Vikan - 15.07.1976, Page 35
koma fjölskyldunum til hjálpar er
sú að byggja upp samfélagiö, sem
þær lifa í.
En fyrst verður að útvega
fólkinu þak yfir höfuðið. Rigningin
getur dembst úr ioftinu hvenær
sem er. Margir óttast, að fleiri
munu deyja á regntímabilinu en í
jarðskjálftunum sjálfum, en þá
létu rúmlega 23.000 manns lífiö.
Allir sex starfsmenn barnahjálp-
arinnar hafa undanfarnar vikur
unnið að undirbúningi við að reisa
í kringum 6000 hús.
Í hverju þorpi er maður, sem
hinir ráðfæra sig við, þegar hús
eru reist. Þennan mann mætti
kalla eins konar þorpsyfirsmið.
Sumir þessara manna hafa fengið
tilsögn við það, hvernig á að reisa
nýju húsin. I hverju þorpi hefur
verið byggt eitt hús sem sýnis-
horn. Íbúarnir í þorpunum hafa
sjálfir reist þau. Þessi hús eru því
alls ekki gjöf, heldur hafa íbúarnir
lagt fram alla vinnu við þau og
greiða einnig fyrir efnið.
í byrjun voru íbúarnir svolítið
vantrúaðir á nýju húsin. Þau á að
reisa úr sólþurrkuðum leir — eins
og gömlu húsin. Og var það ekki
einmitt það, sem þeir höfðu sagt
hver við annan fyrstu vikurnar eftir
nóttina hræðilegu fjóröa febrúar,
að þeir skyldu aldrei framar búa í
leirhúsum.
En sérfræðingar hafa komist að
þeirri niðurstöðu, að hús úr sól-
þurrkuðum leir geti verið alveg
eins góð og hvað annað — þau
verði bara að reisa á annan hátt.
Undirstööur húsanna verða að
vera sterkari en áður, og það
verður að setja styrktarstoðir við
veggina. Þökin eiga helst að vera
úr stráum eins og áður fyrr var
venja, en alls ekki úr þaksteini.
Gallinn er bara sá, að þaksteinninn
þykir svo fínn. Það voru bara þeir
allra fátækustu, sem höfu stráþök
fyrir jarðskjálftana. Auk þess er
ekki mikill grasvöxtur á þessum
árstíma. Því eru sett bárujárnsþök
á húsin, þó aö mörgum finnist það
Ijótt, og svo verður hraeðilegur
hávaði ihúsunum, þegar rigningin
bylur á bárujárninu.
★ ★ ★
Allt virðist benda til þess, að
leirhús reist á þennan hátt, standi
mjög vel í jarðskjálftum. Séu
skjálftarnir afar öflugir, getur það
þó hent sig, að veggirnir gefi sig.
Hver fjölskylda fær að kaupa
átta járnplötur fyrir þrjá dollara
stykkið. Þetta er samkvæmt
neyöarlögum, sem stjórnvöld
settu til þess að hjálpin yrði
sambærileg alls staðar í landinu.
Fjölskyldurnar þiggja því ekki neitt
ókeypis, og þar sem þetta er stolt
fólk, er þaö mikill kostur.
Þeir, sem efni hafa á þvi, borga
Allan daginn gengur hann með járnplötu á bakinu. Og þær eru í
þak á húsi annars manns.
Hjálparstarfið mun ná til um það
bil 25.000 manns í 50 þorpum
kringum borgina Joyabaj, sem er
sjö mílum norðan við höfuð-
borgina.
i þorpunum lögðust langflest
hús í rúst íjaröskjálftunum. Þorpin
eru á 500 ferkflómetra svæði.
Mörg þeirra eru vegasambands-
laus. Á þessu svæði létust i
kringum 600 manns í jarðskjálft-
unum og 5000 meiddust.
Meira en helmingur íbúanna er
yngri en sautján ára, og i kringum
7000 þeirra er yngri en sjö ára.
Flest er þetta fólk indíánar. Fæstir
íbúanna eru læsir eða skrifandi, og
aöeins örfáar kvennanna tala
spænsku.
út í hönd, aðrir fá að greiða járnið
með afborgunum á næstu sex
mánuðum, og þeir, sem verða að
sækja vinnu niður til strandar, fá
hálfs árs greiðslufrest til viðbótar.
Þeir, sem engin fjárráð hafa, fá að
greiða fyrir járn og annað efni með
vinnu sinni við hjálparstarfið.
Þeim sem eiga erfiðast, til dæmis
barnmargar ekkjur, fá efnið næst-
um þvi ókeypis.
Peningarnir, sem fást fyrir járn-
ið, verða notaðir aftur í þorpun-
um, og þeim varið til þeirra mála.
sem þorpsráðin telja mikilvægust.
Barnahjálpin hefur í hyggju að
setja á stofn heilsugæslustöðvar
til að fylgjast með heilsu fólks á
regntímabilinu. Þar að auki hafa
komið fram hugmyndir um að
reisa skóla og sjúkrahús. Auk þess
telja margir þýðingarmikið að
bæta samgöngukerfið, því að
lélegar samgöngur hindra mjög
sölu á því, sem framleitt er í
fjallahéruðunum.
Með hjálparstarfinu í Guatemala
er hafinn nýr kapítuli í sögu
barnahjálparinnar, því að aldrei
áður hafa þessi samtök í svona
mörgum löndum sameinast um
eitt verkefni.
Úr bráðabirgðakapellunni I Chic-
hop.
I þorpinu Chichop búa 175
fjölskyldur. Þetta þorp er ekki
alveg dæmigert fyrir héraöiö, því
að þar eiga íbúarnir jöröina sjálfir.
Þeir keyptu hana fyrir 20.000
dollara árið 1973. Þetta er lítil
plantekra. Eigandinn átti 22 aðrar
plantekrur víðs vegar um landiö.
Allar fjölskyldur urðu aö vinna á
plantekrum hans við ströndina (
nokkra mánuði á ári.
Fólkið í Chichop kærði sig ekki
um nýjan landeiganda, þegar fyrri
eigandi ætlaði að selja ekruna.
Þeir sameinuöust því um að kaupa
hana sjálfir. Þeir fengu að greiða
hana á fjórum árum — stungu upp
á þeim tíma sjálfir — og fyrir
hverja fjölskyldu verður afborg-
unin í kringum 40 dollarar á ári. Nú
ræktar fólkið í Chichop eigin maís,
sykur og baunir, og er handvisst
um, að það geti staðið í skilum. En
til þess verður að halda vel á
spöðunum, og allir verða enn að
fara að vinna niður við ströndina í
nokkra mánuði á ári. — En nú
ráðum við sjálfir, hvar við vinnum.
★ ★ ★
Nokkrum kílómetrum frá Chi-
chop er annað þorp, Porlanche,
þarsem öll hús eru rústir einar. Þar
situr Raul Perez. Hann á lítinn
jarðarskika, sem faðir hans keypti
endur fyrir löngu. Mörg ár eru liðin
síðan jarðarskikinn gaf af sér
nokkra uppskeru, því að jarðveg-
urinn er þrautpíndur. — Við
höfurri ekki efni á því að hefja
ræktun að nýju, við eigum enga
peninga fyrir áburði. Eins er ástatt
fyrirflestum öðrum hér í þorpinu.
Raul Perez vinnur í nokkra
mánuði við ströndina og fær einn
dollara í laun á dag. Af kaupinu
hans þar verður fjölskyldan að lifa
allta árið. Þau fara einu sinni í viku
til Joyabaj að kaupa mat til
vikunnar, en sjálf hafa þau ekkert
að selja.
Nú eru þau tólf í fjölskyldunni,
og á nóttinni sofa þau undir
hálmþaki. Það er kalt, og þau
liggja þétt til að halda á sér hita,
því að þau eiga ekki ullarábreiður
yfir alla. Jarðskjálftanóttina fækk-
aði þeim um tvo. Þau misstu tvö
yngstu börnin. Þau urðu undir
þakinu, þegar það hrundi, og létu
lífið samstundis.
Nú eru þau að ryðja til (
rústunum, hreinsa burtu þak-
steinana, sem þau ætla ekki að
nota aftur. Þau kvíða fyrir rigning-
unni og bíöa hjálpar. Þegar ég fer,
spyrja þau, hvort ég komi ekki
aftur.
— Því að þá verður svo miklu
snyrtilegra hérna.
29. TBL. VIKAN 35