Vikan


Vikan - 17.03.1977, Page 21

Vikan - 17.03.1977, Page 21
honum til þess að heyra betur til mín. Að lokum hætti ég til að ná andanum. „Hlustaðu á mig andartak”, sagði hin stillta rödd Moreaus, ,,og segðu svo hvað sem þú vilt”. „Jæja?” sagði ég. Hann hóstaði, hugsaði sig um og kallaði svo: „Latína, Prendick! Léleg latína. Skólasveinalatína! En reyndu að skilja. Hi non sunt homines, sunt animalia qui nos habemus... (þ.e. Þetta eru ekki menn, heldur dýr, sem við höfum...) kvikskorið!Að- ferð til að breyta dýrum í menn. Ég skal útskýra þetta. Komdu i land”. Ég hló. „Falleg saga”, sagði ég. „Þeir tala, byggja hús, elda. Þeir voru menn. Það er liklegt, að ég komi í land”. „Sjórinn svolítið utar en þú stendur er djúpur... og fullur af hákörlum”. „Láttu mig um það”, sagði ég. „Stutt og laggott. Bráðum”. „Biddu augnablik”. Hann tók eitthvað upp úr vasanum, sem sólin glampaði á, og lét hlutinn detta til jarðar. „Þetta er hlaðin skamm - byssa”, sagði hann. „Montgomery hérna mun gera þetta sama. Nú ætlum við að færa okkur upp eftir fjörunni, þangað til þú ert ánægður og telur, að fjarlægðin sé örugg. Svo skaltu koma og taka skamm - byssurnar”. „Það geri ég ekki. Þið hafið þriðju skammbyssuna í ykkar fórum”. „Ég vil, að þú hugsir málið, Prendick. I fyrsta lagi bað ég þig aldrei að koma á þessa eyju. í öðru lagi hefðum við byrlað þér lyf í gærkvöldi, ef við hefðum viljað gera þér eitthvert mein; og i þriðja lagi, þar sem þinn fyrsti ótti er horfinn og þú getur hugsað dálítið — er hann Montgomery alveg eins illa innrættur og þú ætlar, að hann sé? Við höfum elt þig sjálfs þin vegna. Vegna þess, að þessi eyja er full af... fjandsamlegum fyrirbrigðum. Hvers vegna ættum við að vilja skjóta þig, þegar þú ert nýbúinn að bjóðast til að drekkja þér?” „Af hverju sigaðir þú... fólki þínu á mig, þegar ég var í kofanum?” „Við vorum vissir um að ná þér og forða þér úr hættu. Síðar fórum við út af slóð þinni sjálfs þín vegna”. Ég var hugsi. Það virtist rétt mögulegt. Svo mundi ég aftur eftir einhverju. „En ég sá”, sagði ég, „í garðinum” „Það var púman”. „Sjaðu nú til, Prendick”, sagði Montgomery. „Þú ert erkibjáni. Komdu upp úr sjónum og taktu þessar skammbyssur, og talaðu. Þá getum við ekki gert neitt meira en við gætum gert núna”. Ég skal játa, að þá, og reyndar alltaf, vantreysti ég og óttaðist Moreau. En Montgomery var maður, sem mér fannst ég skilja. „Farið upp fjöruna”, sagði ég, þegar ég hafði hugsað mig um, og bætti við: „Með uppréttar hend - ur”. „Getum ekki gert það”, sagði Montgomery og kinkaði kolli yfir öxl sér til skýringar. „Övirðulegt”. „Farið þá upp að trjánum”, sagði ég, „á þann hátt, sem ykkur þóknast”. „Það er bölvuð, heimskuleg at- höfn”, sagði Montgomery. Báðir sneru ser við og stóðu andspænis þeim sex eða sjö kynlegu mannverum, sem stóðu þarna í sólskininu, sterklegir menn, sem báru skugga og hreyfðu sig, en voru samt svo ótrúlega óraun- verulegir. Montgomery sló með svipu sinni til að fæla þá burt, og þeir sneru strax á burt og flúðu hver um annan þveran inn á milli trjánna. Og þegar Montgomery og Moreau voru komnir eins langt burt og ég áleit nægilegt, óð ég i land og tók upp skammbyssurnar og rann- sakaði þær. Til þess að tryggja mig gegn hinum snjöllustu brögðum hleypti ég af annarri á ávalan hraunhnullung og naut þeirrar á- nægju að sjá steininn fara i mél og blýið dreifast í fjörunni. Enn hikaði ég augnablik. „Ég skal taka áhættuna”, sagði ég að siðustu, og með sína skamm- byssuna i hvorri hendi gekk ég upp fjöruna i áttina til þeirra. „Þetta er betra”, sagði Moreau án tilgerðar. „Sannleikurinn er sá, að þú hefur eyðilagt fyrir mér mestan hluta dagsins með þinr.i bannsettu ímyndun”. Og með nokkurri fyrirlitningu, sem var auðmýkjandi fyrir mig, sneru hann og Montgomery sér við og gengu þögulir á undan mér. Framhald í næsta blaði. 1 Glæsilegt úrval af fermingarkápu Verð kr. 1 11. TBL. VIKAN 21

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.