Vikan


Vikan - 27.04.1978, Blaðsíða 16

Vikan - 27.04.1978, Blaðsíða 16
Frá Hollywood til Tókíó Það er ekki á allra fœri að heimsœkja Japan, landið, sem liggur svo öralangt frá okkur. Venjulegir ferðalangar leggja yfirleitt ekki leið sína þangað, /nv ferðin er bœði löng og dýr. Það er því ekki að undra, þótt ungar stálkur freistist til að taka þátt í fegurðarsamkeppni, þar sem sigurvegaranum býðst Japansferö. Ein slík keppni var haldin á Hótel sögu 19. mars s.l. Það voru Magnús Kjartansson hjá Klúbb 32 og Ferðaskrifstofan Sunna, sem að keppninni stóðu. í henni tóku þátt sjö stúlkur, þrjár úr Reykjavík og fjórar utan af landi. Sigurvegarinn varð Anna Linda Skúladóttir, tvítug stúlka úr Reykjavík. Eflaust hefur Japan verið víðs fjarri huga Önnu Lindu, er hún brá sér á diskótekið Hollywood kvöld eitt fyrir stuttu. En svona eru örlögin — viku siðar var hún krýnd ..Fulltrúi ungu kynslóðarinnar” og heldur til Japans 4. ágúst, þar sem hún keppir fyrir íslands hönd i keppninni „Miss Young Inter- national.” Anna Linda er fædd 19. júlí 1957 í Reykjavík, þriðja elsta af sjö börnum hjónanna Ingu Ingimarsdóttur og Skúla Einarssonar. Anna Linda hefur fallega og fágaða framkomu og býr yfir mikilli rósemi. Hún er afskaplega eðlileg og rólyndisleg ung stúlka, og er vel að titl- inum komin. Vikan heimsótti Önnu Lindu, þar sem hún býr í Breiðholti. ásamt foreldrum sínum og þremur systkinum, sem enn dvelja í foreldrahúsurn. Fjölskyldan tók einkar rausnar- lega á móti okkur, og and- rúmsloftið á heimilinu var létt og skemmtilegt. Þar ríkti engin tilgerð, allir voru hlýlegir og blátt áfram, enda sést fjótt á Önnu Lindu að hún er alin upp í góðum heimilisanda. Við ræddum lítillega við hinn nýkjörna „Fulltrúa ungu kyn- slóðarinnar,” og óhjákvæmilega barst talið að keppninni. — Hver var aðdragandinn að því, að þú fórst í keppnina? — Aðdragandinn var eiginlega enginn! Ég skapp bara af tilviljun á diskótekið Hollywood, og þar var ég kölíuð upp. Ég vissi ekkert hvað var að gerast, hélt fyrst að einhver ætlaði að hafa tal af mér. Þá kom í Ijós, að fólk, sem ég þekki, hafði bent á mig til að taka þátt í keppninni um titilinn „Fulltrúi ungu kynslóðarinnar.” Þetta kvöld voru valdar fimm stúlkur, sem gestir hússins kusu, og síðan kepptum við til úrslita næsta fimmtudagskvöld. Þá urðum við tvær jafnar í fyrsta sæti, þannig að í lokakeppninni vorum við þrjár úr Reykjavik og fjórar utan af landi. — Hvers vegna tókstu þátt í keppninni? — Aðallega vegna þess að mig langaði að gera eitthvað, sem ég hafði aldrei gert áður, mér fannst þetta spennandi og Japansferðin freistaði mín. Þetta var mest af ævintýralöngun. 16 VIKAN 17. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.