Vikan


Vikan - 24.02.1977, Blaðsíða 16

Vikan - 24.02.1977, Blaðsíða 16
með því að ganga í Háskóla Islands, og þar lærði hann allt um sín áhugamál, sem auðvitað voru viðskipti, svo hann lærði þar við- skiptafræði og lauk þar námi ,,með láði,” eins og sagt er í ævintýr- unum, og svo flýtti hann sér með prófið í vasanum beint á skrifstof- una, þar sem beið hans stór pöntun af tertubotnum og fleira frá Silla og Valda. Byggði grunninn með steiktum lauk — Er það rétt hjá mér, Herluf, að þú hafir hafið þinn viðskiptaferil á tertubotnum, og að Silli og Valdi hafi skotið þar botninum undir þig?, spurði ég Herluf Clausen Jr. sakleysislega, þar sem ég sat með kaffibolla í antíkstól heima hjá honum fyrir skömmu. — Það er nú ekki alveg dagsatt, þó að botnarnir hafi að sjálfsögðu haft mikið að segja. Þeir virkuðu fremur líkt og eldflaug undir botn- inn, sem ég var að vísu búinn að byggja áður með steiktum lauk, svaraði hann brosandi. — Varstu búinn að byggja botn- inn með steiktum lauk? Hvernig fórstu að þvi? — Jú sjáðu, ég var eiginlega með hvitu húfuna á hausnum, þegar ég gerði mína fyrstu pöntun af steiktum lauk frá Danmörku. Fyrst var það aðeins litið magn i neyt- endaumbúðum, en jókst svo fljót- lega. Svo komst ég inná stærri markað, þegar ég fór að panta lauk i stærri umbúðum fyrir starfandi fyrirtæki hérna í bænum.... — Varstu með hvítu húfuna á hausnum..? — Já, stúdentshúfuna, sko. Ég tók próf úr M.R. vorið 1964, en innritaðist svo i viðskiptadeild Há- skólans haustið eftir. Nú, ég var aðallega með þennan lauk, sem var þá nýr á markaðnum hér, en líkaði prýðilega. Það var mjög mikil sala i þessu hjá pylsusölum, sem aug- lýstu svo auðvitað jafnframl laukinn út um borg og bý, þann- ig að það hafði líka í för með sér stóraukna sölu í verslanir. Það var svo nokkru síðar, sem ég gerði mína fyrstu pöntun á tertubotnum, smákökum og öðru bakkelsi, sem líka var alveg nýtt hér á markaðn- um — og þá varð allt hreint kolvitlaust! — Að hvaða leyti? Spretthlaup milli skrifstofunnar og skólans — Til að byrja með, þá reyndist mér gersamlega ómögulegt að metta markaðinn, þvi salan varð strax svo gífurleg. Allar húsmæður virtust þarna hafa fundið einmitt það, sem þær höfðu beðið eftir og rifu þetta jafnharðan út, svo að ég hafði alls ekki við að panta. Nú, og í öðru lagi létu vandlætingamennirn- ir ekki á sér standa, og þetta var síðan ávallt tekið sem dæmi um ónauðsynlegan innflutning, og ég fékk fljótlega nafnið: „Tertubotna- prinsinn.” Auðvitað sá ég, að þetta var hagkvæmasta auglýsingin, sem ég átti völ ó, og allsendis ókeypis. Og þá var ekki um annað að ræða en að halda kjafti og láta málin hafa sinn gang. Svo hafði ég líka nóg annað að gera, því ég þurfti að stunda spretthlaup milli skrifstof- unnar og skólans og ekki viðlit að sinna öðru, eins og á stóð. — Þetta hefur verið 1966 eða fyrir um 11 árum. Hvert seldirðu aðal- lega þessar innfluttu kökur þá? — Silli og Valdi keyptu þær aðallega. Þeir byrjuðu söluna og héldu henni ávallt áfram, en svo bættust aðrir smám saman í hóp- inn, og ég sendi þetta út um allt land. Sjólfur fór ég í söluferðir, þegar tími vannst til, og ferðast um landið þvert og endilangt. Það var nú meira púlið — og þurfa að stunda skólann jafnframt. — Datt þér aldrei í hug að hætta við skólann og fara bara strax út í viðskiptin? — Auðvitað flaug mér það í hug, og ég verð að segja, að freistingin var mikil. En þrjóskan og þráinn komu sem betur fer í veg fyrir það. — Og sérðu nokkuð eftir þvi í dag? — Nei, það get ég alveg sagt þér, að ég geri ekki. Enda var nú ekki allt fengið með steiktum lauk og tertubotnum. Það hefur nú ýmis- legt á dagana drifið síðan, þó ekki sé langt um liðið. En ekki vil ég samt ráðleggja þeim, sem stunda nám, að fara út í viðskipti jafn- framt. Þó það gefi eittþvað í aðra hönd, þó borgar það sig ekki, því áhyggjurnar spilla fyrir náminu, jafnvel þótt maður finni ekki fyrir því sjálfur í bili. ' — En hafðirðu þó nokkrar áhyggjur, þegar verslunin gekk svona vel? — Blessaður góði. Það er alltaf nóg af þeim að hafa. Kannski ekki síst þegar vel gengur. Þá eru áhyggjur út af því, hvort pöntun kemur á réttum tíma, hvort þú fáir nóg til að fylla upp í allar pantanir og dittin og dattin.... — Þú hefur sem sagt fengið þína eldskírn, áður en þú varst tilbúinn. Þetta var eins- konar þjófstart — Það má segja það. En þegar á allt er litið, svona eftir á, þá gerði þetta mér bara gott. Ég þurfti ekki að hafa áhyggjur af því, hvað ég ætti að gera, þegar ég hafði tekið viðskiptafræðiprófið, eins og svo margir aðrir, því ég hafði þó þegar komið undir mig fótum, ef svo má „Þessi grind verður tóm i kvöld,” læddi Herluf út úr sér, þegar myndin var tekin. segja. En þetta var bara einskonar þjófstart hjá mér. Það voru svo settar hömlur á þennan innflutning, og þó ég fengi að vísu minn ókveðna kvóta, þá sá ég, að ég yrði að hafa eitthvað annað og meira en tertu- botna i framtíðinni. - Og....? — Ég fór smátt og smátt og bæta öðru við, svona rétt til að prófa markaðinn. Mér lá ekki beint á, því að hitt gekk ágætlega áfram, og þannig hafði ég nokkuð góðan tíma til að þreifa mig áfram. Upphaflega fór ég því að prófa ýmsan glysvarn- ing, aðallega fyrir kvenfólk. Og það gekk bara ágætlega, enda hefi ég haldið því áfram siðan — með öðru, auðvitað. — öðru hverju? — Ég fór að flytja inn antikhús- gögn, aðallega frá Danmörku, og setti á fót verslunina Kjörgripir, ó neðstu hæð í Bröttugötu 3 B. Þar hafði ég upphaflega byrjað með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.