Vikan - 15.07.1976, Síða 33
eigin föt í stað þess að þurfa að fá
þau lánuð hér og þar.
Hálftíma seinna var hún komin
í kjól og yfirhöfn, sem tilheyrði
madame de Rémusat, her-
bergisþernu hinnar fyrrverandi
keisaraynju.en þær voru svipaðar
að vexti. Marianne fékk sér sæti í
vagni keisarans og hún var niður-
lút Hún var sér ekki einu sinni
meðvitandi um þann heiður, sem
henni var sýndur. Fyrir hana
hafði þetta enga merkingu, vegna
þess að henni stóð nákvæmlega á
sama hvort þessi geðilli, kubbs-
legi maður, sem sat við hlið
hennar, var keisari eða ekki.
Fyrst hann elskaði hana ekki,
hefði hún þúsund sinnum frekar
viljað, að þetta væri einhver
ókunnur maður. Minningarnar
frá Butard gerðu nú ekki annað
en auka á leiðindi hennar.
Maðurinn sem hún elskaði var
orðinn að dómara yfir henni,
kaldur og skeytingarlaus eins og
réttlætið sjálft. Hún óttaðist ferð-
ina, sem hún átti fyrir höndum,
vegna þess að hún vissi hvílíkt
vald þessi harðbrjósta maður
hafði yfir henni.
Hún hafði þakkað Jósefínu og
þessi milda kona hafði boðið
henni að heimsækja sig við
tækifæri, en um leið leit hún
bænaraugum á keisarann, sem
þóttist ekki sjá það. En jafnvel
þessi vingjarnleiki hafði ekki
náð að hugga Marianne. Hún var
sannfærð um, að nú væri komið
að lokaþætti þessa hildarleiks. Á
morgun ætlaði hún að fara og
finna Jason og fara með honum á
brott. En hvað Napóleon ætlaðist
fyrir með hana í nótt vissi hún
ekki.
Rétt áður en þau lögðu í hann,
hafði Duroc litið inn í vagninn.
,,Er það til Trianon, yðar
hátign?"
„Nei, hvorki til Trianon né
Saint Cloud. Við förum til
Tuileries og láttu sendiboða fara
og boða komu okkar!“
„Eins og yðar hágöfgi óskar.“
Dyrunum var lokað og þau óku
í áttina að upplýsta hliðinu. Allt í
kringum þau heyrðist hófadynur
fylgdarliðsins. Marianne hafði
tekið eftir, að Duroc gætti þess
vandlega að minnast ekkert á
Butard. Það var vafalaust staður,
sem ekki mátti nefna framar.
Valdamesti maður Evrópu vildi
áreiðanlega ekki láta minna sig á,
hvað þar hefði ger.st, milli hans og
eins af njósnurum Fouchés.
Er þau voru komin i gegnum
hliðið var aðeins breiður
vegurinn framundan. Mari-
anne lygndi aftur augunum,
sumpart til þess að aftra tárunum
frá því að renna niður kinnarnar
og sumpart til þess að njóta betur
ilmsins af hinni spönsku jasmínu,
sem fyllti vagninn. Grænu
flauelspúðarnir ilmuðu og hún
dró djúpt að sér andann líkt og
allt væri þetta tekið ófrjálsri
hendi. Þessi lykt tilheyrði
manninum, sem sat við hlið
hennar og þess vegna hluti af
hamingjunni sjálfri.
En svo heyrði hún hann segja.
„Hver er þessi ameríkani?
Elskhugi yðar?“
Hún svaraði án þess að líta á
hann og reyndi að leyna sársauka
sínum.
„Nei, einungis tryggur vinur. 1
kvöld bjargaði hann mér úr fang-
elsinu þar sem ég hef verið
síðan..." Rödd hennar brast. En
allt í einu fékk hún óstjórnlega
löngun til þess að lúta lögmálinu
auga fyrir auga og tönn fyrir
tönn. „Þér hafið spurt mig um
ýmislegt varðandi líf mitt fram til
þessa,“ sagði hún, „en hvers
vegna spyrjið þér ekki, hvað ég
hafi verið að gera þessa síðustu
viku?“
„Ég veit það.“
„Nú, hvernig?"
„A meðan þér voruð að snyrta
yður spurði ég ýmissa spurninga.
Mér þykir leitt að heyra
hvað hefur gerst, en það er ekki
mergurinn málsins. iivar hittuð
þér þennan ameríkana?"
Marianne var hneyksluð yfir
þessari óhugnanlegu sjálfselsku.
Nú missti hún alla sjálfsstjórn og
hreytti út úr sér.
„Þetta er maðurinn sem
Francis Cranmere tapaði fyrir
öllu þvi, sem ég hafði fært
honum....og þar var ég sjálf
innifalin .“
„Ég hafði þá á réttu að standa.
Hann er elskhugi yðar.“
„Haldið þér að ég sé reiðubúin
til þess að ganga í slík kaup? Þér
haldió, að þegar einhver kemur
til ungrar stúlku á
brúðkaupsnóttina hennar og
segir: „Eiginmanni yðar seinkaði
og ég kem i hans stað, ég vann
yður í spilum ', að hún muni þá
umyrðalaust hleypa honum upp í
rúm til sin? Framhald í næsta blaði.
HóteL Selfoss.
^ Fjölskylduafsláttur á sunnudögum.
Við erum í alfaraleið.
Matur, kaffi og alls konar smáréttir
s.s.: Hamborgarar, franskar kartöflur,
samlokur, sósur og salöt.
*
Hótel Selfoss, simi 99-1230.
CINNI & PINNI
29. TBL. VIKAN 33