Vikan


Vikan - 13.07.1978, Side 33

Vikan - 13.07.1978, Side 33
Allir, sem eitthvað fylgjast með íslenskri knattspyrnu, kannast við Inga Björn Albertsson. Hann er í hópi bestu knattspyrnu- manna okkar og hefur stjórnað Valsliðinu farsællega í mörgum spennandi leikjum. Ingi Björn á ekki langt að sækja knattspyrnuáhugann og leiknina, faðir hans, Albert Guðmundsson var frægur og dáður hér fyrr á árum víða um lönd. Vikan heimsótti Inga Björn og Magdalenu konu hans. tTitilslaus og allt I öllu hjá Albert Guðmunsson, heUd- verslun. ekkert eftir þeim tíma. Hins vegar man ég, þegar pabbi þjálfaði FH og Keflvíkinga með góðum árangri. En fyrir mig var ekkert félag nema Valur. Við fluttumst í Hlíðarnar, er við komum heim, og hvergi kann ég betur við mig en einmitt hér í Hliðunum.” FÉKK STRÁKINN í AFMÆLISGJÖF Þar býr Ingi Björn með konu sinni, Magdalenu Kristinsdóttur, og tveimur börnum, Kristbjörgu Helgu, sem er þriggja ár, og Ólafi Helga eins og hálfs árs. en Ingi fékk hann í afmælisgjöf í bókstaflegri merk- ingu. Hann fæddist 3. nóvember 1976 — á afmælisdegi Inga Björns. Blaðamaður snýr sér að Magdalenu — eða Möggu, eins og hún er kölluð, en þau hafa verið gift í rúmt ár — búið saman í fjögur ár: Hvérnig kanntu við manninn, þinn, hlaupandi á eftir einhverjum fót- bolta? „Ég hef gaman af fótbolta,” segir hún. „Fer oft á leiki. En sannleikurinn er sá, að stundum er engu líkara en ég sé einstæð móðir. Knattspyrnan bitnar mjög á fjöl- skyldunni, og oft er ég hér ein með börnunum og gef þeim að borða.” Og Ingi bætir við — „Það er geysileg fórn, sem leikmenn hér á íslandi leggja á sig til að leika knattspyrnu. Ekki bara hvað tíma viðkemur.heldur og peningum.” „Ég svo sem þekki þessa bakteríu. Við vorum nýlega í brúðkaupi bróður mins heima í Stykkishólmi, og hann hljóp beint úr leik í 3. deild og inn i kirkju, þaðan sem hann gekk út, kvæntur maður,” sagði Magga og brosti. Já, knattspyrnan kemur víða við. EKKERT FÉLAG KOM TIL GREINA NEMA VALUR — En hvað um knattspyrnuferil þinn Ingi? „Eins og ég sagði, kom að sjálfsögðu ekkert félag nema Valur til greina. Við fluttumst i Hliðarnar. Pabbi fylgdist þá raunar lítið með mér, en þeim mun meira nú síðari árin. Það þurfti ekki að ýta mér í Val — en hefði ég ekki kosið rétt félag, hefði hann sjálfsagt séð um, að svo hefði verið. Ég lék í öllum yngri flokkum Vals, nema 2. flokki. Raunar var ég aðeins í körfubolta, en guggnaði á honum, þegar við áttum að sýna á Hálogalandi. Síðan hefur það bara verið fótboltinn. Ég þori ekki að segja, að okkar aldurs- flokkur hafi verið sigursælasti flokkur Vals — en áreiðanlega — einn sigursælasti. Ég lék með unglingalandsliðinu, sem þá hafði einu eða tveimur árum áður verið sett á laggirnar, 1972 fór ég síðan út — og hóf aftur að leika með 1974. Það ár unnum við Bikarinn — en þrjú af siðustu fjórum árum hefur Bikarinn verið í góðri geymslu í Hlíðarenda. En hlutirnir hjá Val fara svo verulega að gerast 1976 — þá náum við upp yfir- burðaliði hér á íslandi. Unnum bæði deild og bikar 1976 undir stjórn Iouri Ilitschev, núverandi þjálfara landsliðsins. Iouri er frábær skipuleggjandi og byrjaði fyrst hjá 28. TBL.VIKAN 33

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.