Vikan


Vikan - 21.09.1978, Page 33

Vikan - 21.09.1978, Page 33
— Fjære, endurtekur hún og horfir út um gluggann til að komast hjá augna- ráði stúlkunnar. Flugurnar suða i gluggakistunni, stórar og makindalegar i morgunsólinni. — Já, Fjære lætur enn lóðir. allir fara til hans. Þú ferð þangað lika, er það ekki? Hún sogar að sér reykinn og kiprar augun saman. — Það væri ekki svo vitlaust, heyrist mér. Stúlkan hefur nú gengið frá vörunum á sínum stað. burstar af sloppnum með klunnalegri hendinni, spennir beltið fastar um mittið og strýkur hárið frá enninu. Hún hefur nógan tíma og engir viðskiptavinir komnir svona snemma morguns. — Fjære, endurtekur hún úti við gluggann meðspurnartón í röddinni. — Martin Fjære; segir stúlkan og rót- ar í hárinu. — Það er synd, að hann skuli selja allar smáeyjarnar. — Nú? — Það segja allir. Það verða sumar- bústaðir á hverjum einasta smáhólma með þessu móti. Hann ætti a.m.k. að bíða eitthvað, lóðirnar stíga í verði, hann ætti að fá betur borgað, en hann er enginn fjármálamaður. Hún hallar sér fram á afgreiðsluborð- ið. Augun lýsa af ákafa og löngun til að segja frá. — Hann verður kannski ekki í góðu formi, þegar þú hittir hann. Hann drekk- ur nokkuð mikið, en þú skalt ekki láta það á þig fá, hann er ekki slæmur fyrir það. Og hann á nokkra fallega hólma eftir. Hún stendur og horfir á stúlkuna, hugsar með sér, að nú verði hún að fara. En stúlkan er í samræðuskapi, áfjáð i að segja það, sem hún veit, slúðra. Hún heldur áfram á lægri nótunum: — Vesalings maðurinn, hann á bágt, skal ég segja þér. Ég kenni í brjósti um hann. Bráðmyndarlegur maður, átti nóga peninga, en drekkur jafnóðum upp allt sitt núna. Ekki ganga veiðarnar vel hjá honum heldur, líf hans var lagt í, rúst. — Það var kvenmaður, sem eyðilagði allt fyrir honum. Enginn vissi, hvort þau voru gift, en þau bjuggu saman í nokkur ár. Hver maður hefði getað sagt honum, að þetta færi aldrei vel, en þú veist, hvernigsvona er. Hún yppir öxlum og skýtur fram neðri vörinni, hún er ung og veit sitt af hverju, hefur ekki lokað eyrunum fyrir slúðri viðskiptavinanna. — Já, hann var óheppinn. Það voru margar, sem höfðu litið hann hýru auga. en svo kom þessi stelpa frá borginni, sumargestur og fór að draga sig eftir honum. Hún var víst álitleg, flott og fín og svoleiðis, en annars . . . hún slær út höndunum, — alveg vonlaus. Það gekk allt á afturfótunum, og það vissu allir fyrirfram, svonalagað heppnast aldrei. — Svonalagað?spyrhinstillilega. — Já? Stúlkan horfir frekjulega á 38. TBL. VIKAN 33

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.