Vikan


Vikan - 03.02.1977, Blaðsíða 20

Vikan - 03.02.1977, Blaðsíða 20
óhrein skinnbudda, full af lausum beinum, og öll vist mín í bátnum stóð mér lifandi fyrir hugskots- sjónum. „Fáið yður svolítið af þessu”, sagði hann og gaf mér skammt af einhverju rauðu efni, kældu. Það var eins og blóð á bragðið og gaf mér aukinn þrótt. „Þérvoruð heppinn,” sagði hann „að yður skyldi vera bjargað af skipi, sem hafði lækni innanborðs”. Hann talaði teprulega og var allt að því smómæltur. „Hvaða skip er þetta?” sagði ég hægt með hásum rómi. „Það er lítið kaupskip frá Arica og Callao. Ég hef aldrei spurt um, hvaðan það hafi upprunalega komið Frá landi fæddra heimskingja, hugsa ég. Ég er sjálfur farþegi frá Arica. Sá heimski asni, sem á skipið — hann er lika skipstjóri og heitir Davis — hann hefur misst skírtein- ið eða eitthvað þess háttar. Þér vitið hvers konar maður hann er — kallar skipið Ipecacuanha — það er heimskulegt, bölvað nafn, en samt hagar skipið sér eftir því, þegar mikill sjór er og logn”. Hávaðinn fyrir ofan heyrðist aftur, og nú heyrðist í senn urr og mannsrödd. Siðan kom önnur rödd, sem var að segja einhverjum „blessuðum bjána” að hætta. „Þér voruð að bana kominn,” sagði maðurinn, sem ég var að tala við.,,Það mátti ekki tæpara standa. En nú hef ég gefið yður inn viss efni. Eru handleggir yðar sárir? Það er eftir sprautur. Þér hafið verið meðvitundarlaus í næstum þrjátíu klukkustundir. ” Ég hugsaði hægt. Nú truflaði það mig, að ég heyrði gjamm í allmörg- um hundum. „Er mér óhætt að borða venju- legan mat?” spurði ég. „Það er mér að þakka”, sagði hann. „Sauðakjötið er nú þegar að sjóða”. „Já”, sagði ég með sjálfstrausti; „ég gæti borðað dálítið af sauða- kjöti”. „En”, sagði hann og hikaði litið eitt, „þérvitið, að mig dauðlangar að vita, hvernig ó því stóð, að þér voruð einn í bátnum”. Mér fannst ég verða var við tortryggni í augum hans. „Þetta bölvað ýlfur.” Hann fór allt í einu út úr káet- unni, og ég heyrði hann hnakk- rífast við einhvem, sem mér virtist svara honum tómu bulli. Mér heyrðist þeir fara í handalögmál, en ég var ekki viss um, að ég hefði heyrt það rétt. Svo hastaði hann á hundana og kom aftur inn í káet- una. „Jæja?” sagði hann í dyrunum. „Þér voruð aðeins byrjaður að segja mér sögu yðar”. Ég sagði honum nafn mitt, Ed- ward Prendick, og að ég hefði lagt stund ó náttúrufræði til að losna við leiðindi hins þægilega áhyggjulausa lífs míns. Þetta virtist vekja hjó honum áhuga. „Ég hef fengist dálítið við vísindi sjálfur — ég lagði stund á líffræði við Lundúnaháskóla — að skera eggjakerfið úr ánamaðkinum og radúluna úr sniglinum og allt það. Drottinn minn! Það var fyrir tíu árum. En haldið þér áfram, haldið þér áfram — segið mér frá bátnum” Hann var bersýnilega ánægður með einlægni sögu minnar, sem ég þó sagði í stuttorðum setningum — því að ég var hræðilega máttfar- inn — og þegar henni var lokið, snéri hann sér strax aftur að umræðu um náttúrufræði og sitt eigið líffræðinám. Hann spurði mig nákvæmlega um Tottenham Court Road og Cower Street (stræti í London). „Gengur enn vel hjá Caplatzi? Það var nú meiri verslunin! ” Hann hafði auðsjáanlega verið ósköp venjulegur læknastúdent, og svo fór hann strax að tala um fjöl- leikahúsin. Hann sagði mér nokkrar skrítlur. „Sagði skilið við það allt” sagði Atíu mínútna fresti Þegar sumaráætlun stendur sem hæst Flugfélagið skipuleggur ferðir fyrir flýgur Flugfélag íslands 109 einstaklinga og hópa og býöur ýmis áætlunarferðir í viku frá Reykjavík til sérfargjöld. Hafiö þér til dæmis kynnt 11 viðkomustaða úti á landi. Þetta yður hin hagstæðu fjölskyldufargjöld? þýðir að meðaltali hefja flugvélar Flugfélags íslands sig til flugs eða Ferðaskrifstofur og umboð Flug- lenda á tíu mínútna fresti frá morgni félagsins um allt land veita yður til kvölds alla daga vikunnar. allar upplýsingar. FLUCFÉLAC /NNANLANDS ÍSLANDS FLUC Félag sem eykur kynni lands og þjóðar 20VIKAN 5. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.