Vikan

Tölublað

Vikan - 05.08.1976, Blaðsíða 37

Vikan - 05.08.1976, Blaðsíða 37
Smásaga eftir SOYA UITAE Eg sat á gangstéttarveitinga- húsi með frænda mínum utan af landi. Hann var kominn til að skoða Kaupmannahöfn, og ég verð að játa það, að hún hefði ekki getað sýnt sig frá betri hlið. Hún ljómaði eins og litaspjald einhvers málarans í skærri septemberbirtunni, og þött undarlegt megi virðast voru lit- irnir ekki einungis kátir og skærir, heldur virtust þeir meira að segja valdir af einstakri alúð. Og í þúsundasta skiptið sagði ég við Guð: „Ef það eru ekki götuveitinga- hús í Himnaríki, þá vil ég ekki fara þangað!“ Nýr gestur tróðst á milli borð- anna. Hann var þannig klæddur, sem ég nefni negratísku. Það er að segja — fötin eru aðeins of ný, aðeins of smekkleg og aðeins of mikið til þess ætluð að vekja athygli. í þvi að maðurinn kom að borðinu mínu breiddist leikrænt bros yfir andlit hans. Hann breiddi út faðminn og hrópaði upp yfir sig: „Kæra skáld! — mikið er dásamlegt að rekast á þig“ Engum viðstaddra gat dulist, að þarna heilsuðust tveir alúðar- vinir. Síðan færðist alvörusvipur yfir andlist hans, og hann umlaði hálf- dapurlega: „Ertu búinn að frétta, að Bavíaninn er dáinn?“ „Þú hefur sjálfsagt rétt fyrir þér. En undantekningin sannar regluna. Og Mogens — (þetta var Mogens) — Mogens hefur fulla ástæðu til að minnast Bavíanans með bæði beiskju og hefndarfýsn. Bavianinn rak hann úr skóla, þannig að hann gat aldrei orðið stúdent." „Þá hefur hann líka átt það skilið!" „Já, og nei. Aðallega nei. Að minnsta kosti var það í mótsögn við einkunnarorð skólans, sem eru skráð stórum stöfum á fram- hlið hans. — „Non scholae, sed vitae.“.“ „Ég skil ekki grísku,“ umlaði frændi minn gramur og fullur andúðar. „Það er latína, og þýðir: „Ekki fyrir skólann, heldur fyrir lífið." Og á væntanlega að merkja það, að skólinn mennti okkur ekki til að standa okkur vel í skóla- árunum, heldur til að við komumst áfram í lífinu." Frændi minn hlýtur að hafa dregið orð mín í efa, því hann sagði reiðilega: „Það hefur komið mér að mikl- um notum að geta bæði lesið, skrifað og reiknað." „Vafalaust. Aftur á móti er ekki eins vist, að vitneskjan um það, að bardaginn um Padua var árið 1525, komi að eins mikium notum. Og það er bæði víst og satt, að skölinn gerði sitt besta til þó hann Se fullkomlega til- litslaús í skopstælingum sfnum er ekkert illt til í honum. En ég er ekki í neinum vafa um hvað kennararnir höfðu út á hann að SOtja. Það var einmitt vegna hæfi- leika hans til skopstælingar. Það var ekki sá kennari, sem hann gat ekki stælt — tóntegund, og mál- gallar, hikstar, hóstar, humm og ha. Og líkast til var enginn sá kennari, sem ekki vissi af því! Hann lék listir sínar í frímínútun- um, á leiðinni frá skólanum, meðan bekkurinn þurfti að biða eftir kennaranum, og því var það ekkert skrítið, að kennararnir hefðu einhvern tfma heyrt rödd starfsbróður síns — eða jafn' vel eigin rödd! Að vissu leyti get ég vel skilið kennarana. Versta háð sem til er, er einmitt skopstæling. Og hún er ekki einu sinni bara háð um þann, sem er skopstældur, heldur er hæðst að öllu mannkyninu. Niðurlæging homo sapiens. Eða eins og hermikrákan segir sjálf: „Þarna sérðu hvað þú ert — þú, með þina tröllatrú á „sál“ og „anda“ og „persónuleika." Þarna sérðu sjálfan þig — safn hreyf- inga og hljóða, sem leikur einn er að apa eftir — væntanlega vegna þess, að þetta er allt vélrænt eða sjálfvirkt." Já, skopstæling snertir menn- ina svo illa, aðleikkona, sem ég þekki, tók tólf veronalskammta eftir að hafa séð sjálfa sig þannig. (Sem betur fór hringdi hún um leið í lækni). Samt höfðu kennararnir á röngu að standa. Til að vera siðfágaður og lýðræðislegur yfir- burðamaður — í þess orðs bestu merkingu — þarf maður að geta tekið háði og skopstælingu, án þess að finna hjá sér hvöt til að loka munni upphafsmannsins með ofbeldi. En kennararnir voru hvork' fágaðir, lýðræðislegir né yfir- burðamenn. Þeir þóttust bara vera það, þvi ég heyrði þá aldrei ávita hann fyrir eftirhermurnar. Aftur á móti lögðu þeir hann í einelti fyrir alls konar smáatriði. Dag nokkurn átti Lamadýrið að kenna okkur. Hann kenndi frönsku, og auknefni sitt hafði hann hlotið vegna þess að hann spýtti alltaf framaní okkur, þegar hann sýndi, hvernig ætti að tala rétta frönsku. Mogens íeiddist í tímum Lamadýrsins — hann var vanur að segja, að hann vildi heldur læra frönsku i París — og þvi var hann í meiri háttar bygg- ingaframkvæmdum. Eg veit ekki, hvort hann byggði brú, göng eða effelturn, en alla vega notaði hann kennslubækur, stilabækur, mjólkurflösku og reglustriku. Því miður var náunginn, sem sat fyrir framan hann, tekinn upp. Hann stóð snöggt á fætur, og ýtti óvart við listaverkinu hans Mogens. Allt hrundi. Mjólkurflaskan datt á gólfið og brotnaði. Og eins og til að kóróna allt saman, þá gerðist þetta i timanum fyrir matarhlé, og i'laskan var full af kókói. Auðvitað var þetta gróft brot, og viðeigandi refsing að verða skotinn með fallbyssu. En Lama- dýrið hrækti útúr sér: „Farðu til rektors og tilkynntu að þú hafir hegðað þér ósiðlega!" Eg er handviss um að ef þetta hefði verið einhver okkar hinna, hefði sá hinn sami ekki verið sendur til rektors. Mogens var óstyrkur á fótun- um, þegar hann reikaði til dyra. En nú gerðist merkilegt atvik. Eg gat naumast kinkað kolli, 'áður en hann bætti við með óþekkjanlegri röddu: „HÉIÐRUÐ SE MINNING HANS!“ Röddin var skræk öldungsrödd, og var greinilega rödd skorpins manns, sem reyndi að vera við- kunnanlegur, en varð fyrir bragðið aðeins hlægilegur. Þetta var ómótstæðilegt. Eg hló bæði öviðeigandi og allt of hátt. Maðurinn brosti, þakklátur fyrir undirtektirnar, og hélt áfram inn í veitingahúsið. Frænda mínum varð fyrst að orði „Hummm", en síðan sagði hann: ' „Hvaða bavíani er dáinn?“ „(’iamli skólastjórinn okkar — Humlerod rektor andaðist i gær. Hann var kallaður Bavíaninn." Frændi minn hugsaði sig um. Svo sagði hann: „Mér l'innst þetta óviðeigandi. Bæði það að hæðast að látnum manni og svo hvernig hann sagði „Heiðruð sé minning hans.“.“ að kæfa einstæða hæfileika Mogens í fæðingu. Það er einmitt þrátt f.vrir skólann, að Mogens lifir góðu lífi af meðfæddum hæfileikum sínum." „Það finnst mér ótrúlegt, . „En samt er það satt! Mogens hafði hæfileika til eftirhermu, og því var hann rekinn. Annars get ég víst sagt þér, hvernig á því stóð —r mér finnst það að minnsta kosti smellin saga." Eg pantaði tvo bjóra i viðbót — hinir hiifðu horfið eins og dögg fyrir sólu — og sagði síðan söguna. „Mogens var óvinsæll i skólanum — það er að segja óVinsæll af kennurunum. Við hinir höfðum hreint ekkert á móti honuin. Oft heyrði ég kennara úthúða honum fyrir að vera mesti vill- ingur skólans, en það var i raun og veru afskaplega ósanngjarnt. Hann var ekkert villtari en við hinir — þvert á móti! — og N 32. TBL. VIKAN 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.