Vikan


Vikan - 21.07.1977, Blaðsíða 34

Vikan - 21.07.1977, Blaðsíða 34
MENN í MÚSARGERFI Kæri draumráðandi! Fyrir stuttu dreymdi mig þrjá stutta drauma (alla nótt eftir nótt), sem mig langar að biðja þig að ráða fyrir mig. Sá fyrsti var á þessa leið: Ég var að fara út í bílskúr og sá þá tvær dauðar mýs, þær voru með opin augu. önnur var stærri og feitari en hin. Við þessa sýn, kipptist ég aðeins við, en varð samt ekkert hrædd. Næstu nótt dreymdi mig, að ég væri að vinna í sjoppu. Þá komu þessar mýs (þær sömu ocj nóttina áður) og voru alveg sprelllifandi (en ég minntist þess ekki aö hafa séð þær áður). Þær voru mjög almennilegar (mér fannst þær vera menn í álögum), en samt stökk önnur þeirra á mig (þessi stærri) og krafsaði aðeins í mig, en fór strax aftur af mér. Þá breyttust álögin, og fyrir framan mig stóðu tveir menn, en samt voru mýsnar enn lifandi. Síðan varð sá draumur ekki lengri. Nóttina eftir dreymdi mig annan draum mjög skýrt. Flann var á þá leið, að ég var orðin ófrísk eftir strák, sem mér er mjög illa við. Ég ætlaði að segja stráknum, sem ég er hrifin af, frá því, sem samt varð ekkert úr því, því ég sá hann ekkert meira í draumnun. Ég vildi ekki segja foreldrum mínum frá því og lokaði mig inni í herbergi, þegar þau komu í heimsókn á staðinn, sem ég verð á í sumar. Þau sáu mig ekki. Síðan eignaðist ég barnið, og var það strákur. Ég fór þá heim og sagði foreldrum mínum frá þessu, og þau tóku þessu ekkert illa. í því vaknaði ég. Geturðu ráðið þessa drauma fyrir mig? Með fyrirfram þökk fyrir ráðning- una, A.H. Mýs í draumi eru ávallt góður fyrirboði, og er ógiftum stúlkum oft fyrir hamingjuríku hjónabandi. Þú hittir að öllum Hkindum þann eina rétta fyrr en þig varir. Krafs músarihnar er þó fyrir baktali og óvildarhug einhvers í þinn garð, og feluleikur þinn boðar s/æmar Mig dreymdi fréttir, sem þú færö. Opin augu músanna merkja hins vegar hamingju og góðar fréttir. ÚTBREIDDIR PENINGASEÐLAR Kæri þáttur, Mér datt í hug að leita á náðir þínar og fá ráðningu á draumi, er mig dreymdi í nótt, og veldur hann mér miklum heilabrotum. Mérfannst ég vera hér heima, inni í herberginu mínu, ásamt mömmu og systur minni. Ég sat við skrif- borðið mitt og var með peninga- seðla útbreidda um allt borðið (5000 kr.). Allt í einu tókum við eftir því, að fullorðinn frændi minn stendur í dyrunum og horfir á okkur. En okkur varð svo mikið um að sjá hann, og fannst mér eins og hann mætti alls ekki sjá alla þessa peninga og alls ekki vita, að við ættum þá, eða ég. Svo ég hrúgaði þeim öllum saman í einn bunka í flýti, en setti einhverskonar reikningseyðublað neðst og efst á peningabunkann og hélt svo á þessu í hendinni, en passaði, að hann sæi þá ekki. En hann spurði, hvað þetta væri, en við vildum ekki segja það, og gekk þetta þras um tíma. Að lokum fór hann að reyna að ná þessu af mér, en þá skarst mamma í leikinn, og við reyndum báðar að passa, að hann næði þessu alls ekki af mér. Að lokum labbaði hann út og sagði: ,,Ég vissi, að þið væruð öll svona, það er bara pabbi ykkar, sem er vinur." Mér varð mikið um að heyra þetta og hljóp á eftir honum og sagði: ,,Viltu fyrirgefa mér?" Þá sneri hann sér við og tók í hendina á mér og sagði: ,,Já, ég skal fyrirgefa þér." Lengri varð draumurinn ekki, en ég hef mikinn áhuqa á að biðja þig að ráða þennan draum, ef hann táknar eitthvað, sem ég er viss um, að hann gerir. Með bestu þökk. ., Rúna. Það er hætt við, að þú lendir i mikilli óhamingju i ástamálum, og þú munt bíða lægri hlut í einhverju, sem þú keppir að. Einnig áttu eftir að valda frænda þínum miklum vonbrigðum. Þó boða peningarnir þér áhyggjulaust líf og óvænta auðlegð. Þér áskotnast einhver hlutur, sem þig hefur lengi langað til að eignast. I ATVINNULEIT Kæri draumráðandi! Mig langar að biðja þig um að ráða fyrir mig draum, sem mig dreymdi fyrir stuttu og get ekki gleymt. Mig dreymdi að ég væri atvinnulaus, og var ég mjög leið. Ég var að lesa dagblað, þegar ég sá auglýsingu um atvinnu, sem mig langaði til að fá. Ég hringdi og hringdi í númerið, en þar svaraði aldrei. Þá fór ég ofan í skúffu og dró upp eitthvert kort, sem var í rauðum lit, og inn á það voru skrifuð símanúmer og götuheiti. Ég leitaði að símanúmerinu á kortinu og sá þá, að þetta fyrirtæki var upp í Breiðholti. Þá ákvað ég að fara þangað, en þegar ég ætlaði að fara að taka strætó, var mér sagt, að það gengu engir strætisvagnar þennan dag, því það væri svo mikill snjór í Breiðholtinu, að þeir kæmust ekki þangaö. Ég ákvað þá að labba þangað, og á leiðinni fannst mér alltaf eins og einhver væri að elta mig. Þegar ég var komin upp á Miklubraut, leit ég við, og þá sá ég, að það var köttur, sem elti mig. Var hann með sjö kettlinga með sér, og voru þeir allir klæddir í úlpur og með húfur. Fannst mér þetta mjög einkennilegt, en hélt samt áfram að ganga. Allt í einu kom stór vörubíll og keyrði yfir alla kettina. Hélt ég, að þeir væru allir dánir, svo ég sneri við og fór að athuga þá. En þá stóðu þeir allir upp og hristu sig og horfðu á mig. Þeir voru allir hvítir. Stóri kötturinn leit á mig, eins og hann væri að biðja mig um- að hætta við að fara, en ég skeytti því engu og gekk áfram. Þegar ég var komin upp í Breið- holt, sá ég, að fyrirtækið var J kirkju. Ég ætlaði að fara þar inn, en þá voru dyrnar læstar, og mikill sálmasöngur barst út um kirkju- gluggann. Ég bankaði á kirkju- dyrnar í svolítinn tíma, en það svaraði enginn. Ég sneri við heim á leið, en þá byrjuðu kirkju- klukkurnar allt í einu að hringja, og uppi á kirkjuþakinu stóð maður, sem kallaði nafnið mitt hvað eftir annað. Ég varð hrædd og byrjaði að hlaupa, en þá kom kötturinn og sagði mér að fara ekki, því ég hefði fengið vinnuna. Þá fór ég aftur upp að kirkjunni. Þegar ég kom irm-r hana, var verið að skíra barn þar, og fannst mér það væri atvinnan mín nýja að syngja einsöng við barnsskírnir. Ég vona, að þú getir lesið eitthvað úr þessu. Með fyrirfram þökk fyrir birting- una, ' P.K. Þessi draumur boöar þér sér- staklega mikla gæfu. Þú munl ganga í hjónaband, fyrr en þig varir, og þú verður afar hamingju- söm. Snjór í draumi er fyrir auðsæld og gæfu, og að sjá kirkju í draumi er lánsmerki. Sálma- söngurinn boðar þér gott gjaforð, velgengni og auðsæ/d, og kirkju- klukkurnar boða giftingu. Þín heitasta ósk mun rætast og friður og ánægja fylgja þér. Þó er ekki ó/ík/egt, að þú lendir i einhverju smárifrildi á næstunni. # 34 VIKAN 29. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.