Vikan


Vikan - 21.09.1978, Síða 10

Vikan - 21.09.1978, Síða 10
fátækur listamaður. Það er ekkert gaman að svelta. Ég hef oft þurft að gera það, þegar ég hef viljað halda mínu striki í leik- listinni. Það er verst hvað fólk er hrætt. Ég þekki margt fólk, sem hefur brennandi áhuga og fer í leikhúsfræði, frönsku eða bókmenntir, þótt það vilji helst fara í leiklist. Það þorir ekki að kasta sér út i leiklistina, því það heldur að hún sé bara fyrir fá útvalda. Leik- list er ekkert fyrir fáa útvalda, hún er fyrir þá sem vilja. Það er uppbygging og sálu- hjálp fyrir marga, að fá að vera í leiklist. Því meira magn því betra. Ég er ekkert að spyrja eftir gæðum. Að mínu mati eru gæðin aukaatriði á vissan hátt. Það er betra að hafa hundrað lélega leikara heldur en einn góðan! Við viljum hjálpa hvert öðru — Það stendur mikið til hjá Kröku á næstunni, ekkisatt? — Jú. Það hefur lengi verið draumur okkar í Kröku að stofna leiklistarmiðstöð, þar sem við hefðum okkar leikhús, nokkurs konar miðstöð, svo við gætum boðið áhugafólki og atvinnufólki að koma og vinna með okkur. Þetta á að verða nokkurs konar norræn leikhúsmiðstöð, þannig að norrænir leikflokkar geta komið og sýnt hjá okkur. Þannig miðstöð erum við að stofna á eynni Mön í Danmörku. Við gætum hjálpað þeim við að skipuleggja sýningar í Danmörku og víðar, og við gætum líka fengið leikhópa til þess að æfa og klára stykkin sín. Þarna væri semsagt hægt að losna við ys og þys dægurlífsins. Einnig er hugmyndin að halda þarna nám- skeið fyrir áhugafólk og atvinnufólk. Við höfum hug á þvi að taka nemendur, þannig að fólk gæti verið hjá okkur í sex mánuði og sumir myndu svo kannski verða áfram, en aðrir ekki. Við viljum nota þennan stað meira en fyrir okkur og þess vegna gætu líka verið þarna leikhúsráðstefnur og margt fleira, sem tengist leiklist. Kraka vinnur núna að sýningu um Snorra-Eddu. Við lesum Snorra-Eddu og tökum áhrifin úr henni, og erum með því að reyna að finna bakgrunn okkar, eins og það er kallað. Við höfum vissan bakgrunn, en kristnin hefur haft áhrif á okkur, þótt við séum líka heiðin að sumu leyti. Margt í Hávamálum, Völuspá og þessari heiðnu heimspeki hæfir okkur vel og útskýrir margt í eðlisfari okkar. Með þessari sýn- ingu reynum við að grafast fyrir um hvað sé samnorrænn kúltúr, og sýningin á að vera tilbúin í apríl næsta ár. Kraka er hagsmunasamtök leikara. Við erum sjálfsagt ein sterkustu hagsmunasam- tök leikara á Norðurlöndum, því allt gengur út á það að við höfum það sem best. Leikarinn hefur ekki notið mikillar virðing- ar i þjóðfélaginu, því leikstjórinn hefur djöflast með hann og honum hefur verið sagt að gera hitt og þetta. Við reynum hins vegar að styrkja hvert annað. Við erum leikarar, höfum gaman af því að vera í leik- list og reynum að ýta undir hvert annað í þróuninni. Ef þróunin er sú, að einhver ætlar að skreppa til Balí í sex mánuði, er það hans mál og við reynum að styrkja hann. Leikstjórar halda oft, að eina leiðin til þess að fá eitthvað út úr fólki sé að tæta það niður og byggja síðan upp frá grunni. Við trúum ekki að það sé nauðsynlegt að tæta manneskju niður til þess að byggja hana upp aftur, heldur viljum við hjálpa hvert öðru eins mikið og hægt er að byggja hvertannað upp. Ég held líka, að leikari eigi að horfa hlut- laust á aðra leikara og bera virðingu fyrir þeim. Hann á ekki að dæma. Það er ríkj- andi sú árátta, að líta alltaf niður á hina, í stað þess að líta á þá sem jafningja. Sumt fólk myndi klikkast... — Spurning um að vera jákvæður í gagnrýni? — Já, því ekki? Ég er búinn að kynnast svo mörgu neikvæðu í sambandi við leiklist og hef ekkert gaman af því, og því ætti ann- að fólk að hafa gaman af því. Ég held að það sé líka þannig með músíkanta. Leikarar hafa bara yfirleitt verið verri hver við ann- an en músíkantar. Þar spilar inní spurning- in um að fá eitthvað að gera. Leikarinn stendur í þeirri hryllilegu aðstöðu, að hann getur eiginlega ekki leikið einn. Það er mjög erfitt að vinna einn sem leikari, og eiginlega nauðsynlegt að hafa einhverja með sér. Þú ert kannski úti á götu og hefur áhuga á leik- list, en þú getur ekki farið að leika svona hér og þar. Fyrst verðurðu að finna eitt- hvert fólk til þess að leika með þér, stað til að æfa á og einhvern til þess að taka að sér hlutverk áhorfandans og gagnrýnandans. Samt skiptir mestu máli að fá að gera eitt- hvað. Það er verst með okkur, sem höfum fengið eitthvað að gera, að við gleymum því oft algjörlega hvernig þetta var, þegar við fengum ekkert að gera. Ég held, þegar við erum komin í góða stöðu, að við ættum að reyna að hjálpa hinum líka. Það er fullt af fólki hér á Islandi, sem kann heilmikið í leiklist, en hefur ekki fengið að starfa við hana. Það þyrfti bara að koma upp áhugaleikhúsum i bílskúrum og hvar sem er, í stað þess að ganga um og væla yfir þvi að það fái ekkert að gera. Það er mikil þörf á þessu hér, því fólk hefur svo gaman af þessu, og þetta hristir fólk saman. Úti á landi myndi sumt fólk klikkast í svart- asta skammdeginu, ef það hefði ekki kven- félagsleikritið. Leiklistina er hægt að nota alls staðar, á öllum sviðum. Það má nota hana í sambandi við kennslu í skólum, til þess að gera landafræðina skemmtilegri. Það má lika nota hana í sambandi við sjúkl- inga, heyrnarlausa, blinda og svo gamla fólkið. Það má alls staðar hafa gagn af leik- list. — Er hún þá nauðsynlegur þáttur í lífi okkar? — Já, ég held því fram, að hún sé nauð- synleg. Við notum hana, þegar við erum krakkar, en svo bara gleymum við henni. Hún liggur í eðli okkar. Það er hægt að fá fólk til þess að snerta hvert annað og hreyfa sig, ef því er sagt að það sé leikur. Það er svo skrítið, að þegar fólki er sagt, að þetta sé leiklist, þá þorir það að gera miklu meira. Þú ert núna að leika blaðamann... — Hvernig líkar þér að koma heim til ís- lands? — Mér finnst mjög gaman að koma hingað heim og hitta nýtt fólk, sem hefur áhuga á leiklist. Ég hitti t.d. heilmargt fólk hér um síðustu jól og fleira núna. Ég hef bara haft of lítinn tíma til þess að hitta gamla vini, því ég er að verða svona nokk- urs konar fagidíót, hef ekki samband við fólk, nema það sé í leiklist. Raunar finnst mér venjulegt fólk leiðinlegt, en þú mátt tæpast hafa það eftir mér. Það er samt alveg satt. Leiklistin gerir bláan lit blárri, sorgina dýpri, hláturinn innilegri o.s.frv. Hún stækkar allt, svo þetta hversdagslega er eiginlega orðið of smátt fyrir mig. Mér þykir hversdagsleikinn ákaflega leiðinlegur. Ég held því stundum fram, að ég sé eðli-. legur á sviði, en óeðlilegur utan sviðs. Bankamaður er t.d. gífurlegur leikari, því hann er alltaf að leika að hann sé banka- maður og læknir leikur að hann sé læknir. Við erum öll að leika. Þú ert núna að leika blaðamann, en ég leik mann, sem er að láta ■taka við sig viðtal. Leiksviðið er eini staður- inn, sem ég reyni reglulega að vera eðli- legur. Tökum sem dæmi fólk, sem klifur fjöll eða fer bara í gönguferð. Það er samt að leika. Það þorir ekki að sleppa sér, heldur gengur á troðnum slóðum og dettur ekki í hug að velta sér niður brekku eða maka sig upp úr moldinni. Hvernig væri að prófa aðra leiki, prófa eitthvað nýtt? Fólk er iðið við að leika búðarleik, en fer aldrei í sjóræningjaleik eða eitthvað álíka. — Eitthvaðaðlokum? — Veistu að þetta er ein af okkar vesturlandaklikkunum? Við þurfum alltaf að enda alla skapaða hluti. Við miðum lífið alltaf við svona brbrbrbrbrbrbr og svo Bamm, sprengingu síðast. Sinfóníurnar enda allar í hápunkti og leikritin lika. En lífið er ekki endir, lífið er bara stöðugur straumur. Við grípum inní á vissum stað í straumnum og förum út á öðrum stað, en það er enginn endir. Það heldur bara áfram... A.Á.S. 10VIKAN 38. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.