Vikan - 17.06.1976, Blaðsíða 22
,,Svo er skilaboðunum frá Absa-
lom fyrir að þakka, að blöðin vita
ekkert í þetta skiptið. Eða réttara
sagt, þau vissu um málið, en ekki
þýðingu þess.“
Hann rétti henni blaðaúrklippu
þar sem sagt var frá því, að starfs-
maður CIA hefði látist í bílslysi á
George Washington Parkway.
Susaniia hristi höfuðið. ,,Ég
verð að játa að ég skií þetta ekki
heldur," sagði hún og rétti honum
blaðaúrklippuna aftur.
„Ég mun fljótlega útskýra það
fyrir þér. En fyrst vil ég fá að
heyra frásögn þína. Hún er mikils
virði.“
„Það er ekki mikið sem ég get
sagt. Ég kannaðist við John
Novak fráþví að ég vann fyrir
CIA. Það eina, sem ég vissi um
hann, var að hann vann í austan-
tjaldslöndunum, þar til við hitt-
umst aftur í Sofia. Hann kom upp
á hótelherbergið mitt, og bað mig
um að sækja upplýsingar fyrir
sig. Bókina „Hroki og Hleypi-
dómar,“ með skilaboðunum frá
Absalom.
Hann ætlaði að bíða eftir mér,
en sagði, að ef eitthvað kæmi
fyrir sig ætti ég að fara með
bókina til Hvíta hússins. Novak
var skotinn fyrir framan hótelið
nokkrum mínútum eftir að ég
kom til baka. Svo að ég gerði eins
og hann hafði lagt fyrir mig.“
„Reyndi enginn að stöðva þig?“
Súsanna brosti. „Jú.“ Henni
varð hugsað til Azarovs. Hvernig
hann hafði elt hana, hrætt hana,
og að lokum bjargað henni.
„Segðu mér frá því.“
Hún hafði einhverstaðar lesið
að hann væri lítið fyrir lang-
dregnar frásagnir, svo að hún
reyndi að vera stuttorð. Forsetinn
hlustaði af athygli.
„Hvað vissir þú mikið um Absa-
lommálið?“ spurði hann þegar
hún lauk máli sínu.
„Sama og ekkert. John Novak
var njósnari frá okkur.
Yfirmaður hans í leyniþjónust-
unni var Jess Simpson. Novak
áleit að hann hefði verið myrtur.
Svo var það maður að nafni Peter
Atkins. Hann var — undarlegur
— vægast sagt. Hann þóttist
vinna fyrir CIA, en ég hafði grun
um að hann væri á einhvern hátt
tengdur KGB. Eg var í vafa þar til
hann var myrtur. Nú veit ég ekki
hvað ég á að halda.“
„Peter Atkins,“ tautaði forset-
inn. „Það var rétt hjá þér að
treysta honum ekki. Hann var
tvöfaldur njósnari, og ekki trúr
neinum, nema þeim, sem síðast
hafði greitt honum. Hvað um
kommúnistana sem þú hittir,
segðu mér frá þeim.“
„Atkins sagði mér að Aleksei
Azarov væri yfirmaður hjá KGB,
og kynni mín af honum staðfestu
það. Ég held að Melinski, hinn
kommúnistinn sem ég hafði kynni
af, hafi verið úr lögregludeild
KGB. Það var tvímælalaust rígur
milli þeirra tveggja. Þeir voru. . .
harðir.“
„En þú slappst úr landi með
skilaboðin."
Forsetinn starði inn í eldinn.
Súsanna þagði. Þá stóð hann upp,
og kastaði viðarkubb inn í deyj-
andi glæðurnar.
„Hefurðu nokkra hugmynd um
hver Absalom er?“ spurði hann
um leið og hann settist aftur.
Súsanna starði á hann. „Hver
Absalom er? Er einhver Absalom
til? Ég hélt að „Skilaboð frá Absa-
lom“ væri dulnefni á einhverjum
sérstökum upplýsingum.“
Forsetinn brosti dauflega. „Nei
frk. Clarke. Absalom er svo
sannarlega til, og skilaboðin
komu beint frá honum.
Upplýsingarnar frá honum voru
lífsnauðsynlegar fyrir CIA. Absa-
lom er okkar besti njósnari.“
Hann leit á hana „Ég skal segja
þér frá Absalom Utz, frk. Clarke.
Hann er einstákur í sinni röð.“
„Hann er fæddur og uppalinn á
samyrkjubúi, rétt fyrir utan
Moskvu. Lífið var honum erfitt,
erfiðara en við getum ímyndað
okkur — og erfiðleikar hans
jukust enn meira þegar móðir
hans dó, og faðir hans var þving-
aður í herinn. Absalom var þá
aðeins sjö ára.
Einhvern veginn tókst honum
þó að klóra í bakkann, með þv! að
strjúka og elta hermennina uppi.
Hann hljóp í sendiferðir fyrir þa
fyrir smápeninga. Þá kom til sög-
unnar háttsettur liðsforingi,
Sergeyev, sem áleit drenginn geta
lært. Absalom hlaut menntun
sína í góðum herskóla, og kom að
lokum út með fyrstu einkunn úr
njósnaskóla KGB.
En hani) sýndi — að því er
yfirmönnum hans þótb— of mikið
af sjálfstæðri hugsun og fram-
kvæmdasemi. En þar sem þetta
beindist ekki gegn flokknum, var
ekkert gert í málinu.
Sergeyev hélt sig að mestu í
bakgrunni lífs Absaloms til að
byrja með, en eftir því sem árin
iiðu, og hæfileikar Absaloms
komu í ljós, urðu þeir meiri
vinir, og að lokum næstum eins og
faðir og sonur. Afrek Absaloms
voru mörg hjá KGB, og hann
Jiækkaði brátt í tign.
og reyna sem minnst á mig og nú
er búið að reka mig úr vinnunni.
GISSOR
GULLRAS5
B/lL KAVANAGU &
FRANK FLETCUBR
Ég verð að hætta
núna, elskan.
Ég get ekki
meira!
Leiktu nokkrar lotur..
ég meina lög... til
viðbótar!
Hvers vegna spyrðu?
ÆTLAÐIRÐU AÐ
BJÓÐAMER1BIÓ_
Ha...nei! Mei JT7 '
hug, að við ættum að
v—| vera heima i kvöld og
hvilaokkur!
Hvernig stendur á þvi, að Gissur J
biður mig um að leika á pianóið! L
, Ætli hann sé loksins farinn að
kunna að meta tónlist?
22 VIKAN 25. TBL.