Vikan


Vikan - 17.03.1977, Blaðsíða 55

Vikan - 17.03.1977, Blaðsíða 55
prjónunum A Í þessu blaði gefum við ykkur uppskrift af skemmtilegum jökkum, sem spennandi er að spreyta sig á. Jakkarnir eru prjónaðir úr íslenskum lopa, og það þekkjum við flest af reynslunni, að lopapeysur eru einkar hentugar flíkur. Áður en þið hefjist handa, ráðleggjum við ykkur að lesa uppskriftina vel og vandlega yfir. Þið eigið þá síður á hættu mistök. Athugið t.d., að þegar þið aukið út, þá er það þverbandið á milli lykkjanna, sem þið takið upp og gerið að nýrri lykkju. Þetta vita allar reyndar pjónakonur. Við efumst ekki um, að það leikur í höndunum á ykkur að prjóna þessa fallegu jakka og upplagt fyrir alla fjölskylduna að hjálpast að. Sá, sem mesta reynslu hefur af prjónaskap, getur hjálpað til við það, sem kann að vefjast fyrir lítt reyndu prjónafólki, eins og úrtökur, snúninga, hnappagöt og vasa. umferðina. i næstu umferð fitjið þið svo upp lykkjurnar, sem felldar voru af. Vinstri ermahelmingur og fram- stykki, er prjónað eins, nema að nú aukið þið út í vinstri hlið og prjónið hnappagötin í vinstra boð- unginn á herrajökkunum. Bakið: Byrjið á afturstykki hægri ermar og prjónið eins og vinstri ermi og framstykki (aukið í vinstri hlið). Þegar þið hafið fitjað upp 16 (18) 26 (30) lykkjurnar, á að prjóna 37 (40) 48 (52) sm yfir allar lykkjurnar og fella svo aftur af þessar 16 (18) 26 (30) lykkjur. Prjónið nú hinn helminginn á sama hátt, nema eins og hægra framstykki, og þið fellið nú af í staðinn fyrir að auka út og notið sama lykkjufjölda (það er sem sagt allt þakstykkið sem við erum með í höndunum). Frágangur: Nælið stykkin saman og heklið þau saman. Skiljið eftir 7 (7) 9 (11) sm op á framstykkjunum og 14 (14) 18 (22) sm á bakinu, vegna hálsmálsins. Takið upp 45 (51) 59 (63) lykkjur við hálsmálið og prjónið 16 (18) 22 (22) umf í snúning, 3 réttar, 3 rangar. Fellið laust af. Takið upp 69 (75) 93 (99) lykkjur að neðan og prjónið snúning 8 (10) 12 (14) umf. Saumið neðsta hlutann af boðungnum við snún- inginn. Vasarnir: Setjið títuprjón ca 3 (3) 4 (4) sm frá snúningnum og ca 6 (7) 9 (10) sm frá boðungnum. Teljið nú 10 (11) 13 (16) lykkjur upp frá þessari lykkju og setjið þar niður títuprjón. Dragið þráðinn út og takið lykkjurnar upp. Þið gætuð líka hugsanlega prjónað í þráð (eins og fyrir þumli á vettlingi) þegar þið eruð að prjóna stykkin. Lykkjurnar næst hliðarsaumnum eru settar á prjón og 2 lykkjur fitjaðar upp í staðinn til hvorrar hliðar (= 2 við byrjun og til endans). Prjónið nú 7 (8) 10 (11) sm og saumið vasann svo frá röngunni. Lykkjurnar næst fram- brúninni eru settar á prjón og 1 lykkju aukið við í hvorri hlið, og þið prjónið nú „vasalok" yfir 5— 6 umf og prjónið snúning. Fellið laust af og tyllið niður „vasa- lokinu." — Varpið kringum hnappagötin. Barnahúfa. Fitjið upp 48 lykkjur og prjónið snúning, 3 réttar, 3 rangar 16 umferðir.Prjónið svo ca 12 sm rétt og prjónið síðan 2 lykkjur saman aðra hverja umf, fyrst með 4 lykkjur á milli, síðan 3 þá 2 og loks 1. Prjónið nú allar lykkjur saman 2 og 2 í næstu umf, þangað til lykkjurnar eru svo fáar, að þið getið dregið garnið í gegnum. Saumið húfuna saman í hnakk- ann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.