Vikan

Tölublað

Vikan - 15.07.1976, Blaðsíða 17

Vikan - 15.07.1976, Blaðsíða 17
Eins konar eftirmáli kvennaárs. URINN KONUNa ? 7: HVAÐ DETTUR ÞÉR 1 HUG, ÞEGAR ÞÚ HEYRIR ÞESSA SETNINGU: ,,Bára nýstúdent bar af á iprtöku- prófi í læknisfræði!”? A. Bára er fremur tölva en kvenmaður. B. Bára er ófríð og lítt aðlaðandi kvenmaður, sem sinnir engu öðru en námsefninu. C. Bára mun að öllum líkindum ljúka læknisfræðinni, en svo gift- ist hún sjálfsagt og verður hús- freyja í stað þess að leggja lækningar fyrir sig. D. Bára virðist vera mjög góðum hæfileikum gædd og verður senni- lega afbragðs læknirí framtíðinni. E. Bára mun áreiðanlega ljúka námi með mestu prýði, en hún verður tæplega mjög framsækinn læknir. 8. MÖRGUM KARLMÖNNUM STENDUR ÓGN AF ÞVÍ, EF KONUR ÞEIRRA FARA AÐ VINNA UTAN HEIMILIS. A. Karlmenn óttast, að dragi úr áhrifum þeirra, ef konur fá meiri penigaráð og sjálfstraust. B. Karlmenn óttast, að fleiri konur á vinnumarkaðnum valdi atvinnuleysi, svo að tækifæri þeirra til að þéna fé minnki. C. Karlmenn óttast, að konur, sem vinna utan heimilis, hitti aðra menn, sem þær verði hrifnari af en þeim sjálfum. E. Karlmenn hafa áhyggjur af því, að ef konur þcirra vinm ur->p heimilis. haldi fólk, að þeit séu ekki færir um að vinna einir t>t.. fjölskyldunni. 1. A. Það er sagnfræðileg stað- reynd, að konur hafa ætíð verið undirokaðar. Þess vegna álítið þér, að þær sér einnig minni máttar líffræðilega. 1. B. Þér lítið svo á, að öll hefðbundin störf karlmanna séu þýðingarmeiri en heimilisstörfin. sem þér álítið heldur lítilfjöriega vinnu. 1. C. Þú ert sannfærður um. að þú sért fremur greindur maður. Þú ert velviljaður og tillitssamur. en þó ertu ekki reiðubúinn til að viðurkenna konur sem jafningja þína. 1. D. Þú ert reiðubúinn til að viðurkenna visst jafnrétti, en þú fellst ekki alls kostar á, að konur séu jafnvel gefnar og karlmenn. 1. E. Þú viðurkennir, að það sé óréttlátt, að konur vinni öll húsverk einar. Þú viðurkcnnir einnig rétt hverrar manneskju til að þroska sig að cigin geðþótta. 29. TBL. VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.