Vikan


Vikan - 03.02.1977, Síða 42

Vikan - 03.02.1977, Síða 42
Litið við í Laugaskóla Mörgum leikur sjálfsagt hugur á að fræðast örlítið um heimavistarskóla, eins og þeir eru nú á tímum. Hér gefst lesendum Vikunnar færi á að kynnast einum slíkum í máli og myndum, og hér er tekið mið af sjónarhorni nemenda. Héraðsskólinn að Laugum í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu er gamalgróin mennta- og menning- arstofnun. Skólinn tók fyrst til starfa haustið 1925 og hefur upp frá þvi verið i stöðugri uppbygg- ingu. Húsakostur á staðnum er nú hinn myndarlegasti, umhverfið allt mjög vingjarnlegt, og á sumrin er starfrækt þar hótel. Aðalskólahúsið er svo til jafn gamalt skólanum sjálfum, þótt oftar en einu sinni hafi verið byggt við það. í þvi eru kennslustofur, bókasafn, matsalur, íbúðir starfs- fólks og kennara, heimavistir stúlkna o.fl. Einnig má geta þess, að þarna er elsta yfirbyggða sund- laug á landinu. Dvergasteinn nefnist annað hús í eigu skólans, en í því er smíða- salur ásamt kennaraíbúðum og heimavistum. Fjall (oftast nefnt Draugasteinn af nemendum) heitir þriðja hús skólans, o& eru í því kennslustofur, heimavistir og kenn- araíbúð. Iþróttahús skólans “tend- ur rétt við aðalhúsið og er komið á fimmtugsaldur. Það er þó ennþá notað, en nýtt og veglegt íþrótta- hús er risið skammt frá og mun væntanlega leysa það gamla af hólmi, áður en langt um líður. Á Laugum er líka húsmæðraskóli sem hefur verið starfræktur frá því um 1930. Ekki langt undan er Barnaskóli Reykdæla. Svo að vikið sé nánar að skólan- um sjálfum, þá eru þar í vetur 117 nemendur, og skiptast þeir í fjórar bekkjardeildir, þ.e. 2., 3., 4., og 5. bekk. Fimmti bekkur er nú starf- 42VIKAN 5. TBL. ræktur í annað skipti og skiptist i bóknámsdeild, uppeldisdeild og iðndeild. Skólastjóri er Sigurður Kristjánsson frá Brautarhóli í Svarfaðardal. Ég hef fengið til liðs við mig ljósmyndara úr skólanum, Gisla Stefán Karlsson, en hann stundar nám í 5. bekk, iðndeild, og er úr Kópavogi. LeggjU við fyrst leið okkar um aðalbyggingu skólans og hitti ég þar að máli formann Lauga- mannafélagsins, sem er félag nem- enda í Laugaskóla. Formaðurinn heitir Þórveig Kristín Árnadóttir frá Öndólfsstöðum í Reykjadal og stundar nám í 5. bekk, bóknáms- deild. íþróttir í hávegum hafðar — Hvað hefur þú verið lengi í skólanum? — Þetta er þriðji veturinn minn hérna. — Og þér líkar náttúrlega vel, fyrst þú ert í fimmta bekk? — Já, já, þetta er alveg ágætt, og ef maður ætlar á annað borð að halda áfram að læra skiptir ekki svo miklu máli, hvar maður lærir. — Hvernig er að vera formaður Laugamannafélagsins, og í hverju er starfið fólgið? — Þetta er ákaflega skemmtilegt starf. Ég á auðvitað fyrst og fremst að vera fyrirmynd barnanna í skól- anum. Að öðru leyti starfa ég ásamt laugamannanefnd, sem sér um ráðningu hljómsveita á skólaböll og rukkar inn félagsgjaldið, en það er 2000 kr. í vetur. Fé þetta rennur siðan til félagsstarfsins i skólanum. Nefndin heldur líka fundi annað slagið og hefur þá oftast einn eða tvo kennara i ráðum með sér. I rauninni er nefndin nokkurnskonar tengiliður nemenda við utanaðkom- andiaðila, t.d. hljómsveitir, sem ég minntist á áðan, og ljósmyndara, sem kemur á hverju ári til þess að útbúa skólaspjöld með myndum af nemendum. — Hverjir eru helstu þættir félagslífsins? — Við höfum bíó einu sinni í viku, á fimmtudagskvöldum, og ágóðinn af þeim rennur í svonefnd- an íþróttasjóð en sá sjóður stendur undir kostnaði keppnisferða á veg- um skólans. íþróttanefnd sér um allt í sambandi við þær. Annað hvert ár förum við til Akureyrar og keppum þar í ýmsum íþróttagrein- um, en þess á milli koma akureyr- ingar hingað til okkar. Á svipaðan hátt höfum við regíulega samband við Héraðsskólann að Reykjum i Hrútafirði, og þá keppum við einnig við húsvíkinga. — Iþróttir eru mjög í hávegum hafðar hér í skólanum. Það eru haldnar mjög spennandi íþrótta- keppnir milli bekkja, og sigur- vegarar fá þá farandbikara og styttur. Þetta er oftast mjög skemmtilegt. Flest kvöld vikunnar eru æfðar íþróttir í iþróttahúsinu með aðstoð kennara. Böll eru yfirleitt hálfsmánaðarlega og þá ýmist diskótek eða hljómsveitir. Þá eru líka starfandi skemmtinefnd, leiklistamefnd, taflnefnd og tón- lisltamefnd, og sjá þær um þá þætti félagslifsins. Til dæmis hafa verið mjög skemmtilegar tónlistarkynn- ingar, þar sem kynnt hefur verið ýmis konar tónlist. Mesti viðburður félagslífsins er svo liklega árs- hátíðin, sem er haldin seint að vetrinum, og sjá nemendur þá um margs konar skemmtiatriði. — Þurfa nemendur að lúta ströngum reglum hér í skólanum? — Ég held, að reglumar hér séu ekkert strangari en i öðmm skólum, en það er að sjáifsögðu ætlast til þess að nemendur hlýði þeim í einu og öllu. Sem dæmi má nefna, að skólanum er lokað klukkan hálf- tíu á kvöldin, og er einstökum nem- endum falin sú ábyrgð að læsa. Klukkan ellefu er svo gengið á her- bergin, en þá eiga nemendur að vera háttaðir og búnir að slökkva ljósin. Gísli ljósmyndari.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.