stykkin meðal annars verið notuð til gólfþvotta. Á þessum myndvefnaði hefur 20. aldar myndvefnaðurinn svo verið byggður. Teppið er varðveitt á listiðnaðarsafn- inu í Osló og hafa norðmenn gert af því nákvæma eftirlíkingu sem lánuð er á sýningar úti um heim. Prófessorinn minn í Osló hélt því fram, að Þetta teppikallar Vigdis,, Vorkomu" og er það góður fulltrúi ævintýrastíls hennar í mynd- vefnaðinum. 4 VIKAN 25. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.