Vikan

Tölublað

Vikan - 05.08.1976, Blaðsíða 22

Vikan - 05.08.1976, Blaðsíða 22
æöri kraftur, sem stjórnaði því, Ég tók báðar flöskurnar og hellti úr þeim í vaskinn. Það var dálítið skrítin tilfinning, þegar siðasti dropinn draup í vaskinn. Þá kom eftirsjáin, en ég ákvað aðlátaþar við sitja og re.vna að sofna. Ég átti erfitt meðþað, því að ef ég er einu sinni búinn að smakka það, drekk ég meðan ég þoli. Eftir svona þrjá sólarhringa er ég algerlega búinn af svefn- og matarle.vsi og verð að hætta, En þarna náði ég aðeins að blunda, og ég náði sæmilega góðum árangri og miklu lengri þúrrum tíma þar næst. . . Það er alveg undravert, að ég skyldi geta hætt að drekka að þessu marki, sem komið er, vegna þess að ég var orðinn svo forfallinn drykkjumaður, að ég held, að úr því að ég get stjórnað lífi minu í dag, þá geti allir menn hætt að drekka, þegar þeir finna sjálfa . sig, Það er stóri vandinn að finna sjálfan sig. Ég varð að fara að leita uppi fjórtán ára dreng, sem ekki hafði drukkið vín fyrr, og rifja upp, hvernig þessi unglingur var. Eg komst að því, að ég hafði týnt unglingnum fjórtán ára, og þegar ég lít til baka, finnst mér ansi hart að hafa týnt sjálfum mér í svona mörg ár . Ég drakk í þrjátíu og fjögur ár. . . Ég get ekki að því gert, að ég sé eftir öllum mínum bestu árum í drykkju. . . Ég sá ekkert orðið nema svartan vegg, sem ég einblíndi á. Eg sá heldur ekkert gott við annað fólk. Ég áleit alla vera mér vonda, en ég á mikið af góðum aðstandendum, börn, konu og háaldraða móður. Þetta fólk taldi ég, aðværi mér allt heldur óvelviljað, en þegar ég var búinn að kanna sjálfan mig svolítið, fann ég, að þetta fólk hafði aldrei viljað mér nema vel. . . Þegar ég uppgötvaði þetta, fór mér að ganga betur. . . Ég hef oft miðað mig við ungan mann, sem brýst inn einhvers staðar og stelur sér peningum fyrir áfengi. Hann er tekinn og hann er dæmdur. Á sínum tíma tók ég aðítnér að ala úpp börnin mín og sjá heimili mínu farborða. Ég hef oft velt því fyrir mér, hvor sé sekari — maðurinn, sem brýst inn og stelur frá óvið- komandi náunga fyrir flösku, eða ég, sem hef tekið að mér þetta hlutverk — og stel af peningum, sem ég hef að vísu aflað, en á þó alls ekki einn. Eg er ekki minni þjófur, en lögin ná ekki til mín. . . Það er eitt, sem styður mig í því að geta komið hingað; ég þarf engum að lofa neinu, heldur kem hingað algerlega af sjálfs- dáðum án • loforða. . . Árangurinn serrfég hef náð á ég samtökunum að þakka og ykkur, semhérnasitjið og hafið stutt mig til að losa mig frá þeim voða, sem áfengið var mér. Eg hef gert mér það ljóst, að áfengi gerði mér ekki neitt, heldur var það ég, sem leitaði á það. Ég get ekki sakast við áfengið. Það er til, en ég er ekki fær um að meðhöndla það á nokkurn máta, en ég vona, að með guðs hjálp og ykkar, geti ég litið björtum augum til framtíðarinnar, vegna þess að mér þykir gaman að lifa núna. . . ÞAÐ ER HÆGT AÐ VINNA SIGUR Á BAKKUSI — Komið þið blessuð. Ég heiti. . . og er kona alkóhólista. Ykkur þykir kannski skrítið, að kona alkóhólista skuli standa upp á AA — fundi, en sem betur fer er þessi deild bæði opin alkóhólistum og aðstand- endum þeirra. Mig langar til að koma svolítið inn á líf mitt við hlið alkóhólistans. Ég hef oft spurt sjálfa mig þess, hvað kona alkóhólista geti gert til að standa gegn sjúkdómnum; ekki síður nú eftir að ég þekki sjúk- dóminn þó þetta betur en ég gerði hér áður.Héráður hélt ég þetta væri bara helvítis aumingjaskapur og ræfil- dómur, þegar maðurinn minn gat ekki drukkið eitt kvöld, farið á ball, og svo væri það búið. Þetta gat hann að vísu í mörg ár. Svarið er það, að raun- verulega getum við ekkert gert, nema vona. Ég reyndi alltaf að vona, að maðurinn minn myndi opna ásér augun og sjá, hvert hann væri að fara, ekki bara með sjálfan sig, heldur einnig með konuna sína og börnin sín. . . Ég reyndi að tala um þessi mál við hann; hvað hann væri að gera fyrst og fremst sjálfum sér, þótt hann hugsaði nú ekkert um mig og börnin. Venjulega fékk ég sama svarið: Þú hefur ekkert vit á þessum málum. Þú hefur aldrei drukk- ið brennivín. . . Eitt var satt í því sem hann sagði; ég hef aldrei drukkið brennivín. Ég þóttist samt sjá, hvert stefndi, þó að hann tryði mér náttúrlega ekki. Oft spurðu börnin mig, hvar pabbi þeirra væri, þegar hann var ekki kominn heim nokkurn veginn á réttum tíma. Eg gat litlu svarað; kannski gat ég sagt þeim, að hann hefði ef til vill þurft að vinna yfirvinnu. Þó vissi ég, að ég var að ljúga að börnunum mínum. Ég var að komast á • það stig sjálf, þótt ég drykki ekki brennivín. . . Konan eða aðrir aðstandendur geta að vísu gert eitt; það er hægt að hringja á lögregluna og láta hirða alkóhólistann, og það getur dugað í tuttugu og fjóra tíma. Að . því er lítil bót, nema manneskjan er þá laus við ósköpin í tuttugu og fjóra tíma. Ég var þó það hepp- in, að minn maður var alltaf rólegur; ég þurfti ekki að hræðast hnefana á honum. Það bjargaði mér, en því miður geta ekki allar konur sagt það. Ég held það hljóti að vera alveg voðalegt fyrir mann aðvakna upp úr fylliríi og sjá konuna sína bláa og marða eftir sig. Það hlýtur að vera voðaleg martröð, og ég vorkenni inni- lega þeim manni, sem verður fyrir slíku. Ég held maðurinn minn hefði ekki getað gert okkur betra en ganga inn fyrir þennan þröskuld. . . Við sátum þrjú heima í stofu, þegar fyrstai kynningin á AA var í sjónvarpinu fyrir nokkrum árum, ég, maðurinn minn, svona vel rykaður, og sonur okkar þrettán ára. Drengurinn segir við hann: Heyrðu, pabbi minn! Helduröu að þú ættir nú ekki að fara og reyna að tala við þessa menn?. . . Nei, ég á nú ekki heima hjá þesum rónum, eins og hann sagði þá, var svarið. Ég er hrædd um, að hann hafi svolítið annað álit á AA-samtökunum nú. . . Það var erfitt, þegar sonur okkar kom heim einn góðan veðurdag og sagði: Nú er ég hættur í skól- anum. Eg spurði hann, hvernig á þvi stæði. Reyndar þurfti ég ekkert að spyrja hann, því ég vissi svarið. En ég vildi fá svarið svo pabbi hans heyrði. Það er vegna þess ég fæ ekki frið í skólanum, og ég fæ hvergi frið, því að krakkarnir erta mig með því, að pabbi minn sé fylli- bytta,, sem komi alltaf skríð- andi heim. . . Hve mörg börn hafa ekki orðið fyrir barðinu á þessu?. . . Svo kom dagurinn, þegar ég sótti manninn minn í vinnuna, og hann sagði með sínum durtshætti, sem gekk yfir þá: Ég þarf að koma við hérna í húsi! . . . Ég fór af stað og það var sagt: Keyrðu hérna, þeygðu hérna. Það var öll leiðsögnin. Við enduðum hér á planinu fyrir utan, en ekki hafði ég hugmynd um, hvað fram fór í þessu húsi. Um leið og hann fór út úr dyrunum, sagði hann: Ég þarf að fara hérna inn. Ég veit ekkert, hvað ég verð lengi, og þið verðið bara að bíða. Við bióum nokkra stund, og drengurinn var alltaf að spyrja mig, hvað pabbi sinn væri að gera þarna. Ég sagðist ekki vitað það. Allt í einu segir hann: Heyrðu mamma! Það stendur eitthvað á hurðinni, ég ætla að hlaupa og gá, hvað það er. Ég segi honum hann skuli gera það en vera fljótur. Hann var heldur fljótur að dyrunum, en þó ennþá fljótari til baka, til að segja mér: Mamma, það stendur AA á hurðinni! Ég held ég hafi aldrei séð sólina skína eins bjarta á himninum eins og andlitið á drengnum okkar þetta kvöld. .. Og eitt vissi ég up á hár; ef maðurinn minn tæki það í sig að gera eitthvað í málunum, myndi hann gera það. Ég vissi, að hann gat notað þráann til að halda sér frá brennivíninu, eins og hann beitti þráanum til að drekka þaó. Ef ég sagði einu orðinu meira annan daginn en hinn, þá var drukkið út á það. Eins og hann hefur oft sagt sjálfur; hann drakk kannski tvo til þrjá og upp í tíu daga eftir því, hvað ég rövlaði mikið. Um leið og hann kom inn úr dyrunum

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.