Vikan


Vikan - 15.09.1977, Side 43

Vikan - 15.09.1977, Side 43
BLÓÐ OG GULLHRINGUR Kæri draumráðandi! Mig langar að biðja þig að ráða fyrir mig tvo drauma. Hvað táknar gullhringur með þremur rauðum steinum? Það var eins og stein- arnir væru í tröppu, hver upp af öðrum. Ég fann hringinn, setti hann á hægri baugfingur og sagöi við mágkonu mína: „Sjáðu, hvað ég fann!" Mig dreymir oft blóð, sé þaö leka, bæði úr mér og fjölskyldu minni og fleira fólki. Unnusti minn tók hníf og skar sig í kinnina og blæddi þar úr. Hundur beit barnið mitt og tvennt annað, barn og fullorðinn mann, sem ég þekki ekki. Jæja, elsku draum- ráðandi, ég hef ekki meira að spyrja í þetta sinn og vona að þú gefir mér góð svör. Lifðu vel og lengi. Ein fyrir norðan, sem dreymir mikið um blóð. Fyrri draumurinn er fyrir brúö- kaupiþínu, semættiað verðainnan skamms. Bióð er yfir/eitt siæmur fyrirboði í draumi, boðar oft veikindi dreymandans, svik eða eitthvert tjón. Þú getur átt von á vandræðum af völdum afbrýði- semi, og átt slæman andstæðing. ÞRJÁR SVARTAR LÍKKISTUR Kæri draumráðandi! Mig langar mikiö til að biðja þig að ráða fyrir mig eftirfarandi draum. Hann er á þessa leið: Mér fannst ég koma inn í búð til að kaupa mér bikini, það átti að vera hvítt. Ég þekkti flestallt fólkið, sem vann þarna. Þegar ég hafði skoðað þarna svolitla stund, þá fannst mér koma sex svartklæddir menn með svarta líkistu á milli sín. Þessir menn komu neðan úr kjallara, sem var við hliöina á skrifstofunni ( búðinni. Ég varð alveg yfir mig hrædd, og ætlaði að segja við svartklæddu mennina, að líkkistan ætti að vera hvít, en ekki svört, en ég kom ekki upp orði. Ég stóð þarna alveg stjörf, þangaö til mennirnir fóru framhjá með kistuna. Þá fór ég inn á skrifstofuna og þá fannst mér eins og ég væri komin í kirkju. Mér fannst kirkjan svo stór, hún var hálffull af fólki, en þetta fólk var allt kvenmenn í svörtum fötum, með hvítar sorgarslæður. Mér brá mikiö við þetta, og ætlaði að hlaupa út, en þá komu aðrir sex svartklæddir menn með svarta líkkistu á milli s(n, og á eftir þeim komu stelpa og strákur með svarta barnalíkkistu á milli sín. Ég þekki þennan strák, og fór til hans og labbaði með honum út úr Mig dreymdi búðinni. Þegar við komum út á götuna, kom bíll á fullu. Okkar fannst sem bíllinn reyndi að keyra á mig. Hann gerði margar tilraunir en náði ekki í mig. Síðan man ég ekki meira, fyrr en ég var að hlaupa upp brekku í leit aö svörtu barnalíkkistunni, og alltaf var bíllinn á eftir mér. Ég tek það fram, að ég vissi ekki, hverjir lágu í líkkistunum, en ég vildi alls ekki láta jarða barnið. Ég hef mjög mikinn áhuga á að vita hvaö þessi draumur táknar, því mér finnst hann svo táknrænn. Hondý Þessi draumur er fyrirboði erfið- ieika, sem að þér munu steðja. Svart er yfirleitt óheillavænlegur litur i draumi, og þú verður fyrir einhverri sorg innan tíðar. Þú átt fyrir höndum langa sjóferð, sem þú ættir að sýna varúð gagnvart. Þú munt sýna dirfsku og dug við að koma fyrirætlunum þínum / framkvæmd, og búðin I draumn- um er góðs viti. FLUGELDAR OG NEYÐARBLYS Kæri draumráðandi! Hérerdraumur, sem mig langar til að biðja yður að ráða sem fyrst fyrir mig. Ég vona að þér skiljið skriftina mína: Mér fannst vera gamlárskvöld. Ég var heima hjá mér og það var verið að skjóta flugeldum. Síðan kom pabbi með tvö neyðarblys eins og bátar eru með. Hann lét mig fá eitt og tók sjálfur hitt, og kveikti á því og úr hans blysi kom grænn logi (en á að vera rauður). Aftur á móti kom rauöur logi úr mínu blysi. Mér fannst mamma mín og bróðir minn standa fyrir aftan mig, og mér fannst að mamma væri að fárast yfir því að ég kynni ekkert á blysið, en bróöir minn, sem er sjómaður, sagði að ég gæti þetta alveg einn. Svo var farið að skjóta upp rakettum, svo ég var sendur til að kaupa spýtur. Þegar ég var að fara, tók ég eftir því að bíll, sem annar bróðir minn á, stóð fyrir utan og fannst mér hann vera dökkur á lit (en hann er í rauninni grár). Ég skipti mér ekkert af þessu og hélt bara áfram. Þegar ég hafði gengið nokkurn spöl, þá fannst mér að gamli bíll bróður míns væri þarna, og það var verið að setja hann í gang með þessum ógurlega hávaða, eins og bíllinn væri hljóðkútslaus. Ég skipti mér ekkert af því, og hélt áfram. Eftir stutta göngu kom ég að flugeldasölu, sem virtist hafa verið skúr eða tjald. Þegar ég kom að skúrnum/ tjaldinu var ein dama á undan mér, svo ég fór við hlið hennar og skoðaði úrvalið. Síðan, þegar hún var búin að versla leit ég við, og þá fannst mér vera komin löng röð fyrir aftan dömuna. En afgreiðslu- daman sneri sér að mér, og ég byrjaði að versla, en svo þegar ég ætlaði að fara að borga, vaknaði ég. Virðingarfyllst, A.Á. Þér mun hlotnast dálítið fé, sem þú færð með vissum skilyrðum, og þú átt á vændum stutta gleði- stund, sem sorg og armæöa hlýst af, efþú varast að spenna bogann ekki of hátt. Þú verður ástfanginn innan skamms, og trúlofun er í vændum hjá þér. Mikil hamingja verður hjá fjölskyldu þinni. STIMPINGAR I SKÓLASTOFU Kæri draumráðandi! Þú ert sá eini, sem mér dettur fyrst og einn í hug, einmitt nú, þegar mér er mikið niðri fyrir yfir draumi, sem mig dreymdi núna í morgun. Ég vaknaði klukkutíma fyrr en venjulega, en steinsofnaði aftur, og dreymdi þá draum, sem ég er viss um að eitthvað táknrænt búi í. — Mér fannst ég vera að hefja námsár ( stórri skólastofu og með mörgum gömlum skólafélögum. Ég og vinkona mín, ásamt þriðju, sem ég man ekki hver er, settumst fyrir miðju, aftast og sætaröðin var löng. Mig minnir, að skólastofan hafi veriö máluð í Ijósum grænum lit, og þannig var birtan inni. Það var mikill galsi í okkur stöllum (eins og rétt er, áður fyrr) og við hlupum út þegar frímínútur komu. Mér fannst að við mundum koma til með að fá eitthvað gott kaffibrauð, þegarvið kæmum inn, af því að þetta væri nú fyrsti dagurinn (rétt eins og sjálfsagt væri, en ég hef aldrei vanist því). Þegar við stöllurnar þrjár komum inn og fundum sætin okkar, var Björn nokkur sestur í sætiö mitt, og vildi sig hvergi hreyfa. Ein- hverjar stympingar urðu, og ég fann að hann þrýsti fingri inn í holuna aftan á hálsinum á mér, neðan hnakka. Síðan þreif hann greiðu og mundaði hana, eins og hníf, og langaði að stinga í mig. Heiftin var mikil í báðum. Ég hrinti honum svo frá mér og fram á borðið og náði á honum taki, svo hann var fastur og ég sneri upp á höndina á honum. Hann gafst upp og fór sneyptur í sæti á enda sætaraðar töluvert framar. Vin- kona mín hafði einnig lent í stympingum við innganginn, og fvlnr'jst margir með þar, og tóku því ekki margir eftir mínum átökum, þannig að ég fann að mér leiddist, að ekki skyldu fleiri hafa tekið eftir „minnkun" Björns (þótt ég kæmi ekki endilega nærri). Stuttu seinna vaknaði ég, eða var vakin, og gekk ekki of vel. Ég vil gjarnan fá svar í Vikunni, án þess þó að draumurinn eða þetta rugl allt verði birt. Heldurðu að það væri hægt? Jæja, ég þakka þá bara fyrirfram fyrir svarið, og ég vona að þú náir að komast fram úr þessari langloku, og um leið vil ég veita þér hól mitt fyrir góð svör við lesendabréfum, sem ég hef lesið. Kærar þakkir. Sigriður Ekki virðistu vera alveg laus við Björn vin þinn úr lífi þínu, eftir þvi sem draumurinn segir tiH! Þú þarft að gæta þín á lygurum, og mannorö þitt mun bíða hnekki, vegna öfundar einhvers, (að öllum líkindum Björns). Sæti þitt í skólastofunni bendir til að þú verðir af starfi eða einhverju sem þér er mikið i mun að hljóta, og verður Björn þar að verki, en þó aðeins til skamms tíma. Skóla- stofan boðar hins vegar óvænt happ, gott líferni og vaxandi virðingu, og leiði þinn í enda draumsins er fyrirboöi mikillar gleði, sem þú verður aðnjótandi. Þú þarft á allri þeirri aðstoð, sem þér býðst, að halda, ti/ að halda þlnum málefnum á hreinu. 37. TBL.VIKAN 43

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.