Vikan


Vikan - 17.03.1977, Blaðsíða 17

Vikan - 17.03.1977, Blaðsíða 17
þetta fyrst um sinn, meöan hann sé að jafna sig. Hún passar nokk upp á það, að hann muni eftir valíuminu sínu. Hún hefur að sjálfsögðu enga hugmynd um, að ein valiumtafla er haettulegri en einn sjúss. Ef maðurinn nær því að vera edrú ( einn mánuð, sem er útaf fyrir sig afrek, þá má búast við, að hún finni valíumflöskurnar út um allt hús í staðinn fyrir brennivínsflöskurnaráðurfyrr. Þar með er komin víxlánetjan,. því hann heldur áfram að taka ánetjast pillum, og ég held, að flestir setji einhver mörk. Alkinn segir fyrst: Ég drekk bara á laugardögum. Næst segir hann: Nú drekk ég bara eftir fimm, en svo þegar hann er farinn að drekka fyrir kl. fimm, þá segir hann sigri hrósandi: Ég tek aldrei Hilmar Helgason: ,,Maður er rifinn niður og miskunn- arlaust sýnt fram á hver staða manns er..." bullsvitnaði. Ég flaut eiginlega fram úr rúminu á nóttunni. Þetta er liðin tíð, og líðanin núna allt önnur, þó að ég stundi engar sérstakar líkamsæfingar. Ég drekk kaffi allan sólarhringinn og sef mína átta tíma á sólarhring. — Breytist mataræðið hjá ykkur, eruð þið meira fyrir góðan mat? Tómds: Einkanlega rjómakökur, sem ég snerti eiginlega aldrei áður! Hrafn: Ég hef aldrei verið mikill einhver minni máttar er að berjast fyrir tilveru sinni, þá halda allir meö honum. Það hefur gefið okkur styrk, að við vitum, að almenningur fylgist með þessum tilraunum okkar af áhuga og samúð. Viðhorfin hafa breyst gífurlega á þessu eina ári. Tómas: Þó við hefðum farið feimnir og niðurbældir vestur, þá komum við með allt öðru hugar- fari til baka, og okkur dettur ekki í hug að skammast okkar fyrir að hafa þurft á þessari meðferð aö valíumið, ef, eða þegar, hann byrjar að drekka aftur. Hrafn: Við þekkjum allir til brennivínskrampa, en það eru ekki margir, sem vita, að það er hægt að fá bakslag vegna valíumnotk- unar hálfu ári eftir aö þess var síðast neytt. Tómas: Það er talað um átján mánaða timburmenn, þegar menn hætta að nota valíum. Við eigum kunningja, sem ekki hefur hreyft við víni eða pillum i meira en ár, og það er mikið átak að losa sig undan oki frá þessu hvorutveggja. HHmar: Ég gekk i gegnum bölvaöar kvalir, þegar ég var að losa mig undan pilluáhrifunum, en þó hafði ég aðeins tekið þær í einn mánuö, vegna þess að ég ætlaði þannig að reyna aö hætta að drekka. Læknirinn sagði svo ósköp elskulega: Þig langar ekkert í brennivín, ef þú tekur fjórar Libr- ium á dag! Tómas : Ég var svo heppinn að leita ekki á náðir pillanna, þegar ég hætti, og ég passa mig svo gagvart áfengi, að ég drekk ekki einu sinni maltöl. Hrafn: Ég hafði heldur ekki pillur! Ef hann drekkur svo í nokkur ár enn, þá má búast við þessari yfirlýsingu: Ég tek aldrei pillu nema á laugardögum, og síðan koll af kolli. LÍKAMINN OG ÁFENGIÐ — En hvað með lifrina marg- umtöluðu og önnur líffæri, hafið þið fundið miklar breytingar á líkamsþreki ykkar? Hifmar: Það er eitt athyglisvert í þessu, að þeir, sem verða að hafa fyrir víninu, útilegumennirnir svo- nefndu, eru upp til hópa miklu betur farnir líkamlega en margir hvítflibbarónarnir, sem sitja með glasið í sjónvarpsstólunum. Úti- legumennirnir eru ekki með lifrina hangandi utan á sér eins og hinir. Tómas: Þú ert nú búinn að þekkja mig í mörg ár og þarft ekki annað en sjá breytinguna á litar- hættinum. Nú er ég orðinn þéttholda, en áður var ég skvapholda. Þrátt fyrir að ég reyki nú mun meir en áður, er ég samt miklu þrekmeiri. Það var sama, hvaö ég hreyfði mig lítið áður, ég kökumaður, en ég hef mikla ánægju af að vera í eldhúsinu við hverskonar matseld. Og ég má passa mig, því ég bætti snögglega á mig fimm kílóum. — Þá langar mig að lokum að spyrja, hvort ferð ykkar og annarra til Freeport hafi ekki breytt afstöðu almennings til áfengismála? Tómas: Það er hiklaust mikil breyting á, og það var heppilegt, að maður eins og Hilmar skyldi fara þangað svona fljótt og hefja síðan starf af fullum krafti, þegar heim var komið, — þar á meðal að eiga aðild að því að setja á stofn heimilið á Ránargötunni. Við stóðum að því að fá hingað dr. Pirro, sem hafði geysileg áhrif hér heima. Hann kom mjög vel fyrir í sjónvarpinu til að mynda. Á sama tíma og hann kom opnuðust Víf- ilsstaðir, og þetta vakti allt saman umræður og áhuga. HHmar: Hingað til hefur þetta verið allt of mikið feimnismál, þar sem hver einasta fjölskylda á íslandi þekkir einhvern anga af áfengisvandamálinu. En það er einhvern veginn svo, aö þegar halda, lítum á þetta eins og hvern annan sjúkdóm. Við drögum heldur engan dul á hann. Hilmar: Það vissu allir, að við vorum fyllibyttur. Hrafn: Það er ekki hægt að liggja okkur á hálsi fyrir eitt eða neitt, svo lengi sem við sýnum vilja, og sá vilji kemur ekki fyrr en við erum búnir að fara í gegnum þennan skóla. Ég hlakka mikið til þess dags, þegar íslenska þjóðin er orðin svo upplýst um alkóhól- isma, að við, sem hættir erum drykkju, verðum ekki framar varir viðfeimni hjá þeim, sem nota vín. S. J. 11. TBL. VIKAN 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.