Vikan


Vikan - 13.07.1978, Blaðsíða 28

Vikan - 13.07.1978, Blaðsíða 28
Gangstéttarkaffihúsin i París eru fleiri en töiu verður á komiö, og það er ögœt og ódýr skemmtun að sitja þar yfir kaffibolla eða glasi og virða fyrir sér fjölbreytilegt mannlífiö é götunni. Trumbusláttur vakti okkur af siðdegisbkind- inum einn daginn, og þama voru þé þrir kappar með fjöðrum skreytt lamadýr og hvita geit, sem trítlaði upp stiga og stóð þar é þremur fótum. Áhorfendur klöppuðu henni lof i lófa og fleygðu smöpeningum niður á götuna. Þremenn- ingamir fengu þama a.m.k. ertthvaö upp í fœðiskostnaðinn þann daginn, vonandi handa Idýrunum Hka. Hann er svo sem ekki glæsilegur, inngangurínn i Caveau de la Huchetta, sem er eftirsóttur djassklúbbur meðal stúdenta. Yndislega, sóðalega, líj í heiminum eru margar stórborgir, sem er ómaksins vert að heimsækja. Hver þeirra er gædd sínum sérstöku töfrum, London, New York, Berlín, Róm, Aþena, Madrid, Kaup- mannahöfn, svo við höldum okkur við þær, sem næst okkur eru. En einhvern veginn er það svo, að enginn þeirra jafnast á við París. París, sem rithöfundar og ljóðskáld, tónskáld og málarar, leikhúsmenn og kvikmyndaframleiðendur hafa lýst og lofað svo mjög, að fyrir mörgum er hún fremur tákn en lifandi borg. París, þar sem þungur niður mannkynssögunnar blandast á furðulegan, en þó svo eðlilegan hátt kliði nútíma mannlífs. París, háborg tísku og lista, háborg vísinda, arkitektúrs og matarmenningar. París er engri annarri borg lík. Það er alveg sérstök tilfinning að standa á torgi eindrægninnar, Place de la Con- corde, á heitum sumardegi og horfa á ið- andi mannlífið á og umhverfis þetta fallega torg, þar sem eitt sinn stóð fallöxin ægilega og múgurinn öskraði, þegar höfuð aðalsmannanna ultu um blóði drifin. Það er líka furðulegt að sitja á sólheitu torginu fyrir framan Notre Dame, horfa á túristana keppast við að mynda hver annan með kirkjuna frægu í bakgrunni og reyna um leið að draga upp i huga sér mynd af hinni sögulegu krýningu Napóleons keisara, sem átti sér stað í kirkjunni fyrir tæpum 174 árum. Napóleon, sem ekki vildi þiggja vald sitt frá páfa, tók kórónuna úr höndum Píusar páfa VII og lét sjálfur á höfuð sér. Hið fræga málverk Davids af þessum atburði hangir á Louvre safninu. Og það er stórkostlegt að koma að Eiffelturninum, upplýstum að kvöldlagi. ganga undir bogum hans og horfa upp i þetta furðuverk byggingartækninnar, sem manni finnst nánast óhugsandi, að annar en Frakki gæti hafa skapað. Ganga svo yfir Ienabrúna yfir á Trocaderotorgið, þar sem Afríkunegrarnir breiða litfagra dúka sína og bjóða túristum að kaupa útskornar fíla- beinsstyttur, glitrandi glingur og hatta. Um miðnætti slokkna ljósin í Eiffelturninum, og um leið taka svertingjarnir saman varning sinn og grafa afrakstur dagsins djúpt i vasa sína. 100 ÞÚS.KALL FYRIR KJÓLINN, TAKK! Og þeir, sem reynt hafa, eiga ekki orð yfir útsýnið úr Eiffelturninum eða Sigur- boganum, en um það get ég reyndar ekki talað af reynslu sökum lofthræðslu og fóta- fúa. Ég þorði aldrei hærra en á aðra hæð í Eiffelturninum, og þegar við ætluðum að hætta okkur upp í Sigurbogann, reyndist engin lyfta í gangi, og ég var búin að þramma of mikið undangengna daga til að 28 VIKAN 28. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.