Vikan


Vikan - 21.07.1977, Blaðsíða 17

Vikan - 21.07.1977, Blaðsíða 17
3 Hótel Höfn er landsþekkt fyrir góða þjónustu og skemmtilegar innréttingar. Hér sést hluti af matsalnum, en hann rúmar 140 manns. Margir íbúar á Höfn eiga sér fallegt sumarbústaðaland í L óninu og þangað leita þeir sér hvildar. sýslumannsfrú, barnakennara og leikkonu. Þar fékk ég hinar hlýlegustu móttökur og dvaldi þar í góðu yfirlæti um tíma. Eftir að hafa spjallað lítilsháttar við Sigríði, fórum við heim til Árna hótel- stjóra. Þar mætti mér sami vingjarnleikinn og heima hjá sýslumannshjónunum, og var Árni ekki lengi að bjóða mér inn og veita mér allar þær upplýsing- ar, sem ferðamenn geta haft gagn og gaman af, en Árni er manna fróðastur um staðháttu á Höfn og sveitunum í kring. Á Höfn er aðstaða góð til að taka á móti ferðamönnum, en þó vantar nokkuð á skipulagðar ferðir um sveitirnar. Tjaldstæði á Höfn er mjög gott, þrifalegur staður og fallegt útsýni þaðan. Söluskálar eru þrír, og einnig er þargrillstaður, þarsem ferðalangar geta fengið sér hressingu. í Nesjaskóla er starfrækt sumar- hótel, en á Höfn er einnig prýðilegt hótel, sem starfar allt árið. í því eru 40 herbergi með 68 rúmum og aðstaða öll eins og best verður á kosið. Allar veitingar eru fáanlegar á hótelinu, og þar er einnig Iftil, en hlýleg vínstúka. Þá má nefna, að gestir geta tekið sér Sauna-bað á hótelinu. Þjónustan er þarna fyrsta flokks, enda mikið um, að ráðstefnur séu haldnar þar. Matsalurinn rúmar 140 manns og er mikið notaður. Hótelið býður ferðamönnum, sem dvelja þar í tvær nætur, 10% afslátt af gistingu og 15% afslátt, ef dvalið er í þrjár nætur eða meira. Yfir sumarmánuðina eru um 26 manns í starfi á hótelinu, en 12 manns yfir vetrarmánuðina. Til dæmis um vinsældir Hótel Hafnar, má nefna, að í september á síðastliðnu ári voru haldnar þar 5 ráðstefnur. Á Höfn er mjög góð aðstaða til ráðstefnuhalds, skóli er í 200 metra fjarlægð frá hótelinu, og þar hafa landsþing verið haldin, en önnur þjónusta fer fram á hótelinu. Útsýni frá hótelinu er stórfeng- legt. Hótelið stendur hátt og opið land í kring, sem ekki mun verða byggt. Sagði Árni mér, að oft gæti tekið hálftíma að koma fólki inn á hótelið, sem kemurtil Hafnar í fyrsta sinn, því fegurðin er slík þar í góðu veðri, að ferðamenn standa úti og mynda og fást ekki til að fara inn! Það er margt hægt að taka sér fyrir hendur, meðan dvalið er á Höfn, óg sem dæmi má nefna glæsilegan 9 holu golfvöll staðar- ins, sem er víst með jDetri golfvöllum á landinu. Mörg opin golfmót eru haldin á þessum velli yfir sumarmánuðina. — Horn- firskir hestar eru löngu annálaðir fyrir gæði, en enn hefur ekki orðið af því að setja á stofn hestaleigu, sem Árni telur nauðsynlegan hlut. Eftirspurn eftir hestum er gífurleg, en fólk þarf að komast sjálft i samband við hestaeigendur. Einnig benti Árnl á skemmtileg- ar ferðir, sem farnar hafa verið út á fjörur, en þangað hefur lóðsbát- urinn flutt fólk. Taldi Árni nauðsynlegt að fá betri báta, þar sem fuglalíf er mikið þarna, og í austurfirðinum er enn mikið um lunda. Selur gengur þar inn um allt, og því áhugavert að skoða sig um þar. Félagsheimilið á Höfn nefnist Sindrabær, og eru þar haldnar kvikmyndasýningar flest kvöld vikunnar, og oftast er fleiri en ein sýning á kvöldi. Dansleikir eru þar yfirleitt um hverja helgi, og leiklistarlíf er í miklum blóma yfir vetrarmánuðina. Á Höfn er einnig rekin bílaleiga, og einnig eru hópferðabifreiðir ávallt til staðar þar. Síðari dag minn á Höfn, ókum við upp í Lónið, þar sem margir Hafnarbúar eiga sumarbústaði, og þangað leita þeir sér hvíldar. Leiðin upp í Lónið er skemmtileg, en kannski er það ekki beint fyrir lofthrætt fólk að aka upp Al- mannaskarðið! Veðrið var alveg sérstaklega gott þennan dag, sólskin, og varla sást ský á himni. Fjöllin spegluð- ust í spegiltærum sjónum, og fallegar eyjar setja sérstæðan svip á fjörðinn. Ég gerði heiðarlega tilraun til að festa þessa fegurð á filmu af útsýnispallinum, en það er í rauninni ógjörningur, sérstaklega þar sem filman var ekki í lit. Eftir að hafa lofsamað útsýnið um stund, var haidið innar í Lónið og inn í sumarbústaðalandið. Hvert sem litið var blasti við slík fegurð, að allar samræður í bílnum féllu niður! Gróðurlendi er mikið þarna og litir fjallanna stórkostlegir. Hornið blasti við í allri sinni dýrð, eins og fallegt málverk, heldur hrikalegt skriðfjall, en ótrúlega glæsilegt. Jökulsá I Lóni er stór- kostleg sjón út af fyrir sig. Ef ekið er í vesturátt frá Höfn, gefur að líta gjörólíka sjón. Jökulsýnin er stórfengleg og landslag mjög sérstætt. Hrikalegt, en um leið tignarlegt útsýni, og sjón, sem enginn gleymir. Þið sjáið, að það er úr mörgu að velja á þessum slóðum, grænt gras eða 29. TBL.VIKAN 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.