Vikan - 17.03.1977, Qupperneq 44
Hadda
fer í búðir
Nú fer senn að vora og því tími
til kominn að taka reiðhjólið sitt
út úr bílskúrnum eða geymsl-
unni, og „gera klárt.” Fyrir þau
börn, sem eiga að fá sitt fyrsta
hjól, vil ég hiklaust mæla með
þessum pólsku UNIVERSAL
hjólum, en þau fást i Fálkanum,
Suðurlandsbraut 8, og kosta
aðeins kr. 15.750.
í versluninni Blómaval, Sigtúni,
er mjög mikið úrval af potta-
blómum þessa dagana. Þessi
fallegi burkni á myndinni er
danskur og kostar kr. 3.500,
mjög stór og þéttur. Blómið t.h.
er drekatré og kostar kr. 2.400.
En litla blómið fremst heitir
Selangenella og minnir helst á
Eini, og kostar það kr. 1.000.
I Fálkanum, Suðurlandsbraut 8,
sá ég þessa sérkennilegu hrað-
suðukatla, en þeir eru i mjög
sterkum litum, með hvítum og
svörtum höldum úr plasti og
slökkva báðir á sér sjálfir.
Tilvalin gjöf til brúðhjónanna.
Ketillinn t.v. á myndinni kostar
kr. 6.155, en sá t.h. er með
þriggja tóna flautu, og kostar
hann kr. 6.355.
Að Hamraborg 1, Kópavogi, er
tískuverslunin Urður. Þar er
mikið úrval af tískufatnaði fyrir
dömur, og er mikið kapp lagt á
að hafa sem fæstar flíkur af
hverju sniði. Sérstaka athygli
mina vakti hinn vel þekkti
fatnaður frá WONDI i Þýska-
landi, og hvet ég allar konur,
sem vilja klæðast vönduðum
flíkum að líta þar inn.
Nú er tími ferminganna að fara í
hönd, og hér sem víða annars
staðar tíðkast mjög að gefa
fermingargjafir. Eru þær af
ýmsu tagi, allt frá bókum til
utanlandsferða. Allt sem við-
kemur viðlegubúnaði er hverju
barni kærkomin gjöf, eins og
t.d. þessi svefnpoki, sem fæst í
Hagkaup og kostar aðeins kr.
4.560.
Þessir fallegu blómapottar eru
þýskir, úr leir, og má nota þá
sem pottahlífar og einnig setja
blómið beint i þá. Pottarnir eru á
mjög hagstæðu verði. Þeir til
vinstri fást í tveimur litum,
grænu og brúnu, og þrem
stærðum og kosta frá kr. 455 til
790, en ferköntuðu pottarnir til
hægri eru vinrauðir og kosta kr.
350 og 450. Kjörnir fyrir til
dæmis kaktusa.
riðið, þannig að ég gat séð niður á
veröndina og einnig aðalinnganginn
að hótelinu. Þarna stóð maður og
leit i kringum sig, en síðan tók hann
eitthvað upp úr vasanum. Hann
opnaði hóteldyrnar og skaust
innfyrir.
Þótt maðurinn hefði greinilega
verið að reyna að dyljast, þekkti ég
hann strax. Þetta var Stark.
Eftir svona mikla drykkju og
síðan meðferðina hjá Randal, skyldi
maður halda, að manninum væri
mest í mun að komast í háttinn. En
í þess stað hlaut hann að hafa komið
heim á hótel, skipt um föt, en síðan
farið út á búlugang. Furðulegt!
Nema að hann hafi alls ekki verið
eins fullur og hann leit út fyrir að
vera.
Eftir þessa hálfgerðu andvöku-
nótt vaknaði ég seint og illa
upplögð. Úti fyrir var albjart og ég
fékk mér morgunverð á veröndinni,
en hafði alls enga matarlyst. Ég
þóttist ekki taka eftir því, þegar
Randal birtist. Mér til ánægju
virtist hann taugaóstyrkur og ég
leit spyrjandi á hann.
,,Ég má til með að biðja þig af-
sökunar,” sagði hann.
„Já, það er rétt,” sagði ég og
setti sultu á rúnnstykki.
„En mig langar samt til þess að
vita um hvað þú og faðir minn
voruð að ræða saman,” sagði hann
og hleypti brúnum.
,Ég sagði þér það i gærkvöldi. En
meðan ég man, hefurðu látið hr.
Stark fá lykil að hótelinu?”
Brýrnar sigu enn lengra niður.
„Nei, alls ekki.”
„Samt sá ég hann koma heim
eitthvað á milli hálffjögur og fjögur
í nótt og hann var með sinn eigin
lykil. Mér datt í hug að þú vildir
vita það.”
„Áttirðu erfiða nótt?" spurði
Randal og mér fannst hann vera
hæðinn á svipinn.
Reiði míii blossaði upp á ný.
„Vissulega átti ég erfiða nótt,”
sagði ég. „Mér hafði rétt tekist að
sleppa úr höndum kunningja míns,
sem hafði allt í einu orðið ofsa-
fenginn og lent í slagsmálum við
ókunnan mann, en síðan snúið reiði
sinni gegn mér. Já, nóttin var ekki
sem skemmtilegust. En ég er farin
að átta mig á því, að ég er einum of
hörundssár, svo að þú skalt ekkert
vera hugsa um þetta.”
„Æ, Alexa, fyrirgefðu mér,”
sagði hann og var sakbitinn og
vansæll á svipinn. Hann dró til sin
stól, settist, en bætti síðan við:
„Ég get ekki útskýrt hvers vegna
ég varð svona reiður. Sumpart var
það sjálfsagt vegna ruddaskapar
Starks í þinn garð, en svo var það
líka eitthvað annað. Hið eina, sem
ég get sagt þér er, að mér og föður
minum kemur illa saman. Ég vil
ekki láta draga mig inn í hans,....”
hér hikaði hann andartak, „hans
viðskiptamál.”
„Hvaða viðskiptamál?” Ég vissi,
að ég var einum of ágeng.
„Af ýmsu tagi.”
Þetta sagði mér raunar ekkert.
Til þess að skipta um umræðuefni
spurði ég hann, hvers vegna hefði
slitnað upp úr trúlofun Noni systur
hans og Michael Brents, fyrrver-
andi unnusta míns.
Hann studdi olnbogaunum á
borðið og leit rannsakandi á mig.
„Hvers vegna viltu fá að vita það?”
spurði hann.
„Ja, ég var búin að ákveða að
borða hádegisverð með Michael í
dag, en nú er ég á báðum óttum
hvort ég eigi að gera það.”
Það var broddur í orðum hans, er
hann sagði: „Ef þú vilt ná í hann
aftur verðurðu að umgangast hann
eitthvað.”
„Ég kæri mig alls ekki um hann
lengur,” hreytti ég móðguð út úr
mér.
„Eru þetta nú ekki einum of stíf
mótmæli? Hann hallaði sér aftur á
bak og horfði út yfir sjóinn. „Nú en
hvers vegna er ég að ráðleggja
þér?”
„Noni er systir þin.”
„Ég er þá tæpast hlutlaus aðili.
Kannski að ég kæri mig alls ekkert
um, að hún bindist Michael Brent.”
„Þér geðjast þá ekki að honum?”
„Nei.”
Og hvers vegna ekki?”
„Þú verður að spyrja Noni að
því,” sagði Randal, en þegar hann
sá svipinn á mér, bætti hann við.
„Það var hún, sem rifti trúlofun-
inni, en ég hygg að faðir minn
standi á bak við það allt saman. Það
er vaninn.”
Eftir andartak stundi hann og
sagði: „Liklega er Michael ekki að
öllu leyti eins og hann á að vera, og
af því að Noni vill gjarnan hegða sér
eins og góða stúlkan, sem hún alls
ekki er, þá ákvað hún að fresta gift-
ingunni um eitt ár.”
Þegar Michael renndi við hjá mér
um hádegisbilið, var ég heldur þurr
á manninn. Hann hélt hurðinni á
bílnum opinni og virtist í vandræð-
um með, hvað hann ætti að segja.
Ég hafði unnið fyrstu lotu.
Er við ókum af stað sagði hann:
„Það mun hafa verið eitthvert
uppistand hér í gærköldi.”
„Hver sagði þér það?”
Michael yppti öxlum og svaraði:
„F'lýgur fiskisagan. Kannski að þú
ættir ekki að vera mikið á ferli ein
þíns liðs eftir að dimmt er orðið.”
Ég fór að hlæja. Ef hann var að
reyna að komast eftir þvi, hvort ég
hafði mælt mér mót við Randal eða
hitt hann af tilviljun, yrði honum
ekki kápan úr því klæðinu.
Framhald í næsta blaði.
44VIKAN 11. TBL.