Vikan


Vikan - 17.03.1977, Síða 18

Vikan - 17.03.1977, Síða 18
Framhaldssaga sftlr H. Q. WELLS Copyright the Executors of the Estate of the late H. G. Wells. iXrJ Við urðum allir gripnir eins konar háttbundnum ákafa; við þvöðr- uðum og sveigðum okkur hraðar og hraðar og endurtókum þessi furðu- legu lög. Á yfirborðinu hafði ég smitast af þessum ósiðuðu mönnum, en undir niðri börðust hlátur og viðbjóður í huga minum. Við fórum með langa runu af boðrrðum, og svo var sungin setning af nýrri tegund: ..Hann á hús kvalanna”. ,,f>að er hans hönd, sem býr til”. ,,Það er hans hönd, sem særir”. ,,Það er hans hönd, sem græðir”. Og þannig var haldið áfram með langa runu, sem var að mestu leyti algerlega óskiljanlegt bull í mínum eyrum, um Hann, hver sem hann kunni að vera. Ég hefði getað imyndað mér, að þetta væri draumur, en aldrei áður hafði ég heyrt söng í draumi. ,,Hans er leiftur eldingarinnar”, sungum við. ,,Hans er hinn djúpi, salti sjór”. Mér datt í hug sú hræðilega hugmynd, að Moreau hefði, eftir að hann breytti þessum mönnum i dýr, sýkt heila þeirra með eins konar guðdómleika sjálfs sín. Þó var ég EYJfi DRMOREfiaS mér nægilega meðvitandi um hvítar tennur og sterkar klær í kringum mig til þess, að ég hætti að syngja vegna þessa. „Hans eru stjörnurn- ar á himninum.” Að lokum lauk þessum söng. Ég sá andlit apamannsins, baðað í svita, og þar sem augu mín voru nú orðin vön myrkrinu, sá ég greini- lega veruna i horninu, þaðan sem röddin kom. Hún var á stærð við mann, en hún virtist vera þakin daufgráu hári, næstum eins og skoskur rottuhundur. Hvað var þetta? Hvað voru þeir allir? Hugsið yður, að þér séuð mitt á meðal hinna hræðilegustu krypplinga og vitfirringa, sem hægt er að hugsa sér, og þá kunnið þér að skilja að nokkru tilfinningar mínar, þegar ég var meðal þessara afkáralegu skop- stælinga á mennskum mönnum. „Hann er fimm — maður, fimm- — maður, fimm—maður... eins og - ég”, sagði apamaðurinn. Ég rétti fram hendurnar. Grái maðurinn í horninu hallaði sér fram. „Hlaupa ekki á fjórum fótum; það er lögmálið. Erum við ekki menn?” sagði hann. Hann rétti fram kló, sem var einkennilega afmynduð, og greip um fingur mína. Þetta var - næstum eins og hjartarhófur, ummyndaður í klær. Ég hefði getað æpt af furðu og sársauka. Andlit hans nálgaðist mig og horfði á neglur minar, kom fram í Ijósið, sem skein inn um opið á kofanum, og ég sá með titrandi viðbjóði, að það var hvorki líkt andliti manns né dýrs, heldur var það aðeins lubbi af gráu hári, með þrem ógreinilegum opum fyrir augu og munn. „Hann hefur litlar neglur”, tautaði þessi ljóti maður í skeggið. „Það er gott”. Hann kastaði hendi minni niður, og ósjálfrátt greip ég til stafs míns. „Borðið rætur og grös - það er vilji Hans”, sagði apamaðurinn. „Ég er flytjandi Lögmálsins”, sagði gráa veran. „Hingað koma allir, sem eru nýir, til að læra Lögmálið. Ég sit í myrkrinu og fer með lögin”. „Það er einmitt þannig”, sagði ein af skepnunum í dyragættinni. „Illar eru refsingar þeirra, sem - brjóta Lögin. Engir komast undan” „Engir komast undan”, sögðu manndýrin og litu laumulega hvert á annað. „Engir, engir”, sagði apamað- urinn. „Engir komast undan. - Sjáðu! Ég gerði dálítið, sem var rangt, einu sinni. Ég þvaðraði, þvaðraði, hætti að tala. Engir gátu skilið. Ég er brenndur, brenni- merktur á hendinni. Hann er mikill, hann er góður!” „Engir komast undan”, sagði grái maðurinn í horninu. ”Engir komast undan”, sagði 18 VIKAN 11. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.