Vikan - 17.03.1977, Qupperneq 14
þessu máli, en nú var tekið af
skarið, og lagt að mér að fara til
TBandaríkjanna. Mér fannst þá
ekkert annað að gera heldur en
grípa þetta tækifæri, eða skjóta
mig ella, og það liðu ekki nema
fjórir dagar, þar til ég var lagður af
stað með Hilmari til Bandaríkj-
anna.
— Ég man lítið eftir því, hvernig
það var að koma inn á spítalann,
því að ég var svo drukkinn og
ruglaður, en það var ógurleg til-
róttækt varð að gera, og ég fór til
eins þeirra, sem hafði fariö vestur,
og hann bauðst til að fara með
mér til Freeport. Undirbúningur
tók nokkra daga, og það erfiðasta
var, að konan bað mig að vera
edrú þrjá síðustu dagana, sem ég
var heima, og það var svo erfitt,
að þetta verða sennilegast þrír
erfiðustu dagar í lífi mínu. Svo
kom ég vestur í góðu skapi og inn
á spítalann. Daginn eftir var ég
tilbúinn að hlýða á fyrirlestur.
vera óheiðarlegir gagnvart sjálfum
okkur, og okkar nánustu.
ÞAÐ ER VANDI
AÐ VERA EDRÚ...
Hilmar: Ég minnist þess, þegar
ég sá þig fyrst eftir dvölina i
Bandaríkjunum, að þú hafðir á
orði, að þaö.væri kannski ekki
erfiðast að hætta að drekka,
heldur að fylla upp þann tíma,
við þrír höfum allir verið óskaplega
heppnir með það, að konurnar
okkar hafa gert sér far um aö skilja
vandamálið. Þær voru eins og við,
þær vissu ekki hvað var að gerast.
Fjölskyldan getur á margan hátt
farið ver út úr þessu tilfinninga-
lega en við. Ég er viss um, að ég
hefði ekki náð þessum árangri, ef
konan mín hefði ekki verið svona
skilningsrík og öll af vilja gerð að
skilja ástæðurnar fyrir áfengis-
neyslu minni og þeim hegðunar-
finning að vakna þar upp. Næstu
tvær vij<ur snéru dæminu alveg
við, og það sem hafði mest áhrif á
mig var, að þarna var mér vísað á
leið, sem ég sá, að gat verið fær,
og ég fékk allt annað viðhorf til
lífsins.
EITTHVAÐ RÓTTÆTKT VARÐ
AÐ GERA
— Hrafn, varst þú jafn illa farinn
og þeir?
Hrafn: Ég veit ekki, hverju ég á
að svara því þeir voru ekki
drykkjubræður mínir, svo ég hef
engan samanburð, en ég get sagt
það, að nokkrum sinnum á
undanförnum fimmtán árum hef
ég gert tilraunir til að hætta að
drekka, og það hafði yfirleitt
lagast talsvert í hvert skipti. Svo
kom að því, að ég hafði ástæðu til
að fagna áfanga í lífi mínu, sem
var stúdentspróf úr öldungadeild
MH, og það var enginn smáfögn-
uður, þvi ég hélt upp á það
nokkurn veginn sleitulaust í tvo og
hálfanmánuð. Endirinn varðsá, að
mér reyndist lífsins ómögulegt að
hætta. Þá vissi ég, að eitthvað
Þetta er stífur skóli hjá þeim, sem
skiptist í tvær annir, þar sem
námsefnið er endurtekið á viku-
frest. Fyrri vikuna hlustaði ég, en
hina vikuna glósaði ég. Ég á
glósurnar endurritaðar hér inni í
skáp og lít oft í þær, þegar ég þarf
að rifja upp eitthvað. Ég lærði
þarna á stuttum tíma, að alkóhól-
isminn var búinn að gera mig að
mjög neikvæðum manni í athöfn-
um og gerðum. Þarna var hamrað
á því að líta jákvætt á hlutina, og
það hafði mest áhrif á mig. Eins
og Tómas og Hilmar hafa báðir
komið inná, þá eru vissir hlutir,
sem eiga við mann, og ég hef
síðan reynt að gera mér far um að
vera jákvæður, og alltaf, þegar ég
stend mig að því að segjá eða gera
eitthvað neikvætt, þá fæ ég
samskonar tilfinningu og foröum,
þegar ég var að gera skammar-
strik.
Tómas: Þaó er einmitt lykillinn
að þessu öllu saman, að finna hið
jákvæða oo hegða sér samkvæmt
því, vera fyrst og fremst heiðar-
legur gagnvart sjálfum sér. Við
erum svo gífurlega lengi búnir að
sem áður hafði verið eytt í drykkj-
una.
HHmar: Sagði ég þetta þá? Það
er eitt rétt í þessu, það er enginn
vandi að hætta að drekka, það er
vandi að vera edrú, og maður þarf
að fá eitthvaö út úr því. Á þessu
tímabili, sem þú minntist á, hefur
mér ef til vill ekki verið farið að líða
eins vel og mér líður í dag, hef
líklega verið önnum kafinn við að
finna eitthvert viðfangsefni til að
drepa tímann. Ég var búinn að
drekka í 17 ár, og mitt lengsta
fyllirí var 7 ár. Ég eyddi tímanum
frá 17 til 35 ára meira og minna
undir áhrifum, en áhyggjur af því
að fylla upp tómarúmið svipar til
áhyggna af svefnleysi. Það er
fyrirfram tilbúið vandamál, sem
leysist af sjálfu sér.
— Það er að sjálfsögðu mikið
atriði, að fjölskyldan bregðist rétt
við, þegar ákveðið er að hætta
drykkjuskap. Hvað viljið þið segja
um þetta atriði?
HÚN KYNNTIST NÝJUM
MANNI
Tómas: Það er höfuðatriði, að
Hrafn Pálsson: ,,Alkóhó-
isminn var búinn aö gera
mig að neikvæðum manni,
en nú geri ég mér far um að
vera jákvæður..."
breytingum, sem eru því samfara.
Hún kynntist nýjum manni, þegar
álkóhólið var horfið.
Hrafn: Það var gott, að Tómas
nefndi þarna með nýjan mann.
Kona kynnist manni, sem er
orðinn alkóhólisti, þegar kynnin
eiga sér stað, en þegar alkóhólið
er horfið, þá kynnist hún allt
öðrum manni.
Breytingin er samsagt svona
mikil?
Tómas: Hún er ótrúleg...
HHmar: Það þarf ekki að vera,
aö konunni líki sá maður, sem allt í
einu er horfinn frá alkóhólinu. Ég
get vitnaðtil leikritsins Fjölskyldan
í lönó, þar sem konan missti öll
völd á heimilinu, þegar maðurinn
hætti að drekka. Hún kom honum
aftur á það, svo hún gæti endur-
heimt fyrri völd. Ég þekki svipuð
dæmi.
Við vorum deyfðir af alkóhóli,
en fjölskyldan verður að ganga í
14VIKAN 11. TBL.