Vikan


Vikan - 24.02.1977, Blaðsíða 38

Vikan - 24.02.1977, Blaðsíða 38
STJÖRMJSm llrúlurinn 21. mars 20. april Vmlirt 2l.april 2l.mai Yfir þér er nú deyfð og drungi, sem þér er bráðnauðsynlegt að hrista af þér. Taktu þér tak, hafðu sam- band við gamla kunningja, þú munt hafa erindi sem erfiði. Krahhinn 22.júní 2.Vjúlí Næsta vika verður eftirminnileg, ef þú heldur rétt á málum. Gakktu óhikað að verkefnum þínum, þú munt uppskera, sem þú hefur til sáð. Bjart framundan. LjóniA 24.júlí 2 l.áCúsl Þú hefur orðið fyrir nokkrum vonbrigð- um nýlega, en láttu það ekki draga úr þér allan kjark. Ö1 él birtir upp um síðir, og nú virðist einmitt ætla að rofa til. Næsta vika verður ef til vill nokk- uð tilbreytingarlaus, hvorki leiðinleg né heldur sérlega skemmtileg. Þú ætt- ir að hafa hægt um þig í nokkra daga. Þú ert óþolinmóður og bráðlátur, enda talsvert í húfi. En reyndu að slaka á, það virðast einmitt líkur á, að nú fari að rætast verulega úr þínum málum. Þú hefur vanrækt vini þína og raunar sjálfan þig um leið. Nú virðist rétti tím- inn til að bæta úr því. Þú færð skemmtilegar fréttir áður en langt um SporAdrckinn 2-l.okl. I?3.nóv, Þú hefur ýms áform á prjónunum, og ef þá rasar ekki um ráð fram, eru allar líkur á, að áform þín heppnist. Ráðfærðu þig samt ekki við of marga, frekar fáa hollvini. Þú verður mjög upp- tekinn næstu viku bæði á vinnustað og heima fyrir. Þú ættir að gæta þín að of- reynaþigekki. Helg- in er upplögð til upp- lyftingar. BogmuAtirinn 24.nói. 21.óc*. Vonir þínar rætast á allt annan hátt en þú hafðir gert ráð ' fyrir. Þér bjóðast við- skipti, sem þú skalt fara varlega í, en þá gætu þau hæglega orðið þér til farsæld ar. Slcingcilin 22.des. 20.jan. Vikan framundan verður þægileg í alla staði. Þú kemur í framkvæmd verk- efni, sem lengi hefur verið að fwælast fyr- ir þér. Líkur eru á mjög skemmtilegri helgi. Valnsbcrinn 2l.jan. IQ.fcbr. Vegna misskilnings lendirðu í litiife hátt- ar vandræðum, en áður en vikan er á enda, verður mis- skilningurinn leið- réttur, og brátt leys- ist einnig úr vand- ræðunum. Fi»karnir 20.fcbr. 20.mar» Bölsýni og slæmt skap setja svip sinn á næstu viku. Reyndu að hamla gegn þessu, bölsýni þín er meiri en á- stæða er til, og innan tíðar birtir verulega til hjá þér. áfellst hann fyrir að verða ást- fanginn af Noni Jarvis. Hún var dóttir ekkjumanns, sem var nýkom- inn til Möltu, og hún var sannkölluð draumaprinsessa. Nú voru þau sjálfsagt gift, og sú tilhugsun var nær óbærileg. Ég var með hellur fyrir eyrum, þegar ég sá flugbrautina koma á móti okkur. Þó að ég hefði flogið ótal sinnum, þá fór lending alltaf illa í mig, en í dag var mér næstum sama. Ég gat ekki um annað hugsað en þetta bréf, sem ég hélt á. En svo fór ég að hugsa um annað bréf skrifað af lögfræðingi föður míns í Valletta fyrir rúmri viku. Aumingja hr. Callus! Hann hafði sent skeyti, hringt, en loksins skrifað þetta bréf. Ég hafði hins vegar fyrst fengið það í gær. Mér fannst þó lengra síðan. Ég hafði verið í heimsókn hjá vinum mínum í Bath, og það var enginn í litlu íbúðinni minni í London til þess að svara í síma eða senda póstinn áfram. Faðir minn hafði því verið látinn í nokkurn tima, án þess að ég vissi af. Hann átti það inni hjá mér, að ég kæmist að því, hvemig dauða hans hafði borið að höndum. Var það drukknun, slys, eins og skýrt hafði verið frá? Ég gat ekki trúað því. Hann hafði verið árum saman í sjóhernum, og síðan hann settist í helgan stein hafði hann siglt alls konar bátum, sem hann átti, og nú síðast einmastra skútu, tuttugu og fjögur fet á lengd, sem hann nefndi Francine í höfuðið á móður minni. Hr. Callus og Michael virtust báðir sannfærðir um, að ég ætti ekkert erindi til Möltu, en ég gat ómögulega verið áfram í London. Kannski var þetta vonlaust flan hjá mér, en ég vildi samt ekki trúa því. Xaghra, þar sem faðir minn hafði keypt hús, var á Gozo, en þangað hafði Michael flutt aðeins viku áður en hann sleit trúlofun okkar. Ég hafði aldrei heimsótt hann þangað, en é„ hafði frétt, að hann bærist mikið á. Og því ekki það? Fyrir utan að vera jarðfræðingur og rannsaka eyjarnar, en þar er mikið af dleingervingum, þá skrifaði hann óvenju spennandi og vinsælar skáldsögur undir dulnefninu Mike Villiers. Ég leit á bréfið, sem ég var enn með í hendinni. Faðir minn dáinn. Það var hryllilegt að missa hann svona fyrirvaralaust. Ég hafði það á tilfinningunni, að það væri eitthvað einkennilegt varðandi þessa drukknun. Mér datt ekki í hug að selja bóndabýlið, án þess að sjá það fyrst. Faðir minn hafði áreiðanlega ætlað að sýna mér það þegar hann hefði lokið við endurbygginguna. Mig langaði að sjá, hverju hann hafði fengið áorkað. „Get ég eitthvað hjálpað yður?” var allt í einu sagt. Flugfreyjan hallaði sér að mér, og það var hluttekning í svip hennar, tilfinning sem fólk í þessari stétt sýnir sjaldan i starfi og allra síst gagnvart kcmum. „Fyrirgefið þér,” sagði ég, „ég var eitthvað annars hugar.” Hún brosti til mín, og ég lét bréf Michaels i tösku mína, en setti síðan upp sólgleraugun. Mér fannst ég ekki eins óvarin svona falin ó bak við dökkt glerið. Vélin hafði þegar staðnæmst. Ég var sú siðasta, sem gekk út í steikjandi hitann og einnig síðust inn í flugstöðvarbygginguna. Er þangað kom, sá ég lágvaxinn, þybbinn mann, sem hafði staðið við glerdyrnar, ganga burtu. Svo kom hann aftur og horfði rannsakandi í mig. Hann var með mikinn brjóst- kassa, dökkhærður og dökkeygur, lýsing, sem ó raunar við flestalla karlmenn ó Möltu. í augnaráði hans var greinilegur ákafi, en ég var viss um, að ég hafði aldrei séð hann áður. Sem snöggvast horfðumst við í augu, en svo snérist hann á hæli og hvarf í fjöldann. Ég hristi af mér ónotakenndina. Þetta hlaut að vera misskilningur, þessi maður þekkti mig áreiðanlega ekki. Ég hafði sofið illa nóttina óður. Hugmyndaflugið var einum of laus- beislað, og ég var öll í uppnámi. Ég hafið enga ástæðu til þess að ætla, að þessi bláókunni maður bæri kennsl á mig. Er formsatriðin voru yfirstaðin, fór ég út, en þar var hópur af fólki að taka á móti vinum sínum eða veifandi í leigubila. Ég var einmana og afskipt, enda var ég hvorki íbúi þarna á eyjunni né ferðamaður. Ég ætlaði að fara til Marfa Quay og taka þaðan ferjuna yfir til Gozo. Ég byrjaði að veifa í leigubíl, en svo só ég allt í einu sportmódel af MG gerð, sem ók ó brott jafnskjótt og farþeginn hafði lokað hurðinni. Ég sá glampa á króm og gler og hvítt lakk, en svo var hann horfinn. Þó tókst mér að þekkja aftur bæði bílstjóra og farþega. Farþeginn, sem hafði stigið upp í bifreiðina, var þybbni náunginn, sá er virtist hafa veitt mér sérstaklega athygli við komuna. En Noni Jarvis ók bílnum. Ég var svo miður mín, að það var engu líkara en að ég hefði fengið högg í andlitið. Það hefði ekki átt að fá svona mikið á mig að sjá stúlkuna, sem hafði tekið Michael fró mér, en ég hataði hana enn. „Á ég að hringja ó bíl fyrir þig eða skutla þér eitthvert?” var sagt fyrir aftan mig. 38 VIKAN 8. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.