Vikan


Vikan - 24.02.1977, Blaðsíða 20

Vikan - 24.02.1977, Blaðsíða 20
upp tíu ára gamlar minningar um „Grimmdarverk Moreaus.” Þessi orð svifu mér fyrir hugskotsjónum augnablik, og síðan sá ég þau rituð með rauðu letri á lítinn gulan bækling, og við lestur þeirra fór um mann hrollur og skjálfti. Svo mundi ég allt greinilega um þetta mál. Ég sá aftur fyrir mér þennan löngu gleymda bækling og nú óþægilega skýrt. Þá hafði ég verið unglingur, og ég geri ráð fyrir, að Moreau hafi nú verið um fimmtugt, hann var ágætur og meistaralegur lifeðlis- fræðingur og vel þekktur meðal visindamanna fyrir óvenjulegt imyndunarafl og ruddalega hlut- lægni i umræðum. Var þetta þessi sami Moreau? Hann hafði birt nokkrar mjög furðulegar staðreyndir í sambandi við blóðgjafir, og auk þess var vitað, að hann hafði með höndum mikilsverðar rannsóknir á sjúkleg- um vexti. Svo var ferli hans skyndilega lokið. Hann var að fara frá Englandi. Blaðamaður einn fékk aðgang að tilraunastofu hans með þvi að ráða sig þangað sem að- stoðarmaður, en tilgangur hans var sá að ljóstra upp um mikilvæg leyndarmál, og af hræðilegri til- viljun — ef það var þá tilviljun — varð hinn hryllilegi bæklingur hans viðkunnur. Daginn, sem hann var birtur slapp úr húsi Moreaus hund- ur, sem var fleginn og á annan hátt limlestur. Þetta var á þeim árstima, þegar dagblöðin birta almennar rökræður vegna skorts á fréttum, og þekktur ritstjóri, sem var frændi áðurnefnds aðstoðarmanns, skirskotaði til sam- visku þjóðarinnar. Það var ekki í fyrsta sinn, sem samviskan hefur snúist gegn rannsóknaraðferðum. Læknirinn var einfaldlega hrópaður út úr landinu. Ef til vill átti hann það skilið, en samt finnst mér hálfvolgur stuðningur samstarfs- manna hans og það, að stór hópur vísindamanna sneri við honum bak- inu til skammar. Þó voru sumar tilrauna hans, að því er blaðamað- EYJfi DR.MOREfíUS SAMAX hillu- samstæöan i kom'm & aftur, P Sp gjg U - | ff veistUf jpT PJ- húner 1^^ ^^^^^ít^^^^skemmtttegri. Ekki bara hillur, Uka skúffur, skápar, skrifborð og p/ötuskápur. Hlutir sem þú raóar eftír þiiu höfði. Komdu og skoðaðu. Einnig fjölbreytt úrval af skrifborðum, skattholum, svefnbekkjum og svefnsófum. Kaupið femingargjöfma tánanlega. Verðið hjá okkur er mjög hagstætt. Húsgagnaverslun Reykjavíkur hi Jr Brautarholti 2 • Slmar: 1-19-40 & 1-26-91 urinn sagði, óþarflega grimmilegar. Ef til vill hefði hann getað keypt sér frið í þjóðfélaginu með þvi að hætta rannsóknum sínum, en að því er virðist mat hann rannsóknirnar meira, eins og flestir þeir mundu gera, sem hinir máttugu töfrar rannsókna hafa einu sinni náð tökum á. Hann var ókvæntur og hafði sem sé aðeins sinna eigin hagsmuna að gæta. Ég þóttist sannfærður um, að þetta hlyti að vera sami maðurinn. Allt benti til þess. Mér varð ljóst, hvaða örlög biðu púmunnar og hinna dýranna, sem höfðu nú verið flutt ásamt öðrum farangri inn i garðinn bak við húsið og einkenni- leg, dauf lykt af einhverju þekktu efni, lykt, sem hafði fram að þessu verið neðarlega i vitund minni, kom aftur uppí huge mínum. Það varsótt- hreinsunarlykt skurðstofunnar. Ég heyrði púmuna urra hinum megin við vegginn, og einn af hundunum gelti eins og hann hefði verið laminn. Þó var vissulega ekkert svo hræðilegt í kvikskurði, einkum í augum annars vísindamanns, að það gæti verið skýringin á þessari leynd. Og nú tók hugur minn viðbragð og ég sá aftur skýrt fyrir mér oddhvöss eyrun og glóandi augun í þjóni Montgomerys. Ég starði beint út á grænt hafið, sem freyddi undan vaxandi golu, og lét þessar og aðrar undarlegar minn- ingar undanfarinna daga líða um hugann. Hver var tilgangurinn? Lokaður garður á eyðieyju, illræmdur kvik- skurðarmaður og þessir afmynduðu krypplingar?... Öp púmunnar Montgomery hreif mig upp úr þeirri flækju af leyndardómum og tortryggni, sem hugsanir mínar voru komnar í, og hinn afkáralegi þjónn hans kom á eftir honum með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.