Vikan


Vikan - 27.04.1978, Blaðsíða 19

Vikan - 27.04.1978, Blaðsíða 19
^ • . ; .' * l m jf . ’ r/v v ■ , J -.. ■ ,f V " A. '•/• H* /- /• J//i < #' j.i#-- i ?C i ^ y ’ . ' # * »• •í.'.jy •..'.*. ■ > ■is’ vonar En honum líður betur núna, þar sem hann er í súrefnistjaldi.” Hann fékk sér sopa af teinu. „Þeir gera allt, semí þeirra valdi stendur.” Hún tók upp af gólfinu fötin, sem hann hafði hent frá sér, og lagði þau á stól. „Hvernig tókst þér að komast til baka?" „Svæfingalœknir, sem var búinn á vakt, leyfði mér að sitja í. Síðan gekk ég upp stíginn. Einn af lækn- unum lánaði mér fötin.” „Hvenær komstu hingað?” „Eitthvað um klukkan tvö. Sem betur fer hafðir þú ekki læst dyrun- um.” Hún hafði ekki hugsað út í það. Eins og hún ætti engan óvin lengur í heiminum... eða að hún ætti ekkert, sem væri þess virði að stela því, hugsaði hún dauflega. Tim hafði ekki einu sinni fundist hún þess virði að gera sér það ómak að ganga upp stigann til að vekja hana. „Ég skal útbúa morgunverð handaþér.” „Nei takk, ég vil það ekki.” Hann reyndi að bæta fyrir þessa rudda- legu neitun. „Þeir gefa mér að borða á klukkustundar fresti á spítalan- um... sjálfsagt tO þess að ég hafi eitthvað að gera. Heitt bað og ein- hver föt, og svo er ég farinn aftur.” „Ég trúi nú ekki öðru en að þeir hefðu getað lejjft þér að fara í bað og sparað þér þannig ómakið við að berjast gegnum snjóinn hingað?” Hann horfði lengi á hana með undariegu, hálf hræðslulegu augna- ráði, en sagði síðan: „Ég hafði áhyggjur af þér. Ég vildi einungis sjá, að það væri allt í lagi með þig.” Þegar hún svaraði ekki, bætti hann dálítið klaufalega við: „Það var raf- magnstruflun í gærlívöldi.og næst- um því helmingurinn af bænum hafði ekki vatn. Ég sá þig í anda þurfa að berjast við frosnar leiðslur, hafa ekki nógan við í eldinn og svo rafmagnið ef til vill farið af." „Var það þess vegna, sem þú komst heim?” Hann horfði á hana frá dyragætt- inni og virtist ætla að segja eitt- hvað, en síðan hristi hann höfuðið þunglega, næstum því vonleysis- lega. „Tim," grátbændi hún hann. „Tim, segðu mér það, hvað annað varð til þess, að þú vildir koma heim?” „Allt í lagi, ég skal segja þér það. Á meðan ég sat þarna á sjúkrahús- inu, hugsaði ég um þig, þar sem þú sætir hérna heima og bæðir þess, að Benie myndi deyja.” „Það er ekki satt. Ég vil ekki... ég vil ekki, að nokkur maður deyi. Hvernig getur þú sagt þetta við mig? Hvernig getur þú það?” „Ég veit það ekki,” sagði hann blátt áfram. „Ég bara veit það ekki. Ég veit ekkert í minn haus lengur, annað en það, að ég vil, að hann lifi lengur, ekki einungis hans vegna, því að ef hann deyr, þá deyr hluti af þér og mér með honum. Skilur þú, hvaðégávið?” „En ég vil ekki...” Það var hræðslulegur neitunartónn í rödd hennar, en endanlega fullvissu var þar ekki að finna. Ég er að skrökva, hugsaði hún, ég er að skrökva að Tim. „Þú ert reiður, af því að ég mælti gegn því, að þú hringdir í Cole lækni. Þú ert að halda því fram.að þetta sé min sök, að ef ég hefði sagt þér...” „Hættu þessu,” sagði hann skip- andi. „Þarna niður frá segja þeir, að hann berjist ekki mikið með þeim, að hann hafi engan lifsvilja. Og ef hann gerir það ekki, þá deyr hann. Hann stæði þá alla vega ekki lengur í vegi fyrirþér." Hann fór um þrjúleytið með fötin, sem hann hafði fengið lánuð, hang- andi yfir öxlina. Hann stansaði aðeins við dyrnar og spurði snögg- lega: „Er allt í lagi, þó ég skilji þig hér eftiraleina?" „Það er allt í lagi með mig.” Hún beið eftir einhverju merki um hlý- leika, en þegar sú von brást, hrópaði hún örvæntingarfull: „Og ekki koma heim, fyrr en einhver niðurstaða hefur fengist, á hvorn veginn sem það verður. Ég vil ekki fá þig fyrr. Vert'u hjá honum.” Hann sagði með sársauka í rödd- inni: „Ertu að biðja mig um að skilja hann eftir til að deyja, innan um fólk, sem hann þekkir ekki neitt? Er það það, semþú vilt?” Án þess að segja orð, snérist hún á hæli, andlit hennar var sem stein- runnið. Andartaki seinna heyrði hún, að hurðinni var skellt aftur. ÞESSI dagur leið og sá næsti. Þegar hún vaknaði á þriðja degi, uppgötvaði hún, að kominn var sunnudagur. Ekki einu sinni Jeff, sem hafði komið með tvöfaldan skammt af mjólk og heimabakaða brauðinu hennar Churcham, myndi koma. Það var skiljanlegt, að hann hafði ekki komið daginn áður, því enginn hafði hringt og beðið fyrir skila- boð.og hún hafði hafnað boði hans um að keyra hana til sjúkrahússins, þar sem færðin var þá orðin þolan- leg. Hún hafði nú lært það af biturri reynslu, hvað fólk gat verið ótrúlega einangrað frá hvort öðru og ófært um að tjá sig. En þar sem hún ráfaði um húsið og reyndi að leita að ein- hverju til þess að eyða tímanum, datt henni allt í einu í hug Robin, skæru, saklausu augun hans og ör- ugga brosið. Robin, sem elskaði og var elskaður... öruggur. Hún fann hvernig hún dróst í átt að herberg- inu hans, til þess að fjarlægja allar minjar þess, að Bernard hafði tekið það eignarhaldi. Er hún hafði tekið af rúminu og búið um það aftur, ryksugað gólf- teppið og strokið af húsgögnunum, 17. TBL. VIKAN 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.