Vikan


Vikan - 12.10.1978, Page 51

Vikan - 12.10.1978, Page 51
sameiningu að negla saman timbrið og gera við brotinn lásinn á dyrunum. Tommi leit á Pétur. „Það er best, að þú farir niður í þorp og sækir Evu, áður en aftur fer að rigna. Ég verð hjá hestunum. Hvað segirðu um að taka til í kompunni fyrir Pétur, Kalli?” „Ó, guð minn góður, því hef ég steingleymt.” Hún flýtti sér inn. Loks lægði storminn. J>egar herbergið var tilbúið, var orðið aldimmt. Kalli þvoði sér þreytulega og tók að elda matinn. Þegar álútur líkami Rikka Lockett birtist í eldhúsdyrunum lá við að hún fyki gegnum þakið af reiði. Hvern skollann vildi karluglan núna? Rikki yggldi sig. „Þú kemur mér á óvart, Kalli Rowe. Þú ert engu betri en hún og það er alveg satt.” Varir Kalla urðu að þunnu striki og hún leit hörkulega á hann. „Ef þú ert að tala um Evu kemurðu mér á óvart, Rikki. Hún er þó dóttir þín. Geturðu ekki skilið, hvað hún á erfitt?” „Ég skil það eitt að hún hefur komið sér i klipu og getur sjálfri sér um kennt. Nú ert þú svo gott sem að segja henni, að hún hafi gert rétt. Hún geti komið og búið hér, og allt sé t himnalagi.” Hann var miður sin af bræði og reiði Kalla lægði. Hann skildi þetta ekki. Það sást á framkomu hans og svip. Dóttir hans hafði sett blett á fjölskyldunafnið og hann hugsaði ekki um annað. „Ég er ekki að dæma hana, Rikki, og þú myndir ekki gera það sjálfur, ef þér þætti raunverulega vænt um hana. Eins og er kvelur þú alla. Evu, Pétur, konuna Þina, en mest sjálfan þig.” Svo bætti hún kuldalega við: „Ef þér er sama er ég önnum kafin. Góða nótt!” Hann starði reiðilega á hana smá- stund, en svo barði hann skítinn af stig- vélunum við þröskuldinn og skellti á eftirsér. KvÖLDVERÐURINN var góður. Tommi hélt uppi skemmtilegum sam- rasðum og sagði sitt af hverju um ævi sína í Ástraliu. Loks var kvöldið á enda. Það var búið að þvo upp. Eva hafði hitað kaffi og svo buðu þau Pétur góða nótt og fóru upp. Nú var Kalli orðin ósegjanlega þreytt. Hún hallaði sér að hörðu viðarbaki bekksins, lokaði augunum og var farin að dotta, þegar einhver eðlishvöt fékk hana til að opna augun aftur. Hún sá Tomma brosa til hennar. -.Kalli, manstu, hvernig við vorum vön að stelast að heiman og fara í reiðferðir yfir heiðina? Manstu eftir Teignhead?” Teignhead. Kalli hallaði sér aftur á bak, skyndilega leið henni betur og hún var hamingjusöm. Hún sá það fyrir sér. Aldrei gæti hún gleymt þeim stað. Hann var greiptur í huga hennar um aldur °g ævi. Eftirlætisstaður hennar á Dartmoor. Fjarlægt býli í rústum með hrörlega veggi og fallið þak. Framhald í næsta blaði. Ráðleggingar handa konum og körlum: LÍTIÐ LOKKANDI ÚT FYRIR HÁTTINN Þú getur gert háttatímann að rómantískasta tíma dagsins, ef þú kannt að búa þig vel undir hann, segja tveir frægir fegrunarsérfræðingar. George Masters, fegrunarsér- fræðingur í Hollywood fyrir stjörnur eins og Ann-Margaret, Elisabeth Taylor og Ritu Hayworth, segir að undir- búningurinn undir háttinn eigi að vera mikilvægasti þátturinn í lífi konunnar. — Ég get ekki skilið af hverju konur leggja aðaláhersluna á dagsnyrtingu, segir hann. — Það mikilvægasta fyrir þær er að líta sem best út þegar þær fara í háttinn með manninum sem þær elska. Charles Hix, þekktur snyrti- sérfræðingur fyrir karla, er starfsbróður sínum sammála. — Sérhver maður ætti að hirða húð sína og líkama af sér- stakri nákvæmni áður en hann fer í rúmið með elskunni sinni, segir hann. Og hér eru nokkrar ráðleggingar úr fegrunarhand- bók þeirra félaga, fyrir konur og karla: George Masters ráðleggur konum eindregið að breyta sem oftast um aðferð við andlits- þvottinn og setja á sig nætur- krem áður en farið er í háttinn. — Það er heldur ekkert rangt við að setja á sig andlitsfarða að þvotti loknum, segir hann. Konur ættu að gera sér eftir- farandi að fastri venju: Sleppa öllu púðri og undir- lagskremi nota aðeins dálítið af augnskugga, augnaháralit og kinnalit. Gæta þess að varaliturinn sé ekki of áberandi. Karlmenn, sem kvarta undan því að konan sé of mikið máluð, er í rauninni bara að segja að varaliturinn hennar sé of rauður. Það er mikilvægt að beina athyglinni að augunum þar sem fólk horfist oft í augu undir þess- um kringumstæðum. Sveigið augnhárin upp á við áður en litur er borinn á þau. Dökkan augnskugga má nota i kringum augun til að augn- hárin sýnist þéttari og augun stærri og skærari. Notið rakan bursta til að bera á augnskugga svo farðinn setjist ekki í hrukkur. Charles Hix, sem hefur gefið út fegrunarhandbók fyrir karlmenn, segir: — Fyrsta skrefið er að fara í sturtu. Síðan ættu karlmenn að fylgja eftirfarandi venjum: Burstið tennurnar — og gætið þess að engin óhljóð fylgi munnskoluninni. Raksturinn er ákaflega mikilvægur. Engin kona kærir sig um að mjúk andlitshúðin sé rispuð eftir skeggbrodda. Góður rakstur kemur í veg fyrir það. Skvettið heitu vatni á andlitið í um það bil tvær mínútur til að mýkja skeggbroddana um allt að því 60%. Notið raksápu og fylgið legu skeggháranna við raksturinn. Eftir raksturinn ætti maðurinn að bera létt lyktar- laust andlitsvatn á rakt andlitið. Gleymið ekki handaáburði! Mörgum karlmanninum finnst kannski of kvenlegt að nota handaáburð, en engin kona kærir sig um að láta klappa sér með hrjúfum höndum. Hix ráðleggur mönnum fremur að nota baðpúður undir hendurnar en svitaáburð þar sem lyktin af honum gæti orðið of áberandi. — Gleymið ekki að öll lykt magnast upp er líkamshiti hækkar. Séu ilmefni borin á líkamann dreifast þau eftir því sem hitinn hækkar, segir hann. Karlmaðurinn ætti einnig að nota ilmvötn af mikilli gætni. Farið að ráðum konunnar. Ef hún notar ilmvatn ætti honum einnig að vera óhætt að nota það. En ekki of mikið, aðeins dálitla skvettu á brjóstið. Sléttið úr hárinu, sama hvaða hárgreiðsla er notuð. Karlmaðurinn ætti ekki að fara áberandi skrýfður í rúmið, eins og hann væri nýkominn af hárgreiðslustofu. Karlmaðurinn verður að klæða sig samkvæmt líkams- byggingu sinni. Sé hún í góðu lagi er næstum alveg sama hverju hann klæðist. Hinir geta notast við stuttan eða síðan náttslopp sem gefur þeim karlmannlegt og girnilegt yfir- bragð. .Sloppurinn ætti að vera úr léttu efni, helst bómullarefni, lauslega bundinn saman í mittið, svo sjáist vel í brjóstið. 41. TBL. VIKAN 51

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.