Vikan

Tölublað

Vikan - 05.08.1976, Blaðsíða 3

Vikan - 05.08.1976, Blaðsíða 3
nafn, kallaði sig nú Ómar og kvaðst vera kokkur á Reykjaborg RE 25. Hafði hann dvalist í 5 vikur á Hótel 33 að þessu sinni og vildi gjarnan vera lengur, en félagar hans biðu eftir mat á Reykjaborginni RE 25, og því þyrfti hann að snúa aftur til kokkelsisins með „hlaöin batterí." Gamla Hótel 33, sem var höggvið í kletta forðum, hefur nú verið lagt niður af því að niður- fallið úr klósettunum þótti ekki nógu fljótvirkt, en nú hefir risið þar nýtt stórhýsi, glæsilegt að utan sem innan. Glaumur og gleði er þar ávallt í fyrirrúmi, og á hverjum degi gerast þar ný ævintýr. Ég átti því láni að fagna að dvelja á þessu glæsilega hóteli í þrjár vikur nú í sumar á vegum Sunnu, sem ennþá hellir geislum sínum yfir Mæj-orku og sparar þá ekki frekar nú en forðum. En nú hefir Sunna fengið einkarétt hér- lendis á þessari uppsprettu ork- unnar og sér um allar ferðir þangað og dvöl þar. Margir hafa reynt að líkja eftir þessu hóteli og öllu fyrirkomulagi þar, en eftir því sem ég best veit hefur það engum tekist. Reglur fyrir gesti hótelsins eru ekki margar, en samt ákveðnar. Allir gestir verða að vera minnst 18 ára og mest 33 ára. Enginn má sofa eftir kl. 9 á morgnana, nema með leyfi ræstingakvenna. Enginn má henda öðrum gestum út í laug MALLORCAI í öllum fötum eftir kl. 4 að nóttu, og enginn má henda sjálfum sér I gegnum lokaðar dyr gistiherbergja á tímabilinu kl. 5—7 að morgni. Einhverjar fleiri reglur hljóta að vera til, en ég sá þær aldrei. Reglur eru líka ekki til annars en að brjóta þær þegar enginn sér til. Sjálft hótelið er 8 hæða bygg- ing. Neösta hæðin er öll fyrir sameiginlega starfsemi gesta ásamt hluta af 1. hæð. Inngangur er á neðstu, og kemur maður þá inn I glæsilegan móttökusal og setustofu. Teppi eru þar á spegil- fögrum steingólfum og leöur- klædd húsgögn um allt til þaeg- inda fyrir gesti. Inn á milli er dreift billiardborðum og annars konar leikboröum. 'I einu útskoti mót- tökusalarins er vínstúka, sem í Frá kynningarhátíð á Hótel 55, þar sem allir fararstjórar eru saman- komnir og skemmta gestum við glaum og gleði... ís/enski fararstjðrinn ,,The crazy kid" er sýnilega að reyna að koma einhverju á framfæri. raun og veru er meira en það, því að þar eru drukkin ósköpin öll af kaffi og súkkulaði, þambað- ur dýrindis ávaxtasafi og étnar heitar pylsur, hamborgarar eða brauðsamlokur. Inn af móttöku- salnum er annar salur kallaður hljómlistarsalur sem tekur um 200 manns í sæti. Á hæðinni þarna fyrir ofan er salur fyrir borð- tennis og fleiri leiki. Fyrir neðan móttökusal er diskótek sem ávallt er opið frá kl. 10 að kvöldi til 3 að nóttu. Þar er líka matsalur gesta, sem skipt er í tvennt og er annar hluti sjálfsafgreiðslusalur, en þar sækir maður mat sinn sjálfur og matast við borð þar inni eða úti við sundlaug þar fyrir utan. Hinn hlutinn býður upp á enn glæsilegri mat og alla þjónustu. Fyrir utan matsalinn er sundlaugin staðsett, eins og áður er sagt, stór og mikil. Á bökkum hennar eru borðtennisborð, og ýmis önn- ur leiktæki. Þar er líka önnur vín- stúka fyrir þyrsta gesti. Á einum stað við laugina er komið fyrir stórum ,,grill"-ofni, þar sem mat- ur er steiktur annað slagið fyrir gesti. Hljómlistarpallur er þar einn- ig fyrir þær mörgu hljómsveitir, sem heimsækja hótelið. Herbergin eru íburðarlaus, en þægileg og hrein. Svalir eru fyrir utan en salerni og bað inni. Sími er á öllum herbergjum og hátalari tengdur hljómlistarkerfi hótelsins, sem flytur fjöruga popptónlist frá morgni til kvölds. Sem betur fer er auðvelt að loka hátalaranum, en stundum dá- lítið varhugavert, því að í honum eru lesnar upp allar tilkynningar fararstjóra hinna ýmsu hópa, sem á hótelinu dvelja. Um klukkan hálftiu á morgnana lýsa þeir því sem verður á dagsskrá dagsins, en hún er mjög fjölbreytt og breytileg dag frá degi. Hún hefst klukkan átta á morgnana úti við sundlaug með morgunleikfimi. Morgunverður er framreiddur til kl. 10. Kl. 11 fer venjulega fram einhverskonar keppni I eða við sundlaugina. Kl. 1 er borinn fram matur en síðan er hlé til kl. 6, en þá er svokallað ,,Happy hour" við barinn og veittur afsláttur þar í klukkutíma. Kl. hálftíu á sunnu- dögum er kynningarkvöld nýrra gesta. Þá er veitt kampavín og leikin fjörug lög jafnframt því að allirfararstjórar kynna sig gestum. Kl. 10 hefst svo hljómlist á diskó- tekinu og stendur til 3 að nóttu. Vínstúkan er ávallt opin til 4 32. TBL. VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.