Vikan


Vikan - 17.03.1977, Qupperneq 9

Vikan - 17.03.1977, Qupperneq 9
\ — Ef þú skiptir um kyn drengur minn, þá verður þú ekki lengur sonur minn. Yfir helmingur manna á Korfu bera nafnið Spiro. ★ María Antoinette og Jayne Mansfield höfðu báðar sama brjóstmál. ★ Kraftaverkaávöxturinn frá Nig- eríu er bragðlaus, ef hann er etinn einn sér, en hefur mátt til að breyta bragðinu af öðru. Þannig verður súr sítróna sæt á bragðið, ef hún er etin eftir ávextinum. Rottur eru sérstakelega varnar- lausar gagnvart eitri, vegna þess að þær geta ekki kastað upp. * Fuglar, sem halda til í London, eru milli 23,000 og 45,000 pör, aðallega spörvar og dúfur. Hengy I. ákvað, að mæliein- ingin ,,yard" skyldi vera fjarlægð- in milli nefs hans og þumalfingurs í útréttri hendi. ★ Spörvahjón fara í 5000 veiði- ferðir á þeim þrem vikum, sem ungar þeirra eru í hreiðri. ★ Fyista útgáfan af Ungbarnaeldi, sem gefin var út af bandarísku ríkisstjórninni, mælti með þurrum mosa fyrir bleijur, sem henda mætti eftir notkun. ★ Gríska hofið Parthenon hefur skemmst meira af völdum meng- unar síðustu 25 árin en vegna nokkurs annars undanfarin 2000 ár. í NÆSTU lflKU LISTAMAÐURINN STEIN' GRlMUR SIGURÐSSON Endur fyrir löngu gaus myndarlegur hveruppi á brekku fyrir ofan aðalbyggðina i Hveragerði, og menn byggðu kaffistofu skammt frá handa ferðamönnum, sem komu að sjá hverinn. Af hvernum er nú ekki annað eftir en kulnaður stólpi, en i kaffistofunni góðu, Hlíðarhaga, er ennþá gosið öðru hverju. Þar býr nú Steingrímur Sigurðsson ásamt fjölskyldu, og það gerir hann útrásir vitt um landið til þess að mála og halda sýningar. Það er viðtal við Steingrim i næsta blaði. ÞESS BERA MENN SAR er yfirskriftin á viðtali við Hannes Þórarinsson lækni, sem birtist í næstu Viku. Hann fræðir lesendur um kynsjúkdóma, og lækningar við þeim, en Hannes er einmitt einn starfsmanna húð- og kynsjúkdómadeildar Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur. Kynsjúkdómar hafa til skamms tima verið miltið feimnismál, illu heilli, því engin vörn er betri gegn þeim en vitneskja um allt, sem að þeim lýtur, hvernig þeir smitast, hvernig þeú lýsa sér og hvernig má lækna þá. A SPOLUNUM Oft hafa lesendur látið í ljósi óskir um það, að Vikan skrifaði um kvikmyndir. Reyndar var þætti um kvikmyndir hleypt af stokkunum fyrir tveimur árum. Nefndist hann ,,Á spólunum’’ og varð vinsæll, þótt ekki yrði hann langlífur ýmissa hluta vegna. í næsta blaði endurvekjum þennan þátt með kynningu á tveimur kvikmyndum, sem sýndar verða um páskaleytið í Reykjavik. Ogáfram verður haldið í sama dúr í næstu blöðum i þeirri von, að þessi þáttur verði langlífari en fyrirrennari hans. SMÁSAGA EFTIR EINAR LOGA Hugsanalestur er mörgum hugleikið viðfangsefni, og til eru þeir, sem fullyrða, að slikt eigi sér stað. En þótt það gæti eflaust oft verið gaman að lesa hugi annarra, getum við líklega við nánari umhugsun sæst á, að hið gagnstæða er ólíkt æskilegra. En í sögu eftir Einar Loga Einarsson, sem birtist i næstu Viku lesum við um mann, sem varð einn góðan veðurdag fyrir þeirri furðulegu reynslu að geta lesið hugsanir annarra. Sagan heitir „Peningur upp á rönd.” VIKAN Utgefandi: Hilmir hf. Ritstjóri: Kristín Halldórsdóttir. Blaðamenn: Aðalsteinn Ásb. Sigurðsson, Guðmundur Karlsson, Sigurjón Jóhannsson. Útlitsteiknari: Þorbergur Kristinsson. Ljósmyndari: Jim Smart. Auglýsingastjóri: IngvarSveinsson. Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðslaogdreifingíSíðumúla 12. Símar35320 — 35323. Pósthólf 533. Verð í lausasölu kr. 350. Áskriftarverð kr. 3.900 fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega, eða kr. 7.370 fyrir 26 tölublöð hálfsárslega. Áskriftarverð greiðist fyrirfram. Gjalddagar: Nóvember, febrúar, mai, águst. 11. TBL. VIKAN 9

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.