Vikan


Vikan - 17.03.1977, Blaðsíða 19

Vikan - 17.03.1977, Blaðsíða 19
þetta dýrslega fólk og leit hornauga hvert til annars. „Fyrir alla er löngunin slœm”, sagði hinn grái flytjandi laganna. „Hvað þú munt vilja, vitum við ekki. Við munum komast að því. Sumir vilja elta hluti, sem hreyf— |ist, virða fyrir sér og laumast og biða og stökkva, drepa og bita, bita djúpt og kröftuglega og sjúga blóðið.... Það er slæmt. „Elta ekki aðra menn; það er Lögmálið. Erum við ekki menn? Éta ekki kjöt né fisk; það er Lögmálið. Erum við ekki menn?” „Engir komast undan”, sagði hlettótt manndýr, sem stóð í gættinni. „Fyrir alla er löngunin slæm”, sagði hinn grái flytjandi laganna. „Sumir vilja rífa upp rætur með tönnum og höndum og þefa úr jörðinni... Það er slæmt”. „Engir komast undan”, sögðu mennirnir í dyrunum. „Sumir fara og klóra tré, sumir fara að klóra á gröfum hinna dauðu; sumir berjast með ennum eða fótum eða klóm; sumir bita skyndilega, og engir gefa skýringu á því; sumir elska óþrif”. „Engir komast undan”, sagði apamaðurinn og klóraði sér á fætinum. „Engir komast undan”, sagði litla, bleika, letilega veran. „ítefsing er hörð og viss. Lærið því Lögin. Segið orðin”, og svo hóf hann strax hinn undarlega söng laganna, og ég og allir þessir menn fóru aftur að syngja og sveigja sig. Mig svimaði af þessu rugli og hinum þunga dauni í kofanum, en ég hélt áfram og treysti þvi, að ég fengi bráðlega eitthvert tækifæri til frekari kynna. „Ganga ekki á fjórum fótum; það er lögmálið. Erum við ekki menn?” Við gerðum svo mikinn hávaða, að ég tók alls ekki eftir uppnáminu fyrir utan, þangað til einhver, sem ég held, að hafi verið eitt af mann— isvínunum, sem ég hafði séð, þrýsti höfðinu yfir litlu, bleiku, letilegu veruna og kallaði eitthvað æstur, eitthvað, sem ég gat ekki greint. Þegar í stað hurfu þeir, sem voru við opið á kofanum, apamaðurinn minn þaut út, maðurinn, sem setið * hafði í dimmunni fór á eftir honum - ég tók aðeins eftir, að hann var stór og klunnalegur og þakinn silfurlitu hári, - og ég stóð einn eftir. Svo heyrði ég gjamm í hundi, áður en ég var kominn að innganginum. Augnabliki síðar stóð ég fyrir utan hreysið með stólgrindina 1 hendinni, og allir vöðvar mínir titruðu. Fyrir framan mig voru klunnaleg bökin ó svo sem tuttugu af þessum manndýrum, og vansk- öpuð höfuð þeirra voru að nokkru hulin af herðablöðum. Þeir pötuðu og voru æstir. önnur hálfmennsk andlit störðu spyrjandi út úr kofunum. Þegar ég leit í þá ótt, sem þeir sneru í, sá ég, að gegnum móðuna undir trjánum við enda götunnar, sem grenin stóðu við, kom hinn dökki Moreau með sitt hræðilega, hvíta andlit. Hann hélt aftur af ólmum hundinum, og - Montgomery fylgdi honum fast eftir, með skammbyssu í hendinni. Andartak'stóð ég skelfdur. Ég sneri mér við og sá, að stígarnir að baki mér voru lokaðir af enn einum ferlegum óþokka, sem hafði gríðarstórt, grátt andlit og tindrandi, lítil augu, og kom hann í óttina til mín. Ég leit í kringum mig og sá hægra megin við mig og svo sem sex metra fyrir framan mig, mjótt op í klettaveggnum, og þar kom ljósgeisli á ská niður í skuggann. „Stansaðu!” öskraði Moreau, þegar ég skálmaði i áttina þangað, og svo hrópaði hann: „Haldið honum!” Þegar þetta gerðist, leit fyrst eitt andlit ó mig og svo hin. Hinar dýrslegu sálir þeirra voru til allrar hamingju svifaseinar. Ég rak öxlina í klunnalegt ferlíki, sem var að snúa sér við til að sjá, hvað fyrir Moreau vakti, og fleygði honum áfram og á annan. Ég fann, að hendur hans fálmuðu út í loftið og þrifu til mín, en misstu af mér. Litla, bleika, letilega veran hljóp á. mig, og ég kom sári á hana með naglanum i spýtunni minni, sem ég þrýsti niður eftir hinu ljóta andliti hennar. Og á næsta andartaki var ég farinn að klifra upp eftir bröttum hliðarstíg, sem var eins konar hallandi strompur, sem stóð út úr gilinu. Ég heyrði gól fyrir aftan mig og hróp eins og „Náið honum!”, „Haldið honum!”, og maðurinn með gráa andlitið kom í ljós fyrir aftan mig, og þrýsti sínum stóra og gilda skrokk inn i sprunguna. „Haldið ófram, haldið áfram!” grenjuðu þeir. Ég klifraði upp eftir þessari mjóu sprungu i klettinum og kom þá upp á brennisteinsþakta jörð vestanmegin við þorp mann- dýranna. Þetta bil var vissulega blessun- arríkt fyrir mig, því að mjór vegurinn, sem hallaðist á ská upp á við, hlýtur að hafa tafið þá eltingarmenn, sem næstir mér voru. Ég hljóp yfir hvitan brennisteininn og niður bratta brekku gegnum gisið skóglendi og kom niður á svæði, sem lá neðar og var vaxið hávöxnum reyr. Ég tróðst gegnum reyrinn og áfram inn í dimmt, þykkt kjarr, sem var svart og safamikið undir fæti. Þegar ég var að troða mér inn í reyrinn, komu fremstu eltingarmennirnir út úr gilinu. Ég braut mér leið gegnum kjarrið í nokkrar mínútur. Loftið að baki mér og i kringum mig var brátt fullt af ógnandi köllum. Ég heyrði, að þeir, sem eltu mig upp brekkuna i gilinu, voru æstir, svo heyrði ég brothljóðið í reyrnum, og alltaf við og við heyrði ég greinar brotna. Sumir mannanna öskruðu eins og æst veiðidýr. Veiðihundur - inn gjammaði á vinstri hönd. Ég heyrði Moreau og Montgomery kalla í sömu átt. Ég sneri mér snöggt til hægri. Jafnvel þá virtist mér , sem Montgomery væri að kalla til min, að ég ætti að bjarga lífinu ó flótta. Bráðlega sukku fætur minir í hinn frjósama og blauta jarðveg; en ég var örvæntingarfullur og hélt rakleitt áfram, öslaði upp að hnjám og kom á snúinn stíg milli stórra reyrstilka. Hávaðinn i þeim, sem eltu mig, fjarlægðist til vinstri handar við mig. Á einum stað stukku í veg fyrir mig þrjú einkennileg, bleik dýr, sem voru á stærð við ketti. Þessi stigur lá upp ó hæð yfir annað opið svæði, sem var þakið hvítri skán, og siðan inn á milli reyrrunna. Siðan lá vegurinn samsíða jaðri bratts, opins svæðis, sem var umlukið garði, sem kom í ljós allt í einu eins og sigin girðing ensks skemmtigarðs, og var mjög bratt þangað niður. Ég hljóp enn allt hvað af tók og só aldrei hæðar - muninn, fyrr en ég féll beint af augum gegnum loftið. Ég féll á framhandleggina og höfuðið, lenti meðal þyrna og stóð upp með rifið eyra og blæðandi andlit. Ég hafði fallið niður í þverhnípt gil, klettótt og þyrnótt, fullt af þokukenndri móðu, sem kom í bólstrum fram hjá mér, og þarna var mjór lækur, þaðan sem móðan kom, og hlykkjaðist hann niður eftir miðju svæðisins. Ég var hissa á þessari þunnu þoku í fullum ljóma dagsljóssins, en á þessari stundu hafði ég ekki tíma til að standa og undrast. Ég sneri til hægri niður með læknum og vonaði, að ég kæmist til sjávar í þó átt, þannig að ég ætti opna leið til að drekkja mér. Það var ekki fyrr en síðar, að ég tók eftir, að ég hafði misst naglastafinn minn í fallinu. Bráðlega mjókkaði gilið á kafla, og ég steig kæruleysislega út í lækinn. Ég stökk fljótlega upp úr aftur, því að vatnið var næstum sjóðandi. Ég tók líka eftir, að þunn brennisteinsfroða flaut með vatns - flaumnum. Litlu síðar tók við beygja á gilinu og ógreinilegum, bláum sjóndeildarhringnum. Sjór - inn við ströndina endurkastaði sólskininu fró ótölulegum fjölda smáagna. Ég sá fyrir dauða minn. En ég var heitur og másandi, og blóðið vætlaði úr andliti mínu og rann ánægjulega í æðum mínum. Og ég fann líka til meira en lítillar gleði yfir því, að ég hafði komist undan ofsækjendum minum. Nú var það ekki ætlun mín að fara út í sjóinn og drekkja mér. Ég starði til baka á leiðina, sem ég hafði farið. Ég lagði við hlustirnar. Að undanskildu suðinu í mýflugunum og tísti í nokkrum litlum skor - kvikindum, sem hoppuðu meðal þyrnanna, var loftið algerlega kyrrt. Svo kom hundsgá, mjög lóg, og mas og tal, smellur i svipu og raddir. Þær hækkuðu, og svo lækkuðu þær aftur. Hávaðinn fjarlægðist upp með læknum og hvarf. Nú hafði orðið hlé á eltingarleiknum. En nú vissi ég, hve mikillar hjólpar ég gat vænst af mann - dýraþjóðinni. Samninga- umleitanir Ég sneri aftur við og hélt í átt til sjávar. Ég komst að raun um, að þessi heiti lækur breikkaði og varð að sandgrynningum, sem voru vaxnar illgresi og þar sem fjöldi krabbadýra og dýra með langan skrokk og marga fætur hörfaði undan fótum mínum. Ég gekk alveg út að saltvatnsskilunum, og þá fannst mér ég vera öruggur. Ég sneri mér við og glápti — með hendur á síðu — á gróðurþykknið að baki mér, en inn í það skarst gufufyllt gilið eins og rjúkandi sprunga. En eins og ég segi, var ég í of mikilli geðshræringu, og — sem er sannleikanum samkvæmt, þótt þeir, sem aldrei hafa þekkt hættur, kunni að efast um það — of örvæntingarfullur til að deyja. Þá flaug mér í hug, að enn var mér einn möguleiki opinn. Á meðan Moreau og Montgomery og hinn dýrslegi skrill þeirra elti mig um eyjuna, gæti ég ef til vill farið í hring eftir ströndinni, þangað til ég kæmi að garði þeirra — farið á snið við þá í raun og veru og síðan kannski brotið lásinn á minni hurðinni með steini, sem ég næði út úr hinum losaralega vegg þeirra, óg séð, hvað ég fyndi þar — hníf, skammbyssu eða guð má vita hvað — til að berjast við þá með, þegar þeir kæmu aftur. Það var að minnsta kosti tækifæri til að selja líf mitt fyrir nokkurt verð. . Svo að ég sneri i vesturátt og gekk meðfram vatnsborðinu. Sólin, sem var að setjast, sendi blindandi hita sinn inn í augu mín. Hið 11. TBL. VIKAN 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.