Vikan


Vikan - 17.03.1977, Blaðsíða 41

Vikan - 17.03.1977, Blaðsíða 41
EFTIR ZOE CASS var greitt aftur, þannig að mikil- úðlegt enni hans sást vel. Augu hans voru skærblá. Kannski var það frá föður sinum, að Noni hafði erft þetta aðlaðandi útlit sitt. „Mér þykir þetta mjög leitt með föður þinn,” sagði hann og mér virtist hann meina þetta af einlægni. „Við hittum hvorn annan af og til.” „Var það svo?” sagði ég og ræskti mig. „Sástu hann kannski nýlega, ég á við skömmu áður en hann dó?” „Já, ég sá hann siðast fjórum dögum áður. Hann hefði gert þetta bóndabýli að mjög skemmtilegum stað, ef hann hefði lifað”. „Já, hann var búinn að vinna ötullega að því,” samsinnti ég. „Hefurðu komið þangað?” Hann virtist undrandi, alveg eins og Michael Brent, og það fór í taugarnar á mér. „Já”, sagði ég, „og mér geðjast mjög vel að því.” Eftir stutta þögn muldraði Edgar Jarvis: „Gott. Það hefði glatt föður þinn. En Alexa, mætti ég ekki bjóða þér í te til min að Villa Melita á fimmtudaginn kemur?” „Þakka þér fyrir. Það er mjög vingjarnlegt af þér.” Hins vegar var mér ómögulegt að skilja hvers vegna hann var að bjóða mér. En þetta hafði verið vinur föður míns og ef til vill tækist mér að komast að einhverju frekara í þessu máli. Ég þáði því boðið, sem átti að vera ekki á morgun heldur hinn. GUR GRUNUR Mér varð hugsað til þess, að ég hafði lofað Michael Brent að snæða með honum hádegisverð daginn eftir að Marsalforn. Það var alls ekki óhugsandi, að hann yrði heima hjá Jarvis á fimmtudaginn. Stóð mér á sama um það? Já, það held ég. Vildi ég kannski undir niðri krækja í hann aftur? Sannleikurinn var sá, að ég vissi ekki almennilega hvað ég vildi. Þegar Edgar Jarvis yfirgaf mig, horfði ég á eftir honum hverfa út úr hinum uppljómaða hluta hafnar- innar og að bil, sem hafði verið lagt þarna skammt undan. Hann settist í farþegasætið og bíllinn ók af stað. Ég grillti í ljóst hár. Noni hafði verið að biða eftir föður sínum. Ég lauk við ávaxtadrykkinn og fann til eirðarleysis og gekk yfir að minjagripaverslun. Konan, sem hafði ætlað að selja mér knipplinga kvöldið áður, kallaði til mín: „Ertu með peninga á þér núna?” „Nei,” sagði ég í afsökunartón. „Ekki i kvöld, en ég kem við hjá þér einhvern tímí) seinna.” „Hér á þessari eyju,” sagði konan, „notar fólk kvöldið til þess að versla. í London skilst mér, að verslanir séu lokaðar á kvöldin. Er ekki svo?” Hún flissaði góðlátlega, en hélt síðan áfram: „Komdu og sjáðu hvað ég hef á boðstólunum. Fallegir knipplingar, borðdúkar, handprj- ónuð sjöl og peysur.” Hún snerti hverja vörutegund fyrir sig um leið og hún nefndi hana. „Og körfur, leirmunir og glös. Ef þig langar í eitthvað af þessu, skal ég taka það frá handa þér.” „Jæja, kannski,” sagði ég Hann var á ilskóm og fótatak hans heyrðist ekki. Þetta var hugsanlega sami mað- urinn og ég hafði séð kvöldinu áður. En á hinn bóginn gat þetta líka verið einhver allt annar. í Xlendi var allt svipað og í gærkvöldi. Ég settist við sama borð og aftur pantaði ég glas af ávaxtasafa. Það var segin saga, að í hvert skipti, sem ég tyllti mér niður við borð, þá kom einhver maður og vildi tala við mig. Ég hefði kannski átt að vera upp með mér af þessu, nema hvað þessi, eins og sá síðasti, var alls ekki í mínum aldurshópi. Hann heilsaði mér hátiðlega, en kvaðst síðan samhryggjast mér og ég þakkaði honum fyrir. Þótt það væri heilt ár liðið síðan ég hitti Edgar Jarvis á Möltu, þá þekkti ég hann undir eins. Hann var óvenju unglegur eftir aldri, en ég giskaði á, að hann væri hálf- sextugur. Hann var hávaxinn og útitekinn og þétt, hvitt hár hans NÝTT SÝNINGARTJALD blátt. Loksins kom tjald sem endur- varpar réttum litum. Eiginleikartjalddúksins eru þeir, að litir verða eins og þeir voru upphaflega myndaðir. Á tæknimáli er þetta kallað að endurvinna réttan lithita. Lampi í sýningarvél gefur litun- um rauðan blæ. Þessi rauði litur er leiðréttur á bláu tjaldinu. Litirnir verða réttari. Þetta er leyndarmálið að baki bláa tjaldsins. Skuggamyndir og kvikmyndir verða með sannari litum. Komið og sjáið muninn. Ausfurstræfi 6 Simi 22955 i' 11. TBL. VIKAN41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.