Vikan - 17.06.1976, Blaðsíða 12
Linguaphone
Þú getur lært nýtt tungumál á 60 tímum
LINGUAPHONE tungumálanámskeió kennir þér nýtt
íungumál á sambærilegan háttog þú læróir íslenzku.
Þú hlustar, þú skilur og talar síóan. Þú hefur meófædd-
an hæfileika til aó læra aó tala á þennan hátt. A ótrú-
lega skömmum tíma nemur þú nýtt tungumál, þér til
gagns og ánægju. — Þetta er RET-T og ÞÚ getur
sannaó þaó. — Vió sendum þér aó kostnaóarlausu
upplýsingapésa um námió. — Þegar þú hefur tekió
ákvöróun, — sendum vió þér linguaphone námskeió
í því tungumáli, sem þú ætlar aó læra.
I úuxirobus KL6imS/o5Q' s'cur
LINGUAPHONE tungumálanámskeió
á hljómplötum og kassettum
Hljóófærahús Reykjavíkur • Laugav.96 -sími 13656
MEINATÆKNANÁM.
Kæri Póstur!
Ég þakka Vikunni fyrir skemmt-
unina, sem ég hef af að lesa hana
spjaldanna á milli. Nú langar mig að
spyrja þig um svolítið og vona, að
bréfið fari ekki í þessa margum-
töluðu ruslakörfu.
1. Hvaða menntun þarf að hafa til
þess að vera meinatæknir?
2. Hvernigeigasamanstelpa, sem
er í vatnsberamerkinu og strákur,
sem eríhrútsmerkinu? Hvaða merki
á best við vatnsberann?
3. Hvað lestu úrskriftinni og hvað
heldur þú, að ég sé gömul?
Karlotta.
Til að hefja meinatæknanám
þarftu að hafa stúdentspróf. Frekari
upplýsinga skaltu leita hjá Meina-
tæknafélagiíslands, Hverfjsgötu 39■
Þar er opið á miðvikudögum frá
klukkan 4 til 6 og síminn þar er
2-79-70.
Sporðdreki, bogmaður, steingeit
og vatnsberi (karlkyns) eru mann-
gerðir, sem kvenkyns vatnsberi ætti
að láta eiga sig. Önnur merki eiga
ágætlega við vatnsberakonu. Þú ert
orðin tvítug og skriftin bendir til
vandvirkni, nákvæmni og heiðar-
BRJÖSTALAUS.
Kæri Póstur!
Ég þakka þér fyrir allt það gamla.
Ég hef skrifað þér áður, en bréfið
hefur eflaust farið I þína frægu
ruslakörfu.
Þannig er mál með vexti, að ég hef
engin brjóst. Getur þú sagt mér,
hvort það er hægt að fá hormónalyf til
að auka vöxt þeirra? Ég skammast
mín svo hræðilega fyrir þetta, að ég
held ég sé að drepast.
Ég vona, að þú svarir þessu fyrir
mig eins fljótt og hægt er.
Eins óg vanalega:
Hvað lestu úr skriftinni? Og hvað
heldur þú, að ég sé gömul? Hvernig
fara fiskastelpa og ljónsstrákur
saman?
Krissa.
Ekki veit Pósturinn til þess, að
hormónalyf séu gefin tilþess að auka
brjðstavöxt kvenna, hins vegarheyrði
hann fyrir nokkrum árum á það
minnst, að einhverri kvoðu hefði
verið dælt t brjóst kvenna, sem þðttu
of barmlitlar. Satt að segja hefur
Pðsturinn mestu ótrú á þeirri aðferð
og ráðleggur engum að reyna hana.
Efþú ertalveg að drepast út afþessu
eins og þú segir, skaltu leita læknis,
og spyrja hann ráða, en annars heldur
Pósturinn, að þú sért álitlegasta
stúlka, þótt þú sért ekkimeð brjóstin
úti um allt. Úr skriftinni les ég
svolitla fljótfæmi. Þú ert ekki nema
fimmtán ára. (Brjðstin geta þvt
stækkað heilmikið ennþá). Fiska-
stelpa og Ijðnsstrákur geta haft það
ágætt saman.
HEIMSKULEG BRÉF 1 PÖSTINUM
Komdu sæll!
Ég vil byrja á því að þakka fyrir
allt gamalt og gott I Vikunni.
Mér finnst þetta ansi gott blað og
Pósturinn oftast góður. Þó hefur
mér stundum dottið I hug, að þið
fleygið þeim bréfum, sem eitthvert
vit er I, en birtið ástarvellurnar í
staðinn.
Dæmigerð bréf I Póstinum eru
svona: Elsku Póstur! Ég er svo
afskaplega hrifin af strák, en hann
hefur engan áhuga á mér. Hvað á
ég að gera? Eða svona: Elsku Póstur!
Ég er ófrísk, en ég þori ekki að
segja mömmu það.
Það getur stundum verið gaman
að lesa þessi bréf, þó að þau séu
vitlaus, en mér finnst, að þessar
stelpur, sem skrifa, að þær séu
ófrískar, geti tæpast haft neitt sam-
bandi við foreldra stna.
Jæja, ég ætla ekki að hafa þetta
lengra. Vona, að þetta lendi ekki í
12 VIKAN 25.TBL.