Vikan


Vikan - 21.07.1977, Blaðsíða 55

Vikan - 21.07.1977, Blaðsíða 55
„Hefurðu ekki spurt að því?” „Nei.” „Þú ættir endilega að gera það. Ég hef fc^éttir að færa. Ég veit ekki hvernig á að túlka þær, en ég held að þær séu mikilvægar.” „Sei, sei,” sagði Guillam, „allir með fréttir handa hinum. Það er svei mér spennandi. George hefur verið að skoða fjölskyldualbúmið mitt og virðist kannast við öll gömlu andlitin.” Mendel fannst hann vera utan- gátta og afskiptur. „Ég skal segja þér frá þvi öllu saman yfir kvöldverði annað kvöld,” sagði Smiley. „Ég ætla að láta útskrifa mig í fyrramálið, hvað svo sem raular og tautar. Ég held að við höfum fundið morðingjann og raunar ótal margt fleira. En segðu mér nú hvaða fréttir þú hefur að færa.” Það var enginn sigur- glampi í augum hans, einungis kviði. Klúbburinn, sem Smiley tilheyrði var ekki í svo miklu áliti, að meðlimir hans kæmust á spjöld bókarinnar Hver er maðurinn. Hann var stofnaður af ungum guðleysingja að nafni Steed- Asprey, sem hafði fengið ákúru hjá ráðherra fyrir að guðlasta í áheyrn biskups frá Suður-Afríku. Hann taldi fyrrverandi matmóður sína í Oxford á að yfirgefa hús sitt í Hollywell og veita þessum klúbbi að Manchester Square forstöðu. Þar voru tvö rúmgóð herbergi og kjallari, sem hann hafði fengið til ráðstöfunar hjá ríkum ættingja sínum. Eitt sinn höfðu verið fjörutíu meðlimir í klúbbnum, sem hver um sig greiddi finftntíu pund á ári. Nú voru þrjátíu og fimm eftir. f honum voru engar konur og engar reglur, enginn ritari og engir biskupar. Það var hægt að fá samloku og bjór eða einungis samloku. Svo lengi sem maður var nokkurn veginn alsgáður og tróð ekki öðrum um tær, var næstum því sama, hvað maður gerði eða sagði, eða hvaða gesti maður bauð með sér. Auðvitað voru flestir meðlimimir á svipuðum aldri og Smiley og höfðu verið samtíma honum í Oxford. Strax í upphafi höfðu menn verið sammála um, að klúbburinn ætti einungis að vera fyrir eina kynslóð og að hann myndi eldast og deyja um leið og meðlimirnir. Striðið hafði tekið sinn toll, Jebedee og fleiri, en það hafði enginn stungið upp á þvi, að teknir skyldu inn nýir meðlimir. Auk þess áttu þeir nú húsnæðið og voru ekki í neinum fjárhagsvandræðum. Þetta var laugardagskvöld og einungis fáir í klúbbnu.m. Smiley hafði pantað mat handa þeim og það hafði verið lagt á borð fyrir þá niðri í kjallara, þar sem logaði glatt í arninum. Þeir voru einir þar og fengu nautakjöt og rauðvín með. Úti fyrir rigndi stöðugt. 1 augum þeirra allra þriggja virtist heimur- inn heldur rólegur og viðkunna- legur staður þetta kvöld og það þrátt fyrir hina skuggalegu atburði, sem voru orsök þess, að þeir voru þarna saman komnir. „Til þess að þið getið fengið einhvern botn í það, sem ég ætla að segja ykkur,” byrjaði Smiely og beindi aðallega orðum sínum til Mendels, „þá verð ég að segja ykkur dálítið frá sjálfum mér. Eins og þið vitið er ég starfsmaður í öryggisþjónustunni og byrjaði þar 29. TBL. VIKAN 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.