Vikan


Vikan - 03.07.1980, Blaðsíða 7

Vikan - 03.07.1980, Blaðsíða 7
„Ég held að öllum þyki áhugavert að heimsækja svo lítið land sem Luxembourg er, sérstaklega með tilliti til þess hvernig þvi hefur tekist að lifa af í nágrenni við mestu stórveldi álfunnar. lslendingar eru líka lítil þjóð og ég er viss um að þeir gætu haft gaman af því að sjá hvernig við höfum farið að því að lifa af — öðruvísi en þið. Báðar þjóðirnar hafa í sig og á með sæmilegu móti þrátt fyrir smæðina og það getur verið gaman að bera þetta saman. Einnig er hitt að fólkið sem byggir þessi tvö lönd er ákaflega áþekkt við fyrstu kynni, lokað og tekur tíma að kynnast því. Allur sá mikli skógur sem er hér í Luxembourg mun vafalaust gleðja < margan tslendinginn, svo ekki sé minnst á góðan mat og drykki á viðráðanlegu verði. Luxembourg er við þröskuld þeirra sem á annað borð ferðast frá tslandi til útlanda og þeir hinir sömu ættu að athuga að héðan liggja leiðir til allra átta. Ef ég ætti að gefa tilvonandi gestum okkar góð ráð þá myndi ég byrja á því að benda fólki á að hafa belgiska franka með sér inn í landið. Þeir gilda jafnt og luxembourgískir og þeim má skipta hvar sem er í veröldinni. Einnig verða tslendingar sem hingað koma að vera tilbúnir að breyta venjum sínum og borða ekki eins mikinn fisk og þeir gera heima hjá sér. Fiskur er nefnilega munaður hér og því ættu ferðamenn að halda sig meira að kjötinu. Svo má nefna að oft getur verið skemmtilegra að dvelja úti í sveit hérna í Luxembourg, frekar en að vera í borginni. Þar eru hótelin líka töluvert ódýrari, kosta kannski 800 franka á meðan hótelherbergi í miðbænum kost- ar 1200.” George Hausmer ferðamálastjóri — Hjá okkur er nóg að sjá, nóg að borða og drykkir á viðráðanlegu verði. Hvers vegna ættu íslendingar að heimsækja Luxembourg? „Við erum svo lík, en samt allt öðmvísi" — segir George Hausmer, ferðamálastjóri Luxembourgar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.