Vikan


Vikan - 17.03.1977, Side 53

Vikan - 17.03.1977, Side 53
4 egg 4 sneiðar skinka Ijóst kjötsoðshlaup (í pökkum eða glösum, Aspic eða Sky) salatblöð. Sjóðið eggin i 4 mínútur. Kælið og flysjið. Leysið hlaupið upp og setjiö dálítið af hlaupinu í 4 kaffibolla, en smyrjið bollana fyrst að innan með olíu. Skiptið skinku- sneiðunum í tvennt og leggið utan um hvert agg. Eggið sett í og soði hellt yfir. Látið standa á köldum stað þar til það er orðið stíft. Hvolfið hlaupinu á salatblöðin og berið fram með brauði. Notið fremur litla bolla, til þess að hlaupið verði ekki of mikið. 200 gr pylsuafgangar 2 msk klipptur graslaukur 3 tómatar í sneiðum 4 egg smjör eða smjörlíki í formið. Látið pylsuna í smurt eldfast form. Stráið graslauk yfir. Skerið tómatana í sneiðar og setjið ofan á. Brjótið eggin varlega yfir. Rauðurnar mega ekki springa. Hitið við 250°, þartil eggin hafa stífnað. Berið brauð með. 4 egg, soðin í 8 mínútur 3 — 4 msk mjög fíntsaxaður laukur 1/2 tsk salt majónes 4 sneiðar brauð. smjör eða smjörlíki 4 salatblöð 4-6 sneiðar sýrðar rauðrófur . Gróftsaxið eggin og blandið með lauk og salti. Látið bíða um stund. Blandið saman við majónesiö, setjið salatið á smurðar brauðsneiðarnar og hafið salatblað undir. Skerið rauðrófurnar í bita og stingið þeim síðan í salatið. 11. TBL. VIKAN 53

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.