Vikan


Vikan - 13.07.1978, Page 4

Vikan - 13.07.1978, Page 4
Sumargetraun Vikunnar 1978 VERÐLAUNIN: 1. Hálfsmánaðar Úrvalsferð fyrir tvo í íbúð á Ibiza. 2. Hálfsmánaðar Úvalsferð fyrir tvo í íbúð á Kanaríeyjum. 3. Hálfsmánaðar Úrvalsferð fyrir tvo í íbúð á Mallorca. Kanaríeyjar „Las Islas Afortunadas” eða Sælueyjar er spænskt auknefni, sem segir okkur kannski meira um Kanarí- eyjar en allt annað. Frá upphafi vega hefur farið sliktorðaf veðurbliðu, feg- urð og frjósemi eyjanna undan norðvesturströnd Afríku, að þær hafa verið kenndar við eilíft vor. Plató gat sér til, að Kanaríeyjar væru leifar hinnar sokknu paradísar, Atlantis, og vissulega kemur mönnum slíkt í hug, þegar þeir sjá eyjarnar rísa úr hafinu, sem skilur tvo heima. Kanarí- eyjar eru eldfjallaeyjar, þrettán talsins, þar af sjö í byggð. Spánverjar hafa ráðið yfir eyjunum frá því í byrjun 15. aldar, og fyrr á tímum voru eyjarnar mikil- vægur áningarstaður þeirra, sem áttu fyrir höndum langa og hættulega sjóferð til Nýja heimsins. Nú eru Kanaríeyjar fjölsóttur ferðamannastaður, enda er veðurfarið með eindæmum, og munar aðeins sex stigum á meðalhita hlýjasta og kaldasta mánaðar, en meðalhiti í „svartasta skammdeginu” er tuttugu stig. Á Kanaríeyjum er að finna stórbrotna náttúru- fegurð, og landslag er svo margbreytilegt, að stundum er sagt, að sérhver Kanaríeyja sé heilt megin- land í hnotskurn. Gran Canaria er þriðja stærsta eyjan í Kanaríeyja- klasanum. Sundurgrafið fjalllendi, kulnuð eldvörp, hlýlegir, gróðursælir dalir og víðfeðmar sandlengjur með sjó fram auðkenna landslag á eynni. Gran Canaria er þekkt fyrir bað- strendur, og ber þar einkum

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.