Vikan


Vikan - 17.03.1977, Blaðsíða 48

Vikan - 17.03.1977, Blaðsíða 48
í vetur hefur heimakonan verið meira i sviðsljósinu en áður. Raunar hefur hún sjálf ekki verið í sviðsljósinu, heldur hafa ýmsir, sem fyrir eru í sviðsljósinu, gert hana að umræðuefni. Ástæðan er auðvitað skattafrumvarpið margumrædda. Ekki get ég neitað því, að það yljar mér, að minnsta kosti um stundarsakir, þegar landsfeðurnir tala um mikil- vægi heimakonunnar og þýð- ingu hennar fyrir heill og hamingju þjóðarinnar og hið ómetanlega gildi þess að hafa kjölfestu á heimilinu o.s.frv. Þið þekkið vænti ég öll lofsönginn. í umræðum um heimakon- una og útivinnandi konuna er venjulega bent á, hve mikill kostnaður fylgi því fyrir fjölskyldukonu að vinna utan heimilis. Hún þarf að borga gæslu fyrir börn (takið eftir því, að í umræðunni er það alltaf hún, en ekki karlinn, sem borgar gæslu fyrir börn- in!) og oft að kaupa húshjálp. Ferðakostnaður eykst, annað hvort vegna bensíns eða fargjalda, og svo verður matarkostnaðurinn meiri. Auk þessa kemur svo margt fleira, eins og t.d. fatakostn- aður. Útivinnandi kona þarf að vera betur klædd en hin, og hún hefur ekki tíma til að sauma og prjóna á fjölskyld- una í sparnaðarskyni. Þetta með barnagæsluna og húshjálpina skrifa ég strax undir. Ferðalögunum og matnum á ég aftur á móti erfiðarameð að kyngja. Varla er hægt að ætlast til þess, að heimakonan sitji í einhvers- konar stofufangelsi og bregði sér ekki út fyrir dyr nema á tveimur jafnfljótum, eða hvað? Ef einhverjum er þörf á svolítilli tilbreytingu, bæjar- ferð, heimsókn eða bíltúr á góðviðrisdegi, hvað þá nýrri flík, þá er það heimakonunni. Matarkostnaður á heimili, þar sem húsmóðirin vinnur úti, verður alltaf meiri, segja talsmenn frádráttarinsvegna- vinnuhúsmóðurutanheimilis. Það er áreiðanlega rétt, að hann verður alltaf meiri. En ég er ekki viss um, að hann þurfi að vera meiri. Sjálf hef ég reynt heimilishald með fullri vinnu utan heimilis, hálfri vinnu og engri vinnu. Ogmunurinná nauðsynlegum matarkostnaði hefur ekki ver- ið neinn. Aftur á móti varð matarkostnaðurinn mun meiri, þegar ég vann úti allan daginn, því þá fannst mér ég verða að njóta þess í ein- hverju að ég var að ,,mala gull." Það var svo miklu notalegra að skreppa út á næstu matsölu um hádegið með vinnufélögum, en boröa skrínukost við ritvélina — og brauðsneiðin frá smurbrauð- stofunni var ólíkt lystugri en sú, sem ég hafði smurt heima. Þetta var lúxus en ekki nauðsyn. Ef við tökum matarmálin skipulega og byrjum á morg- unmatnum, þá verður hann svipaður hjá öllum. Um hádegið borðar útivinnandi konan kannski í mötuneyti á vinnustaö, á veitingahúsi, eða kaupir samloku á upp- sprengdu verði í næstu búð. En er henni í rauninni nokkuð meiri vorkunn að borða heimasmurða samloku, harð- soðið egg og jógúrt en heimakonunni, sem snæðir þetta í eldhúskróknum sín- um? Og er þessi matseðill ekki alveg eins góður fyrir stálpaðan ungling og ham- borgari með frönskum á grill- barnum í nágrenni skólans? Þegar útivinnandi konan kemur heim á kvöldin, er óneitanlega huggulegra að grilla pylsur eða mínútusteik á nýja hraðgrillinu og borða þetta með dósagrænmeti en sjóða kartöflur og fisk. En fljótlegra er það ekki svo nokkru nemi. Liggur munurinn í innkaup- unum? Með því að hlusta á auglýsingar í útvarpi og lesa blöðin, má finna út, hvar kaffið er ódýrast, hvar sykur- inn fæst með mestum af- slætti o.s.frv. Og hefur heimakonan nokkuð betra að gera en eltast við þetta? Kannski ekki. En þegar búið er að sækja kaffið suður í Hafnarfjörð, sykurinn vestur í bæ og kjöthakkið upp í Breiðholt hefur verðið hækk- að talsvert, því bensínið fæst því miður hvergi á vörumark- aðsverði. Þá hlýtur leyndardómurinn að liggja í því, hvernig matur- inn er nýttur. Og þar skiptir tíminn, sem til ráðstöfunar er, talsverðu máli. Vissulega er hægt að spara með því að breyta slögum í dýrindis rúllupylsu, hakka þunnildin í Ijúffenga fiskrétti, steikja kleinur í kílóavís og gera sláturkeppi svo hundruðum skiptir og þar fram eftir götunum. En er hægt að búast við því, að um leið og kona fer að dveljast daglangt heima hjá sér verði hún sjálfkrafa fullfær í kjötiðnaði, bakstri og öðru, sem að matargerö lýtur? Svo ekki sé minnst á, hvort hún hafi löngun eða lyst á að hreinsa vambir. Um það virðist enginn þurfa að spyrja. Þetta þykir víst svo sjálfsagt. Ann- ars er konan ekki kona. Þ.Á. hafði æft, en hún kom ekki upp nokkru hljóði. — Þú ert að gera að gamni þínu, kjökraði hún. — Þú vilt ekki binda þig. Þú skelfist hjónaband og allar þær skyldur, sem því fylgja. Ég fann það vel fyrir þremur árum. — Já, Sandra, það stendur heima. Ég var ragur og hræddur við hjónaband — en nú meðan við höfum verið hér með systurbörnum þínum, þá hefi ég kynnst því, að fjölskyldulíf getur fært manni mikla blessun. — Hefur þú fundið þetta, meðan þú hefur fylgst með mér hér í allri þessari ringulreið? — Já — einmitt, það er rétt. Ég hef alltaf elskað þig, líka þessi þrjú ár, sem við vorum aðskilin, en það var rétt hjá þér, að ég vildi ekki binda mig. Þess vegna var ég svo heimskur að leyfa þér að hverfa úr lífi mínu. En ég gat aldrei gleymt þér. — Þegar ég fluttist til Oslo og hóf þar kennslu, var það meðal annars vegna þess að þú varst þar. Ég vonaði alltaf, að ég myndi hitta þig. Kvöld nokkurt sá ég þig úti með Liv. Ég talaði við hana og komst að því, að þið leigðuð íbúð saman. Ég fékk hana til að bjóða mér í mat. Hann dró hana að sér og hélt henni þétt að brjósti sér, meðan hann hélt áfram:— Svo hitti ég þig aftur, þú varst svo kuldaleg og fráhrindandi og talaðir eins og þú hefðir gleymt mér fyrir löngu. En ég trúði þér ekki. Ég mundi, hve vel okkur leið saman og hve gott samband okkar var. Ég fann, að við tvö vorum ætluð hvort öðru, og þegar við hittumst aftur, vissi ég, að ég elskaði þig. Hann kyssti hana — og þegar kaffið sauð upp úr, skellihlóu þau bæði. En þó kvöldið væri enn fjarri með fyrirheit um gleðskap, bál, tónlist og rómantík, þá var ekkert sem vantaði, hamingjan var með þeim nú á þessari stundu. 48VIKAN 11. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.