Vikan


Vikan - 17.03.1977, Side 5

Vikan - 17.03.1977, Side 5
vín eða kampavín með matn- um og kaffi, líkjör eða koníak á eftir. Svo er upplagt að bjóða henni enn einn drykk á eftir, og þó hún segi kannski nei takk, þá... Mótstaðan er sem sé í lágmarki daginn eftir, og hún bara sam- þykkir." En hvernig ég komst í gegnum þennan dag, þrammandi um götur Lundúnarborgar, það veit Óðinn, en ekki ég. Úr leikritinu The Circ/e eftir Somerset Maugham. am. Leikritið fjallar um hinn svo- kallaða eilífðar þríhyrning. Fín- legum höndum fer skáldið um ástina, og spurningin er, hvort ástin sé þess virði, að öllu sé fórnað fyrir hana, sjálfsvirðingu, fjölskyldu og jafnvel eigin af- kvæmi. Þeirri spurningu hlýtur Hvers virði er ástin? Við fórum líka í leikhús og sáum The Circle eftir Somerset Mough- hver leikhúsgestur, sem sér þetta leikrit, að svara innra með sér. Ég vona sannarlega, að þetta leikrit verði sýnt heima einhvern tíma. Þarna fóru þekktir leikarar með hlutverk m.a. Susan Hamp- shire, sem lék Fleur í sjónvarps- þáttunum um Forsyteættina, og Martin Jarvis, sem lék Uriah Heep í Davíð Copperfield, sem ísl. sjón- varpið sýndi fyrir skömmu. AL- deilis frábær leikari og stórglæsi- legur maður, en hann leit sannar- lega ekki svo glæsilega út í hlut- verki sínu í Davíð Copperfield. Svo skírt og fallega töluðu leikar- arnir, að hvert orð kom til skila. Ég tók eftir því, að leikhúsgestir hér eru ekki nálægt því eins smekk- Martin Jarvis lega klæddir og heima. Ég fer að halda, að allt sé betra heima, og kannski er það rétt, sem máls- hátturinn gamli segir okkur, að heima sé best. Ég brá mér líka á hárgreiðslustofu. Þar eru herrar, sem greiða, en stúlkurnar sjá aðallega um hárþvottinn og að rétta meisturunum. Þarna eru tveir til þrír herrar, sem sjá um greiðsluna á hverri dömu, snúast í kringum hana og reyna að gera hana ánægða, en það verð ég að segja, að árangurinn varð ekki mjög góður. Alla vega er minn meistari heima, sem er reyndar herra, miklu færari og smekklegn en þeir, sem þarna störfuðu. Ég gæti sagt ykkur ýmislegt fleira, en held, að nú sé nóg komið. Flugferðin frá London til Glasgow gekk vel, og ferðin frá Glasgow til islands ennþá betur, því alltaf er öruggast að fljúga með FLUGLEIÐUM. Það finnst að minnsta kosti þeim, sem hafa fiðring í maganum, áður en þeir ætla í flugferð. Ég hlakka til að fljúga aftur.... ★ Sýnishorn af skemmtiatriðum í Talk of the Town. 11. TBL. VIKAN 5 WTé * ' i Hl! mí '■ I

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.