Vikan

Útgáva

Vikan - 15.07.1976, Síða 3

Vikan - 15.07.1976, Síða 3
WfJVGf/ LEVMIST verða danskennari. Ég hugsaði mig ekki um tvisvar og tók því. Til þess að verða gjaldgengur í náminu þurfti ég að tileinka mér ákveðna dansa, og er þar miðað við heimskerfið svokallaða með svolítilli viðbót, og eftir það tekur námið tvö ár. Það skiptist í bóklegt og verklegt nám, því að auðvitað er ekki nóg að kunna að dansa dansana, heldur þarf maður að geta útskýrt hvert einstakt spor í orðum, eigi maður að geta miðlað öðrum. Að tveggja ára Hvaða kall er nú þetta, má lesa af svip fíutar litlu, en Hildur hefur mun meiri áhuga á Jim Ijós- myndara. — Nei, éghe/d ekki, ekki k/assík- an ballett. námi loknu fór ég svo út til Kaupmannahafnar og tók dans- kennaraprófið þar. Þá fór ég að kenna við Dansskóla Hermanns Ragnars og var þar alveg þar til árið 1972. Ég reyndi að kenna eftir að ég ánetjaðist ballettinum, en tíminn leyfði ekki slíkt, svo að ég gafst upp á danskennslunni. — Hvernig stóð á því, að þú snerir þér að ballett? — Það var fyrir algera tilviljun. Fyrstu sporin tók ég í Fiðlaranum á þakinu, en þannig var, að þegar norðmennirnir hættu, var hringt í mig og ég spurður, hvort ég vildi koma og hlaupa í skarðið. Ná- grannakona mín á Bræðraborgar- stígnum, sem vinnur á skrifstofu Þjóðleikhússins, vissi, að ég kunni eitthvað að dansa og benti því á mig. Þetta varð úr, og svo tók við hvert stykkið á fætur öðru, og ég — Ég veit þaó nú eiginlega ekki, þetta kemur bara einhvern veginn. Petra Gísladóttir kona Arnar er hárgreiðslumeistari og varað vinna hjá Sjónvarpinu, þegar mig bar að garði. i kjöltu hennar situr yngri dóttirin Rut, tveggja ára, en eldri dóttirin HHdur er tiu ára. hætti í kennslunni. Síðan hef ég verið viðloðandi dansflokkinn, sí- fellt meira ár frá ári. i fyrra hóf Alan Carter máls á því við mig, að ég tæki að mér ritarastörf fyrir flokkinn, og þegar hann fór af landi brott tók ég við starfi framkvæmdastjóra flokksins. — Þú hafðir ekkert komið ná- lægt ballett áður en þú byrjaðir í Fiðlaranum? — Nei, aðeins verið í sam- kvæmisdönsum. i rauninni hafði aldrei hvarflað að mér að reyna að dansa listdans. Þar fyrir utan vissi ég að ég var orðinn of gamall til þess að geta náð einhverjum umtalsverðum árangri. Það er talið, að karlmenn þurfi að byrja að æfa klassískan ballett ekki yngri en sextán ára, ætli þeir að verða góðir dansarar. — Værir þú sextán ára í dag, færir þú þá í ballett? — Nei, ég held ekki, ekki klassískan ballett. — Hvað er klassískur ballett? Er til einhver annar ballett? — Já, það er til annars konar ballett, sá sem fólk dansar í söngleikjum og ýmiss konar sýn- ingum, og ég held sá listdans félli mér miklu frekar í geð en sá klassíski. Hann er einhvern veginn tilbreytingarríkari og fjölbreyttari. Að minnsta kosti eru sýningarnar ekki eins einhæfar. En ég hef mikla ánægju af því, sem ég er að gera núna. — Þegar ég fylgdist með dans- flokknum á æfingu niðri i Þjóðleik- hús gerði ég mér í fyrsta sinn grein fyrir því, hversu listdans er í raun og veru erfiður. Hvernig farið þið ... næstum má líta á hverja æfingu sem sjálfstæðan ballett. 29. TBL. VIKAN 3

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.