Vikan


Vikan - 03.02.1977, Blaðsíða 19

Vikan - 03.02.1977, Blaðsíða 19
SCIS þegar stytti upp — en það var ekki fyrr en eftir hádegi — sáum við ekkert til þeirra. Við gátum ekki staðið upp til að gá vegna veltings á bátnum. öldurnar voru stórar, og við áttum fullt í fangi með að halda stefni bátsins upp í öldurnar. Hinir mennimir tveir, sem höfðu bjargast með mér, voru maður að nafni Helmar, sem var farþegi eins og ég, og sjómaður, sem ég veit ekki hvað hét, lágvaxinn, þreklegur maður, sem stamaði. Okkur rak — við sultum, og eftir að vatnið var þrotið, kvöldumst við af óþolandi þorsta í samtals átta daga. Eftir annan daginn var hafið orðið kyrrt og spegilfagurt. Það er ómögulegt fyrir venjulegan lesanda að gera sér i hugarlund, hvernig þessir átta dagar v^ru. Hann hefur sem betur fer ekki kvnnst neinu þvílíku. Eftir fyrsta daginn sögðum við lítið hver við annan og !águm hver á sínum stað í bátnum og störðum á sjóndeildarhringinn, eða virtum fyrir okkur með augum, sem urðu stærri og tryllingslegri með degi hverjum, vaxandi bágindi og þrekleysi hvers annars. Sólin varð miskunnarlaus. Vatnið þraut á fjórða degi, og þá þegar vorum við farnir að hugsa undarlegar hugsan- ir og segja þær með augunum; en ég held það hafi ekki verið fyrr en sjötta daginn, að Helmar hafði orð á því, sem við höfðum allir í huga. Ég man eftir röddum okkar — þurr- um og mjóróma svo að við hölluð- um okkur hver að öðrum og spör- uðum orðin. Ég var eindregið á móti þessu, vUdi heldur, að við gerðum gat á bátinn og færumst saman á meðal hákarlanna, sem eltu okkur; en þegar Helmar sagði, að ef tillaga hans væri samþykkt, mundum við fá vatn að drekka, féllst sjómaðurinn á hana. Ég vUdi samt ekki, að varpað væri hlutkesti, og um nóttina hvíslaði sjómaðurinn hvað eftir annað að Helmari, en ég sat í stafni með vasahnífinn minn í hendinni — þó ég efist um, að ég hefði haft þrek tU að berjast. Og um morgun- inn samþykkti ég tUlögu Helmars, og við vörpuðum hlutkesti til að finna, hver verða skyldi fyrir valinu. Hlutur sjómannsins kom upp, en hann var sterkastur okkar og vildi ekki hlýða því og réðst á Helmar. Þeir flugust á og stóðu næstum upp. Ég skreið eftir bátnum tU þeirra og ætlaði að hjálpa Helmari með því að gripa um fót sjómanns- ins, en þeir hrösuðu báðir, þegar báturinn valt, og féUu á borðstokk- inn og síðan útbyrðis. Þeir sukku eins og steinar. Ég man, að ég hló að því og furðaði mig ó, að hverju ég væri að hlæja. Hláturinn kom allt í einu upp í mér, eins og hann væri utanaðkomandi. Ég lá á einni þóftunni, en ég veit ekki hve lengi, og hugsaði mér, að ef ég hefði nægilegt þrek, mundi ég drekka sjó og gera mig vitskertan, svo að ég gæti dáið fljótt. Og jafn- vel þar sem ég lá 'þarna, sá ég, án þess að ég hefði meiri áhuga en ef þetta hefði verið mynd, að skip kom í áttina til mín úti við sjóndeUd- arhringinn. Hugur minn hlýtur að hafa verið á reiki, og samt man ég greinUega allt, sem gerðist. Ég man, hvernig höfuð mitt ruggaði i takt við ölduna, og sjóndeUdar- hringurinn með skipinu fyrir ofan dansaði upp og niður. en ég man líka eins greinilega, að ég var sann- færður um, að ég væri dáinn, og hve mér fannst það gaman, að þeir skyldu nú koma aðeins of seint tU að ná mér í líkamanum. Mér virtist ég liggja endalaust með höfuðið á þóftunni og virða fyrir mér þegar dansandi skonnort- an — hún var lítið skip, tvímastrað — kom upp úr hafinu. Hún slagaði fram og aftur og fór stöðugt lengra til hliðar, því að hún sigldi beint upp í vindinn. Mér datt aldrei í hug að reyna að draga athygli skipsins Maðurinn, sem ekkert ætlaði Káetan, sem ég reyndist vera í, var lítil og fremur óvistleg. Fremur ungur maður með hörgult hár, þykkt, ljósleitt yfirskegg og lafandi neðri vör sat og hélt um úlnliðinn á mér. Andartak störðum við hvor á annan án þess að segja neitt. Hann hafði vatnsgrá augu, sem voru einkennilega tjáningarlaus. Þá kom hljóð beint að ofan, eins og járnrúmstæði væri skekið, og lágt reiðilegt urr einhvers stórs FORMÁLI Fyrsta febrúar 1887 fórst skipið LADY VAIN eftir árekstur við mannlaust skip á stað, sem er um 1 gráðu suðurbreiddar og 107 gráður vesturlengdar. Fimmta janúar 1888 — það er að segja ellefu mánuðum og fjórum dögum siðar - var frænda mínum, Edward Prendick, sem vissulega hafði farið um borðíLADYVAINíCallaoog sem talið var, aðhefði drukknað, bjargað ástað, sem er 5 gráður og 3 mínútur suðurbreiddar og 101 gráðu vesturlengdar, og var hann þá í litlum, opnum báti með ólæsilegu nafni. Báturinn var álitinn hafa tilheyrt skonnortunni IPECACUANHA, sem talin hafði verið af. Hann sagði svo furðulega sögu afsjálfum sér, aðhann varáiitinn vitskertur. Eftir það hélt hann því fram, að hann myndi ekkert frá þeim tíma, er hann yfirgaf LADY VAIN. Þetta tilfelli var rætt af sálfræðingum á þeim tima og þótti einkennilegt dæmi um minnisleysi, sem stafaði af líkamlegri og andlegri áreynslu. Eftirfarandi frásögn fann undirritaður, sem er bróðursonur og erfingi Prendicks, i skjölum hans, en það var enga ákveðna beiðni um birtingu hennar að finna. Eina eyjan, sem þekkt var á þeim slóðum, þar sem frænda mínum var bjargað, er Nobles eyja, sem er lítil, eldbrunnin eyja og óbyggð. Þangað kom breskaherskipiðH.M.S. SCORPION árið 1891. Þáfór hópur sjóliða í land, en fann ekkert kvikt nema einkennilega hvíta maura, nokkur svin og kanínur og nokkrar allsérkennilegar rottur. Engin sýnishorn voru tekin af þessum dýrum. Þess vegna er höfuðatriði þessarar sögu óstaðfest. Með það i huga virðist þó ekkert gera til, þótt þessi einkennilega saga komi fyrir almenningssjónir, eins og ég held, að föðurbróðir minn hafi ætlast til. Að minnsta kosti þetta er óvéfengjanlegt: Föðurbróðir minn hvarf á stað um 5 gráður suðurbreiddar og 105 gráður austurlengdar og kom aftur fram á sama hafsvæði eftir ellefu mánuði. Einhvern veginn hlýtur hann að hafa lifað á þessu timabili. Og svo virðist sem skonnorta, sem hér IPECACUANHA, stjornað af drykkfelldum skipstjóra, John Davis, hafi siglt frá Afríku með púmu og fleiri dýr innanborðs í janúar 1887, að skipið hafi verið vel þekkt í ýmsum höfnum i Suður-Kyrrahafi og að það hafi að lokum horfið úr þessum höfnum (með allstóran farm af kókoshnetukjörnum innanborðs), og séu örlög skipsins ókunn, eftir að það sigldi frá Banya í desember 1887, en sá tími kemur alveg heim við sögu frænda mius. CHARLES EDWARD PRENDICK að mér, og ég man ekkert greinilega eftir að ég sá skipshliðina, þangað til ég varð þess var, að ég var í lítilli káetu aftur á skipinu. Ég man mjög óljóst, að mér var lyft upp í skips- stigann, og að ég sæi stórt, rautt andlit, hulið freknum og með rauðu hári allt í kring, sem starði á mig yfir borðstokkinn. Mig rámar líka i að hafa séð dökkt andlit með sér- kennilegum augum, sem voru alveg við augu mín, cn ég hélt, að þetta væri martröð, þangað til ég sá það aftur. Mér finnst ég muna, að einhverju væri hellt milli tanna minna. Og þetta er allt og sumt. dýrs. Og um leið tók maðurinn aftur til máls. Hann endurtók spurningu sína: „Hvernig liður yður núna?” Ég held ég hafi sagt að mér liði vel. Ég gat ekki munað, hvernig ég hafði komist þangað. Hann hlýtur að hafa lesið spurninguna út úr svip mínum, því að ég gat ekki notað röddina. „Yður var bjargað úr báti — matarlausum. Nafnið á bátnum var Lady Vain, og á borðstokknum vora blóðblettir.” I sömu andrá varð mér litið á hönd mína, sem var svo mögur, að hún leit út eins og 5. TBL. VIKAN 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.