Vikan - 17.03.1977, Qupperneq 2
Vikan
11. tbl. 39. árg. 17. mars 1977
Verð kr. 350
GREINAR:
6 Grein um exem eftir Lasse
Hessel lækni..
7 Grein um psoriasis eftir Lasse
Hessel lækni.
36 Leikur að læra. Heimsókn í
Leiklistarskóla rikisins.
I heimsborginni
VIÐTÖL:___________________
12 Far vel, Bakkus. Opinskátt
viðtal við Tómas Agnar Tóm-
asson, Hilmar Helgason og
Hrafn Pálsson um vandamál
ofdrykkju og lækningar við
henni.
SÖGUR:
18 Eyja dr. Moreaus. 7. hluti
framhaldssögu eftir H. G.
Wells.
40 Hættulegur grunur. 4. hluti framhaldssögu eftir Zoe Cass.
46 Seint fymast fomar ástir. Smásaga eftir Barbro Johan- son.
FASTIR ÞÆTTIR:
2 Blái fuglinn.
9 1 næstu Viku.
10 Póstur.
23 Heilabrot Vikunnar.
25 My ndasögublaðið.
35 Tækni fyrir alla.
42 Stjömuspá.
44 Hadda fer í búðir.
45 Mig dreymdi.
48 í eldhúskróknum.
49 Poppfræðiritið: Dr. Hook.
52 Eldhús Vikunnar: Verðlaunað- ir eggjaréttir.
ÝMISLEGT:
39 Úrslit í sölukeppni.
54 Á prjónunum.
vélina. Einn farþeginn hafði beðiö
í 4 klukkustundir eftir flugi til
London, sem seinkað hafði vegna
þoku. Einn af okkar ágætu þing-
mönnum hafði tapað töskunni
sinni, en lét slíka smámuni ekkert
á sig fá, brosti bara þingmanns-
brosinu og beið rólegur. Sjálfsagt
vanur að fást við erfiðari mál en
töskutap.
Nú var okkur tilkynnt, að ekki yrði
'logið að sinni vegna þokunnar.
Leitað og þuklað
Þinghúsið
Margir eru þeir íslendingar, sem leggja leið sína til
London, vegna viðskipta, sér til skemmtunar eða af
öðrum ástæðum. Og London er einstaklega vel kjörin
borg til að heimsækja. Hún býður upp á geysifjölbreytt
lista- og skemmtanalíf. Næstum öruggt er, að þar getum
við fengið að sjá og heyra bestu listamenn heimsins.
Borgin býður upp á fjölmarga þekkta staði úr heimssög-
unni, og síðast en ekki síst er verðlag lágt. - Ég var svo
heppin að fá tækifæri til að fara til London fyrir skömmu,
reyndar í alltof stuttan tíma, en hafði þó mikla gleði af
ferðinni. — Þessi grein er ekki nein fræðslugrein, heldur
aðeins skrifuð ykkur til gamans. vona ég.
Vöknuðum eldsnemma og ég
með fiöring í maganum, er alltaf
„nervös" að fljúga, veit ekki af
hverju, því mér finnst það samt
gaman, svona innst inni. Eftir að
hafa kvatt börnin og lagt þeim
lífsreglurnar, passa þetta og hitt
og gera nú ekkert, sem ekki má
o.s.frv., lögðum við af stað. Það
var myrkur og úrhellis rigning á
leiðinni til Keflavíkur. Fékk mér
einn gin og tonic á barnum í
Fríhöfninni og það lagaði fljót-
lega þennan árans fiðring í mag-
anum á mér.
Síðan var haldið út í vélina
GULLFAXA, þar sem brosandi og
alúðlegar flugfreyjur tóku á móti
okkur. Eftirstutta stund var haldiö
af stað, þægilega og öruggt.
Flugfreyjurnar hófust nú handa að
færa okkur matarbakka og kaffið,
og áður en við vissum af vorum
við lent í Glasgow, þar sem viö
þurftum að skipta yfir í breska vél.
Dama sér um dömu og herra um
herrana. Kannski færi betur á því
að hafa þetta þveröfugt. Alla vega
varð einum farþeganum að orði
við „þuklstúlkuna," hvort hann
ætti ekki að leysa hana af í
starfinu. Hún brosti ekki einu
sinni, sinnti sínu starfi og ekkert
rugl.
Síðan var sest og slappað af, og
allir biðu nú eftir að kallaö væri út í
í Glasgow biðum við í um eina
klukkustund, þá var kallað út og
leitað í handtöskum, og ég
skammaðist mín pínulítið, þegar
sá skoski leit í mína, því þar var allt
á rúi og stúi, lítil regla á hlutunum
þar. Á eftir töskuleit hófst þuklun.