Vikan


Vikan - 27.04.1978, Blaðsíða 12

Vikan - 27.04.1978, Blaðsíða 12
Boston er hafnarborg, sem liggur vel við fiskimiðum, sem hafa verið fengsæl öldum saman. Þess vegna er hún á matreiðslu- sviðinu frægust fyrir veitingahús, sem bjóða upp á kræklinga og annan skelfisk, humar og ýmsa krabba, þorsk, ýsu og lúðu. En Boston hefur einnig að öðru leyti veit- ingahús, sem standast samjöfnuð við hliðstæðar stofnanir í hvaða heimsborg, sem vera skal, nema auðvitað París. Bostonungar hafa ekki síður vit á mat en New Yorkarar, enda eiga þeir kost á hliðstæðri fjölbreytni. í Boston er mýgrútur franskra veitingahúsa, amerískra steikar- húsa, ítalskra og kínverskra mat- sölustofa. Þar er lika töluvert af matstöðum Gyðinga, íbúa Mið- Austurlanda, Mexikana, Spán- verja og Indverja, auk færri staða af margvíslegu öðru tagi. í næsta tölublaði Vikunnar verður rætt um sjávarrétti í Boston. Hér í fyrri greininni frá Boston verður lítillega fjallað um matstofur, sem bjóða upp á aðra rétti. Þessar greinar frá Boston eru eins konar millispil milli greinaflokks frá London, sem þegar hefur verið birtur, og væntanlegs greinaflokks frá Kaupmannahöfn. í Boston er yfirleitt ráðlegt að hringja og panta borð, einkum ef um kvöldverð er að ræða. Sum hinna betri húsa eru andvíg bindislausum gestum og galla- buxum. Á alla reikninga leggst 8% staðarskattur og 15% þjónustugjald. Flestir þeir, sem um matarhús rita, eru sammála um, að besta veitingastofan í Boston sé Cafe Budapest í kjallara Copley Square Hotel. Sérinngangur er í þessa stofu, og er gengið inn frá Exeter Street. Ég hafði ekki mátt vera að því að fá mér hádegismat vegna erils og mætti því klukkan tæplega þrjú á Budapest í þeim tilgangi að sameina þar hádegis- og kvöldmat. Vegna tímans hafði ég um skeið heiðurinn af því að vera eini gesturinn i húsinu. Fyrst gekk ég niður í antik- skreytta forstofu, þar sem veit- ingamaðurinn, frú Edith Ban tekur á móti gestum og vísar mönnum inn í einhverja af hinum þremur borðstofum, bleika salinn eða bláa salinn eða viðarklæddan aðalsalinn. Þangað var mér vísað til sætis í leðurstól innan um steinda glugga og rauða vatnsbikara. Þarna fékk ég mér fyrst kælda kirsuberjasúpu með Bordeaux- víni og þeyttum rjóma út á. Þetta var aldeilis óvenjuleg og frábær súpa. Á vínlistanum voru eingöngu ungversk vín. Þar þekkti ég Egri Bikaver, sem fæst í ríkinu hjá Jóni.og Debrö Hárslevelti, sem lýst var í greininni um Gay Hussar í Lundúnapistlum mínum. Öll voru þessi vín og önnur á $8-9, er mér þótti nokkuð mikið í samanburði við verðlag Jóns, sem þykir þó í hrikalegasta lagi. Þjónninn mælti með Szek- zárdi Vörös, árgangi 1975, sem er rautt vín úr Vörös vínberjum frá vínræktarsvæði bæjarins Szekzárdi í nágrenni Dónár syðst í Ungverjalandi. Ekki þótti mér það neitt betra en Egri Bikaver, nema síður væri. Betur tókst þjóninum upp, þegar hann mælti með Stroganoff, sem eru smjör- steiktar nautalundasneiðar, bornar fram i rjómasósu og með hrísgrjónum til hliðar. Þetta var að minnsta kosti fyrsta flokks. Á eftir fór ég enn að ráði þjónsins og fékk mér Apfel- strudel, sem er flögudeig, fyllt eplum, rúsínum, sykri, sítrónu- safa og fleiru og síðan rúllað upp og bakað. Þetta er heimskunnur eftirréttur úr Austurrisk-Ung- verska keisaradæminu, en reyndist ekkert sérlega eftir- minnilegur. Á ungverskum veitingastað er það siðferðileg skylda gesta að fá sér glas af Tokaji Aszú með eftirréttinum. Ég hlýddi því og fékk Aszú 3. Um þessi vin var nokkuð fjallað í greininni frá Gay Hussar, og vísa ég til þess. Þessi veisla kostaði nokkuð mikið, enda er Cafe Budapest með dýrari matsölustöðum í Boston. Ég varð $30 fátækari þar, eða 7.500 krónum á því gengi, sem gildir, þegar þetta er ritað. En þetta var líka betri matur en fæst á bestu stöðum heima fyrir hærra verð. Cafe Budapest er við 90 Exeter Street, og síminn er 734- 3388. Nú mega menn ekki halda, að það kosti jafnaðarlega 7.500 krónur að fara út að borða á góðu veitingahúsi i Boston. Það er bara til spari, að menn borga $30 á Cafe Budapest. Þessu til sönnunar verður hér lauslega getið sex veitingahúsa, sem eru mun ódýrari, en þykja samt mjög góð. Reikna má með $15 útgjöldum á mann fyrir þrírétt- aðan mat á fyrstu tveimur veit- ingastofunum, „Top of the
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.