Vikan


Vikan - 03.02.1977, Blaðsíða 42

Vikan - 03.02.1977, Blaðsíða 42
Litið við í Laugaskóla Mörgum leikur sjálfsagt hugur á að fræðast örlítið um heimavistarskóla, eins og þeir eru nú á tímum. Hér gefst lesendum Vikunnar færi á að kynnast einum slíkum í máli og myndum, og hér er tekið mið af sjónarhorni nemenda. Héraðsskólinn að Laugum í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu er gamalgróin mennta- og menning- arstofnun. Skólinn tók fyrst til starfa haustið 1925 og hefur upp frá þvi verið i stöðugri uppbygg- ingu. Húsakostur á staðnum er nú hinn myndarlegasti, umhverfið allt mjög vingjarnlegt, og á sumrin er starfrækt þar hótel. Aðalskólahúsið er svo til jafn gamalt skólanum sjálfum, þótt oftar en einu sinni hafi verið byggt við það. í þvi eru kennslustofur, bókasafn, matsalur, íbúðir starfs- fólks og kennara, heimavistir stúlkna o.fl. Einnig má geta þess, að þarna er elsta yfirbyggða sund- laug á landinu. Dvergasteinn nefnist annað hús í eigu skólans, en í því er smíða- salur ásamt kennaraíbúðum og heimavistum. Fjall (oftast nefnt Draugasteinn af nemendum) heitir þriðja hús skólans, o& eru í því kennslustofur, heimavistir og kenn- araíbúð. Iþróttahús skólans “tend- ur rétt við aðalhúsið og er komið á fimmtugsaldur. Það er þó ennþá notað, en nýtt og veglegt íþrótta- hús er risið skammt frá og mun væntanlega leysa það gamla af hólmi, áður en langt um líður. Á Laugum er líka húsmæðraskóli sem hefur verið starfræktur frá því um 1930. Ekki langt undan er Barnaskóli Reykdæla. Svo að vikið sé nánar að skólan- um sjálfum, þá eru þar í vetur 117 nemendur, og skiptast þeir í fjórar bekkjardeildir, þ.e. 2., 3., 4., og 5. bekk. Fimmti bekkur er nú starf- 42VIKAN 5. TBL. ræktur í annað skipti og skiptist i bóknámsdeild, uppeldisdeild og iðndeild. Skólastjóri er Sigurður Kristjánsson frá Brautarhóli í Svarfaðardal. Ég hef fengið til liðs við mig ljósmyndara úr skólanum, Gisla Stefán Karlsson, en hann stundar nám í 5. bekk, iðndeild, og er úr Kópavogi. LeggjU við fyrst leið okkar um aðalbyggingu skólans og hitti ég þar að máli formann Lauga- mannafélagsins, sem er félag nem- enda í Laugaskóla. Formaðurinn heitir Þórveig Kristín Árnadóttir frá Öndólfsstöðum í Reykjadal og stundar nám í 5. bekk, bóknáms- deild. íþróttir í hávegum hafðar — Hvað hefur þú verið lengi í skólanum? — Þetta er þriðji veturinn minn hérna. — Og þér líkar náttúrlega vel, fyrst þú ert í fimmta bekk? — Já, já, þetta er alveg ágætt, og ef maður ætlar á annað borð að halda áfram að læra skiptir ekki svo miklu máli, hvar maður lærir. — Hvernig er að vera formaður Laugamannafélagsins, og í hverju er starfið fólgið? — Þetta er ákaflega skemmtilegt starf. Ég á auðvitað fyrst og fremst að vera fyrirmynd barnanna í skól- anum. Að öðru leyti starfa ég ásamt laugamannanefnd, sem sér um ráðningu hljómsveita á skólaböll og rukkar inn félagsgjaldið, en það er 2000 kr. í vetur. Fé þetta rennur siðan til félagsstarfsins i skólanum. Nefndin heldur líka fundi annað slagið og hefur þá oftast einn eða tvo kennara i ráðum með sér. I rauninni er nefndin nokkurnskonar tengiliður nemenda við utanaðkom- andiaðila, t.d. hljómsveitir, sem ég minntist á áðan, og ljósmyndara, sem kemur á hverju ári til þess að útbúa skólaspjöld með myndum af nemendum. — Hverjir eru helstu þættir félagslífsins? — Við höfum bíó einu sinni í viku, á fimmtudagskvöldum, og ágóðinn af þeim rennur í svonefnd- an íþróttasjóð en sá sjóður stendur undir kostnaði keppnisferða á veg- um skólans. íþróttanefnd sér um allt í sambandi við þær. Annað hvert ár förum við til Akureyrar og keppum þar í ýmsum íþróttagrein- um, en þess á milli koma akureyr- ingar hingað til okkar. Á svipaðan hátt höfum við regíulega samband við Héraðsskólann að Reykjum i Hrútafirði, og þá keppum við einnig við húsvíkinga. — Iþróttir eru mjög í hávegum hafðar hér í skólanum. Það eru haldnar mjög spennandi íþrótta- keppnir milli bekkja, og sigur- vegarar fá þá farandbikara og styttur. Þetta er oftast mjög skemmtilegt. Flest kvöld vikunnar eru æfðar íþróttir í iþróttahúsinu með aðstoð kennara. Böll eru yfirleitt hálfsmánaðarlega og þá ýmist diskótek eða hljómsveitir. Þá eru líka starfandi skemmtinefnd, leiklistamefnd, taflnefnd og tón- lisltamefnd, og sjá þær um þá þætti félagslifsins. Til dæmis hafa verið mjög skemmtilegar tónlistarkynn- ingar, þar sem kynnt hefur verið ýmis konar tónlist. Mesti viðburður félagslífsins er svo liklega árs- hátíðin, sem er haldin seint að vetrinum, og sjá nemendur þá um margs konar skemmtiatriði. — Þurfa nemendur að lúta ströngum reglum hér í skólanum? — Ég held, að reglumar hér séu ekkert strangari en i öðmm skólum, en það er að sjáifsögðu ætlast til þess að nemendur hlýði þeim í einu og öllu. Sem dæmi má nefna, að skólanum er lokað klukkan hálf- tíu á kvöldin, og er einstökum nem- endum falin sú ábyrgð að læsa. Klukkan ellefu er svo gengið á her- bergin, en þá eiga nemendur að vera háttaðir og búnir að slökkva ljósin. Gísli ljósmyndari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.