Vikan


Vikan - 21.09.1978, Blaðsíða 54

Vikan - 21.09.1978, Blaðsíða 54
PÓSTLRIM Systrunum kem- ur illa saman Kœri Póstur! Mér þykir svörin, sem þú gefur við sumum bréfunum mjög góð, og vona að þú gefir mér hreinskilnislegt og gott svar. Þannig er mál með vexti, að ég er hrifin af strák, sem ég held að sé eitthvað hrifinn af mér líka. En það gerir strik í reikninginn að hann er í félags- skap með systur minni, sem er eldri en ég. Okkur systrunum kemur illa saman, og henni er illa við að ég sé að skipta mér af hennar vinum. Þess vegna get ég ekki kynnst honum. Jæja, hvaða þyngd passar við manneskju, sem er 1.65 á hæð? Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. Ein í vandræðum Ég get nú engan veginn komið því heim og saman, hvernig pilturinn á að vera hrifinn af þér, ef þú ert enn ekki farin að kynnast honum ... Bíddu bara róleg, ef hann hefur áhuga á þér, — þá tekur hann þig örugglega fram yfir systur þína. Þú ættir að vera 59—60 kg, ef þú ert 1.65 á hæð (meðalþyngd). Eftirlýstur: „Pennavinur á Akureyri' Góðan daginn, kæri Póstur. Mig langar til að athuga, hvort þú getir hjálpað mér í vandrœðum mínum. Þannig er mál með vexti að ég sendi einu sinni nafnið mitt í „Pennavina- dálkinn” hjá ykkur. Égfékk nokkur bréf, en svo um daginn, eða réttara sagt í vor, fékk ég bréf frá stelpu, sem býr á Akureyri. Ég ætlaði að skrifa henni, en var svo óheppin að týna bréfinu með heimilis- fanginu og öllu. Þess vegna langar mig til að biðja ykkur að birta þetta bréf bráðlega, ef ske kynni að hún myndi rekast á þetta. Kristín Þorsteindóttir, Kleppsvegi 80, 104 Reykjavík. Erfitt líf Kæri Póstur. Það er svo margt, sem mig langar til að biðja þig að reyna að hjálpa mér með, en ég veit varla hvar ég á að byrja. Jæja, fyrst eru það foreldrarnir. Sko, ef mig langar til þess að tala við mömmu, þá eru það ekki beint útúrsnúningar, sem ég fæ, en það verður einhvern veginn þannig að ég verð alltaf hálf vandræðaleg, og þori ekki að spyrja meira. Og það er margt, sem mig langar að spyrja bæði pabba og mömmu, en ég þori það ekki, vegna þess að ég er ekki viss hvernig þau taki því. Hvort á ég að hætta á að þau verði kannski reið, eða á ég bara að vera í óvissu í lengri tíma? Svo ég snúi mér að öðru. Ég á vinkonur. Tvær þeirra eru mjög góðar stelpur, en það er ein stelpa, sem segir að ég sé besta vinkona sín og hún treysti mér best, en hvað oft, sem ég er að reyna að tala almennilega við hana, þá er eins og hún sjái mig ekki (oftast nær í skólanum). Þessi stelpa er ágæt svona út af fyrir sig, en á ég bara að segja henni að ég þoli ekki svona fram- komu eða á ég að þola þetta? Það er líka eitt, sem ég veit ekki hvað ég á að gera við. Ef ég heyri eitthvað, eða sé eitt- hvað, sem er hrollvekjandi, gleymi ég því ALDREI. Það bara hverfur ekki úr hausnum á mér, og stundum kemur það Dalíur? Mér sýnist þetta líkara vafningsviði! ( ^j>j» . Farðu með mig til Kúbu! ósjálfrátt fram i huga mér (oftast á kvöldin). A maður nokkuð að leita til læknis út af svoleiðis? Jæja Póstur minn, ég fer nú að hætta þessu. Hvað eru margar villur í bréfinu? Bestu þakkir fyrir allt í Vikunni og Póstinum. Fröken Vandamál. Auðvitað áttu að ræða við foreldra þína um allt, sem þú þarft að tala um. Er þetta ekki bara einhver ímyndun í þér að móðir þín svari þér ekki? Þú ert nú á erfiðum aldri, og mikl- ar hlutina sennilega fyrir þér. Þú átt alls ekki að óttast að ræða við foreldra þína, og fá hjá þeim svör við þvi, sem þú þarfnast að vita, sama hvers eðlis það er. Til þess eru nú foreldrarnir — að kenna börnum sínum og ala þau upp á réttan hátt. Ég skil nú ekki alveg þetta vinkonumál þitt. Ef stúlkan hundsar þig svona í skólanum, þá skaltu bara sleppa því að tala við hana, og halda þig að hinum tveimur. Ef þér þykir hins vegar vænt um þessa þriðju spurðu hana þá bara beint út, hvað hún meini með þessari framkomu sinni; annað hvort treysti hún þér, og sé vinkona þín, eða ekki. Þetta með hrollvekjuna er afskaplega algengt og eðlilegt, og það upp- lifa örugglega flestir. Ef þetta er aftur á móti á mjög háu stigi hjá þér, haldi t.d. fyrir þér vöku nótt eftir nótt, eða eitt- hvað slíkt, þá sakar aldrei að tala við sálfræðing, eða ein- hverja persónu, sem gæti hjálp- að þér að leysa þetta vanda- mál. Villurnar i bréfinu voru fjölmargar, og orðalagið alveg hræðilegt. Hvernig á að segja upp strák? Kœri Póstur. Geturðu sagt mér hvernig ég á að segja upp strák, án þess að særa hann eða að við 54 VIKAN 38. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.