Vikan - 17.03.1977, Blaðsíða 10
'BéUtmrinn
Hverfisgötu 76 Sími 15102
NÝTT, GLÆSILEGT SÓFASETT.
Framleitt og selt aðeins hjá okkur.
Framleiðum og seljum
allskonar bólstruð húsgögn.
Áklæði í miklu úrvali.
PÓSTIRIW
VIKAN GAGNRÝND
Heill og sæll Póstur minn!
Vona að þú sért bæði hress og
kátur. Ég hef nú reyndar skrifað
þér áður og þótt furðulegt megi
teljast þá hefur þú birt bréfin mín.
Síðast kom það sér mjög vel og vil
ég færa þér alveg sérstaklega
góðar þakkir fyrir það. Ég ætla nú
ekki að skrifa þér skemmtilegt bréf
núna í þetta sinn. Ég ætla mér að
gagnrýna svona eitt og annað sem
Vikan hefur upp á að bjóða, og vil
þá fyrst nefna þennan svonefnda
poppþátt, sem þið þykist hafa í
blaðinu. Mér finnst hann vægast
sagt einhver sá lélegasti, sem ég
hef nokkurntíma séð í einu blaði
og er þá mikið sagt. Ég ætla bara
að vona, að þið breytið honum til
hins betra, og það sem allra fyrst.
Ég vil hafa hann eitthvað í líkingu
við þann, sem Smári Valgeisson
var með á sínum tíma. Svona
blandaðan þátt, þar sem fjallað er
um helstu viðburði bæði hérlendis
og erlendis. Ég var alveg undrandi
á því, hve mörgum virtist vera illa
við hann Smára. Það var bara eins
og sumum kerlingum þætti hann
stefna englamállýsku sinna engla-
barna í hreinan voða. Ég get nú
ekki sagt að ég sé neinn táningur
lengur, langt því frá. En ég tók
bara aldrei eftir neinu stórkostlega
hættulegu í þættinum. Ég held nú
sjálf, að unglingar allra tíma hafi, á
meðan þeir lifðu sitt blómlegasta
skeið, notað sína sérstöku mál-
lýsku og svo hafi þetta elst af þeim
er þeir þroskuðust. Jæja, áfram
með smjörið. Mér finnst orðið
alltof mikið um auglýsingar, já, já,
nú heyri ég alveg hverju þú svarar:
„Þær eru mikilvæg tekjulind fyrir
blaðið. Væri þá ekki hægt að hafa
þær á^sérstökum stað í blaðinu?
Það er ákaflega hvimleitt, þegar
margar auglýsingar eru á hverri
síðu. Mér finnst að þiö ættuð að
birta lausnarorðin í krossgátunum
um leið og þið birtið nöfn
vinningshafa og það stendur
aldrei númer hvaða krossgáta er.
Þeir vita það bara, sem fá
verðlaunin. Semsagt, lausnarorð-
ið og númer við nöfnin, svo að
maður fái að vita hvað er hvað og
hvur er hvurs, eins og karlinn
sagði. Þótt fólk sendi kannski ekki
lausn, þá hafa sumir áreiðanlega
gaman af að fá þetta birt. Jæja,
þér finnst ég nú líklega vera búin
að kvarta nóg, en ég varaði þig við
í upphafi.
Á ég að segja þér eitt? Mér
finnst bréfin í Póstinum yfirleitt
alveg hundleiðinleg. Hvernig er
það? Á ég að trúa því, að fólk sé
svona gjörsamlega andlaust, að
það geti ekki skrifað þér skemmti-
leg bréf? Þessar númeruðu
spurningar og þetta eilífa stjörnu-
merkjatal, að ég tali nú ekki um
forvitnina í fólkinu, þegar það vill
fá að vita hvers kyns þú ert Póstur
góður, Þetta fer allt í mínar fínu
taugar. Ég kann því ákaflega vel,
að því sé vandlega haldið leyndu
hver þú ert og vona að svo verði á
meðan Vikan tórir. Ég hef mikla
samúð með þér, að þurfa sí og æ
að vera að svara svona heimsku-
legum spurningum. Svo til að þú
drepist nú ekki alveg úr leiðindum,
þá ætla ég að slá botninn í þetta
bréf. Mundu eftir að láta breyta
poppþættinum. Það er alvarlega
farið að' hvarfla að mér, að hætta
að kaupa Vikuna og er það í fyrsta
skipti síðan ég gerðist áskrifandi,
að slíkt kemur upp í huga minn. Á
ég að reyna að mæla einhverju bót
áður en ég slæ botninn í þetta pár.
Þá get ég nú sagt ykkur, að mér
líkar mjög vel við alls konar
uppskriftir, bæði handavinnu og
matar. Þetta nýja fyrirkomulag á
myndsögunum finnst mér líka
átætt. Alls konar greinar um
innlend og erlend málefni þykja
mér skemmtilegar og einnig viðtöl
við fólk. Jæja, nú hætti ég alveg.
Þakka þér umburðarlyndið, ef þú
hefur lesið alla leiö hingað. Læt
þig sjálfráðan, hvort þú birtir
þessa þvælu í dálki þínum. Hún
mun þá að minnsta kosti ekki
skera sig úr hinni þvælunni.
Bið að heilsa öllum þarna á
Vikunni. Hafið það sem best.
Steinunn.
Alltaf er nú hressandi að fá
bréfin frá þér Steinunn mín. Við
erum yfiriett ánægð ef við fáum
gagnýni frá lesendum, þótt ekki sé
hún aiitaf eins og við hefðum heist
10VIKAN 11. TBL.