Vikan


Vikan - 15.12.1977, Page 45

Vikan - 15.12.1977, Page 45
gera,” sagði hann. „Okkur varð báðum á í messunni; við áttum að vita betur. Við skulum ekki eyðileggja líf okkar þess vegna.” ,,Svo við bara eyðileggjum líf barnsins í staðinn,” slengdi Lísa fram bitur. „Svo við drepum bara barnið.” Malcolm blótaði reiðilega. ,,Guð minn góður, hvað þú ert barnaleg. Það er ekki barn ennþá, það er ekki neitt. Þú ert bara andskoti heppin, að þú skulir geta látið eyða því undir heilbrigðiseftirliti og laga- lega.” Lísa leit á hann kuldalega. „Mér datt svona í hug, að við gætum gift okkur,” sagði hún með ískulda. Hún hélt fast í reiðina, því hún vissi, að hún breiddi yfir óumflýj- anlegan sársaukann. Malcolm tók hana í faðm sinn. • >Ég elska þig, Lísa,” muldraði hann róandi. ,,En gifting væri hjákátleg fyrir okkur bæði. Þú hefur þína vinnu, þitt líf, og ég hef mitt. Við höfum verið hamingju- söm, eins og við höfum verið, án hjúskaparheita til að þvinga okkur.” Skerandi, djúp örvæntingin lagð- ist yfir Lísu. Áður en hún náði alveg tökum á henni, gekk hún burtu frá Malcolm og sagði að lokum: ,,Ég ætla að eignast barnið, Malcolm. Og þegar það er fætt, ætla ég að halda því. Ekkert, sem þú segir eða gerir, getur breytt því.” Og hún fór frá honum. Hún hafði ekki séð hann síðan. Lisa gekk hraðar eftir malar- stígnum. Hún hafði ekki hugsað um Malcolm svo vikum skipti, og var hissa á, að hún skyldi gera það núna. Hún hafði verið svo róleg í sólskininu. Hún hafði lika þurft að borga íyrir þá rósemi. Hún hafði lifað vikur tára, sjálfsásakana og bitur- leika. Foreldrar hennar höfðu verið svo skynsöm að láta hana afskipta- lausa, og hún gerði sér grein fyrir, að þolinmæði þeirra hafði hjálpað henni. Smátt og smátt varð hún sátt við allt saman: Öréttlætið í þessu; afskiptaleysi Malcolms; hvernig betta kollvarpaði öllum hennar framtíðaráformum. Foreldrar hennar höfðu viljað, að hún yrði hjá þeim eftir að barnið Vaeri fætt, og það ætlaði hún að gera um tima. Hún átti einhvefja Þeninga; hún fékk líka nokkrar tekjur fyrir að teikna í timarit. Hún kaemist af.... hún og barnið. I fyrstu var erfiðast að sætta sig við afskiptaleysi Malcolms; þá staðreynd, að hann hafði greinilega ekki elskað hana, eins og hún hélt að hann hefði gert. En þegar vikurnar og mánuðirnir liðu, fann Lisa, að hún sjálf bar ekki lengur Bstarhug til Malcolms. Hún sá, að það, sem hún hafði fundið fyrir, var hrifning — ofboðslegt likamlegt aðdráttarafl — en ekkert meira. Jafnvel þótt Malcolm kæmi aftur núna óðfús að giftast henni myndi hún ekki viija það. Að eyða ævinni með Malcolm vildi hún síst af öllu gera núna. Lísa hafði gengið nokkurn spöl í garðinum og var farin að þreytast. Hún fann annan bekk og kom sér fyrir á honum. Hún lagði hendurnar Iaust í kjöltu sina og fiktaði við mjóan gullbauginn á vinstri hendi sinni. Lísa leit á hringinn með vandlæt- ingu. Hún fann, að hún varð ekki eins róleg. Hún hafði ekki viljað bera giftingarhring. Það var mamma hennar, sem hafði stungið upp á þvi og sagt: ,,Þú kemst hjá erfiðum útskýringum, Lísa.” Lísa hafði samþykkt, því þetta var eftir allt saman móðir hennar, og mamma hennar hafði alist upp í þessari borg. Hún var á öðrum aldri, af annarri kynslóð. Ef það gerði hana aðeins hamingjusamari, að Lísa gengi með hring, þá hafði hún ekkert á móti þvi. Seinna fann Lísa samt, að hringurinn var farinn að þvinga hana. Móðir hennar bjó til einhverja sögu um eiginmann í Ástralíu, sem ekki kæmist heim þessa stundina. Henni virtist sama, hvort nokkur tryði henni eða ekki, henni fannst hún vera að vernda Lisu með þessari lygi. Og Lísa lét vernda sig. Húsið þeirra var nokkrum mílum utan við borgina. Lísa hélt sig mest útaf fyrir sig, var heima og gekk mikið um úti. Hún var komin úr sambandi við gömlu vinina og reyndi ekkert til að ná sambandi við þá aftur. Enginn angraði hana, og hún var því fegin. En í dag hafði skyndilegt og óvænt sólskinið freistað hennar til að fara til borgarinnar að versla. Og þegar hún hafði lokið við það, hafði hún ekki staðist grænan garðinn. Hún sat núna á bekknum aftur orðin afslöppuð. Það var gott að vera í burtu frá húsinu. Hún lokaði augunum og hálf dottaði. Veslunarferðin hafði þreytt hana. Skyndilega vaknaði hún við, að einhver kallaði á hana. Henni brá, og hún opnaði augun. Fyrir framan hana stóð hár, ljósahærður maður með hlýleg augu og langt, grannt andlit. Hann horfði á hana, eins og hann tryði ekki sínum eigin augum. Lisa greindi andlitið og augun, en í stað þess að koma andlitinu fyrir sig, fann hún aðeins fyrir hlýju og mildi, æsku og viðkvæmni. Þá rann upp fyrir henni ljós. „Steven — það ert þú!” Hann fór að hlæja og sagði um leið og hann kyssti hana blíðlega: „Vogaðu þér ekki að segja, að ég hafi breyst! Líttu á sjálfa þig, sjáðu bara þessa bumbu.” Hann benti á hana. Hann hélt í hönd hennar, eins og gamall vinur; það var höndin með giftingar- hringnum. „Svo þú beiðst aldrei eftir mér, Lísa,” sagði hann brosandi. „Nú jæja, þú blómstrar samt sem áður.” „Ég hélt þú værir erlendis,” sagði Lísa rugluð. Steven kinkaði kolli. „Ég var það. Ég er rétt nýkominn aftur. Ég hef fengið mig fullsaddan af flækingi í bili.” Þau sátu þarna, hönd í hönd, tveir gamlir vinir, örugg með vináttu hvors annars. Steven og Lísa höfðu gengið í skóla saman. Þau höfðu verið félagar. Einu sinni á táningaárunum höfðu þau verið kærustupar. Það hafði verið sak- laust og yndislegt og eins viðkvæmt og könullóarvefur. „Svona nú, segðu mér, hvað á daga þína hefur drifið,” sagði Steven núna. „Hvar hefurðu verið, hvað hefurðu verið að gera?” Hann klappaði á hönd hennar, þá með hringnum, og brosti. „Nema það augljósa auðvitað.” Hann mældi hana út. „Þú lítur vel út,” sagði hann. „Ég ætti víst að óska þér til hamingju. Hvenær gerðist þetta allt?” Lísa færði höndina varfærnislega úr hlýju vinalegu handtaki hans. Nú var stundin upprunnin, sú sem hún hafði óttast. Hún hafði ekki búist við að hitta Steven, en hún hafði vitað, að einhvern tíma myndi hún hitta gamla vini og fólk, sem húnjiafði gengið með í skóla. Hvernig gat hún horfst í augu við þau og logið upp giftingu í London og eiginmanni erlendis? Hún gæti ekki gert það — ekki núna, aldrei. Hún yrði að halda sig út af fyrir sig. jafnvel eftir að barnið væri fætt. Það var of seint fyrir hana að blanda sér aftur í bæjarlífið. „Ég vissi ekki, að þú hefðir gift þig,” sagði Steven. „Hver er sá hamingjusami?” Hún leit undan, hrædd og einmana. Hún stóð upp til að fara. Hún yrði að leiða hann hjá sér; segja honum frá eiginmanni erlendis, gera honum það skiljanlegt, að hún hefði breyst og hún vildi ekkert hafa saman að sælda við gamla vini. Hann myndi skilja það. Hann myndi leyfa henni að fara, og láta fólk vita, að hún vildi fá að vera í friði. Þá þyrfti hún ekki að lenda i svona óþægilegum endurfundum aftur. Steven stóð upp, þegar Lísa stóð upp. Hann fann, hvernig hún dró sig til baka, og beið þögull eftir, að hún talaði. Barn birtist skyndilega, það lék sér við að elta hund með bolta. Á eftir því kom móðir þess og horfði á brosandi. Gamall maður og kona gengu arm i arm og stönsuðu til að klappa hundinum. Drengurinn brosti til þeirra. Morgunsólin skein á allt og alla, og áin tindraði og freyddi og virtist halda fram: Þetta er lífið, og þetta er gott. Barn Lísu hreyfði sig skyndilega inni í henni, eins og það væri hluti af þessu öllu, hluti af stundinni. Og það ertu líka minn kæri, hugsaði Lísa, það ertu líka. Þetta er hluti af fæðingarrétti þínum, þessi á, þessi sól, þetta fólk. Þú átt fullan rétt á að lifa frjáls og fyrir opnum tjöldum; þú munt eiga fullan rétt á að leika þér í grænu grasinu og hollu sólskininu, ótruflaður af skuggum blekkinganna. Lísa leit beint framan í Steven. „Ég er ekki gift, Steven,” sagði hún skýrt. „Ég hef aldrei verið það og hef engin áform um það núna.” Hún beið eftir svari og vissi um leið, að hvað svo sem það yrði, væri það allt í lagi núna. Svipur Stevens bar vott um samúð og bliðu og eitthvað, sem átti eitthvað skylt við virðingu. Hann þreif hönd Lísu. „Komdu, við skulum fá okkur eitthvað hollt eins og mjólkurglas,” sagði hann. „Þið óléttu konurnar þurfið að drekka mikla mjólk, eða svo er mér sagt.” Hann brosti til hennar og stríddi henni vingjarn- lega. ' „Ég vona, að þú eignist son,” sagði hann. „Ég á járnbrautarlest, sem hann getur fengið.” Lísa kinkaði kolli, án þess að geta komið upp nokkru orði. Þau gengu hægt af stað, fundu fyrir nærveru árinnar, trjánna, barnanna, allt var blómstrandi, allt var lifandi, í sólskininu. Endir. Þar sem hún sat í almenningsgarð- inum leit hún út eins og hver önnur verðandi móðir. En samt var þetta öðruvísi fyrir hana. Gæti hún horfst í augu við lifið vitandi af þessari lygi. 50. TBL. VIKAN 45

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.