Vikan


Vikan - 27.04.1978, Blaðsíða 40

Vikan - 27.04.1978, Blaðsíða 40
Ilnilurinn 2l.m;ir\ 20. ;i iril NauliO 2l. ij>ril 2l.m;ii Tiíhururnir 22.m;ii 2l.júni Varastu að blanda þér í deilumál ann- arra, þar sem það getur komið þér í koll, þótt síðar verði. Einhver leitar til þín með vandamál, en reyndu að komast hjá að gefa nokkurt svar. Þú hefur sennilega meira en nóg að gera, og ættir því ekki að láta nöldurskjóður eyð ileggj a dagana fyrir þér. Þú færð bréf, sem færir þér athyglisverðar iréttir. Sennilega er yfir- maður þinn ekki ánægður með árangur þinn að undanförnu, þótt þú hafir reynt að gera þitt besta. En gott getur orðið betra, ef þú leggur þig allan fram. kr.-'hhinn 22.júni 2.V júli Varastu að blanda fjölskyldumálum og viðskiptamálum sam- an. Þú þarft að leysa vandamál á báðu:n stöðum, og skalt reyna að halda jafnvægi þínu. Heilla- litur er fjólublár. I.júniú 24. júlí 24. iiíú'l í þessari viku færðu tilboð, sem þú átt erfitt með að hafna. Gerðu samt ekkert, nema að vel yfirlögðu ráði, og ráðfærðu þig við einhvern, sem þú berð fyllst traust til. Einkalíf þitt verður heldur einkennilegt þessa dagana. Láttu ekki tilfinningarnar hlaupa með þig í gönur, því það gæti reynst afdrifaríkt. Forðastu rifrildi eins og þú getur. Fjárhagurinn er ekki í sem bestu lagi, en þú ættir ekki að láta það hafa of mikil áhrif á gang mála. Gerðu raunhæfa fjárhags- áætlun, og líttu á björtu hliðar lífsins. Einhver virðist hafa unun af að gera þér lífið leitt í þessari viku. Reyndu að leiða þá persónu hjá þér í lengstu lög, og láttu ekki skapsmunina hlaupa með þig í gönur. Efiðleikarnir eru til að yfirstíga þá. Sláðu ekki á frest því, sem þú getur framkvæmt í dag, og sýndu dirfsku og dug við að koma fyrir- ætlunum þínum í framkvæmd. Ef þú leggur hart að þér og verður ekki of efitirlátur við sjálfan þig, ætti þér nú loks að takast að ná settu marki. Vertu samt ekki of vandlátur, það borgar sig ekki. Reyndu að koma þér að verki sem fyrst, þar sem ekki er víst að allir verði eins umburðarlyndir og þeir hafa verið að undanförnu. Vertu heima á miðvikudags- kvöld. Gættu þess að stökkva ekki upp á nef þér, þótt á móti blási. Reyndu að gera þér grein fyrir því hvað er mikilvægast, og framfylgdu málum þínum svo þau komist í örugga höfn. um. Og, .fyrrumþjónustustúlkai St. Catherine í Dillmouth.” Það er ég, svo sannarlega. ,,Ha,” samsinnti herra Kimble. „Eftir öll þessi ár — þú hlýtur að viðurkenna að þetta er undarlegt, Jim.” ,,Ha,” sagði Kimble. ,,Jæja, hvað á ég að gera, Jim?” ,,Láttu þetta eiga sig.” ,,En ef þetta er nú út af einhverj- um peningum?” Það heyrðust alls kyns kokhljóð um leið og Kimble sötraði síðustu dropana úr tebollanum, til að styrkja sig fyrir þá þrekraun að fara að halda langa ræðu. Hann ýtti fram bollanum sínum og sagði stutt og laggott: ,,Meira.” Siðan hóf hann mál sitt. „Þú varst einu sinni alltaf að staglast á hvað hefði gerst í St. Catherine. Ég tók ekki mikið mark á því — hugsaði sem svo, að þetta væri tóm vitleysa — kvennablaður. Kannski hefur það ekki verið. Kannski hefur eitthvað gerst. Ef svo er, þá er það mál lögreglunnar og þú átt ekki að blanda þér neitt í það. Þetta er hvort sem er allt búið og gert, er það ekki? Láttu þetta eiga sig, góða mín.” „Þú getur svo sem sagt það. Þetta er kannski i sambandi við einhverja peninga, sem ég á að fá að erfðum. Kannski að frú Halliday hafi verið i lífi allan timann, sé nú dáin og hafi arfleitt mig að einhverju.” „Arfleitt þig að einhverju? Til hvers? Ha,” sagði Kimble, og notaði nú sitt uppáhaldsorð til að lýsa fyrirlitningu sinni. „ Jafnvel þótt þetta sé i sambandi við lögregluna... Þú veist, Jim, að það er oft heitið háum verðlaunum fyrir þá, sem geta gefið upplýs- ingar, sem leiða til handtöku morð- ingja.” „Og hvaða upplýsingar getur þú gefið? Allt sem þú veist, hefur þú sjálf skáldað upp.” „Það er það, sem þú heldur. En ég hef verið að hugsa — ” „Ha,” sagði Kimble með fyrir- litningu. „Jæja, ég hef það nú samt. Alltaf síðan ég sá fyrstu auglýsinguna i blaðinu. Kannski hef ég ekki skilið þetta rétt. Hún Layonee, hún var heimsk eins og allir útlendingar, hún gat aldrei almennilega skilið það, sem sagt var við hana — og enskan hennar var hræðileg. Ef hún hefur ekki átt við það, sem ég hélt hún ætti við... ég hef verið að reyna að muna hvað maðurinn hét... ef það hefur nú verið hann, sem hún sá... manstu eftir myndinni, sem ég sagði þér frá? „Leynilegur elsk- hugi”. Ofsalega spennandi. Þeir gómuðu hann loks vegna bílsins. Hann borgaði bensinsölumanninum MORÐ ÚR GLEYMSKU GRAFIÐ fimmtíu þúsund dollara fyrir að gleyma því, að hann setti bensín á bílinn hans þetta kvöld. Ég veit ekki hvað það var mikið i pundum... Og hinn maður var þarna líka og eiginmaðurinn vitlaus af afbrýðisemi. Þeir voru allir vitlausir i hana. Og svo að síðustu Kimble ýtti stólnum sínum aftur á bak með miklu urgi. Hann stóð á fætur hægt og mjög valdsmanns- lega. Áður en hann fór út úr eldhúsinu, setti hann fram úrslita- kosti sína — úrslitakosti manns, sem var að vissu leyti kænn, þótt hann ætti venjulega erfitt með að tjá sig. „Þú lætur þetta eiga sig, góða mín,” sagði hann. „Og ef ekki, er eins víst, að þú átt eftir að sjá eftir þvi.” Hann fór fram í forstofu, klæddi sig í stígvélin (Lily var mjög nákvæm með eldhúsgólfið) og fór út. Lily sat áfram við borðið og hinn heimski heili hennar hélt áfram að velta þessu fyrir sér. Auðvitað gat hún ekki farið að gera öfugt við það, sem maður hennar bauð henni, en samt... Jim var svo þröngsýnn — svo mikill þverhaus. Hún vildi óska, að hún gæti spurt einhvern annan ráða. Einhvern, sem vissi allt um verðlaun og lögregluna og hvað þetta átti allt að þýða. Það væri leiðinlegt að missa af góðum peningum. Útvarpið... permanentið... rauða kápan hjá Russells, hún var ofsalega smart... jafnvel, meira að segja sófasett í stofuna... Áköf, gráðug og án þess að hugsa lengra, hélt hún áfram að láta sig dreyma... Hvað var það nú nákvæmlega, sem Layonnee hafði sagt? Allt í einu fékk hún góða hugmynd. Hún stóð á fætur og náði i blek, penna og skrifblokk. „Ég veit hvað ég geri,” sagði hún við sjálfa sig. „Ég skrifa læknin- um, bróður frú Halliday. Hann getur sagt mér, hvað ég á að gera, — það er að segja, ef hann er enn á lífi. Ég hef það alla vega alltaf á samviskunni, að ég sagði honum aldrei frá Layonne — eða þetta með bílinn.” Dágóðan tíma heyrðist ekkert annað en krafsið i pennanum hennar Lily. Það var ekki oft, sem hún skrifaði bréf, og henni veittist talsvert erfitt að semja það. 40 VIKAN 17. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.